Guterres ósáttur við aðgerðaleysi sumra ríkja Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. desember 2019 19:00 Framkvæmdastjórinn heilsar forsætisráðherra Spánar í Madríd í dag. Vísir/AP Fulltrúar nærri 200 ríkja eru mættir á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hófst í Madríd í dag. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði viðbrögðin við loftslagsvánni hafa valdið sér vonbrigðum. Guterres sagði að þótt loforðin um kolefnishlutleysi fyrir 2050 hafi verið góð sé hann ósáttur við þá aðila sem hafa ekki tekið þátt. „Það sem veldur mér vonbrigðum eru þau sem hafa ekki skuldbundið sig og því miður stöndum við enn frammi fyrir alvarlegu vandamáli varðandi þau sem menga mest. Það er algerlega nauðsynlegt að þau sem menga mest 2020 sætti sig við þá hugmynd að þau verði að draga verulega úr útblæstri á næstu áratugunum og verði orðin kolefnishlutlaus árið 2050,“ bætti hann við. Í opnunarávarpi sínu sagði framkvæmdastjórinn svo að eitt helsta markmið fundarins væri að undirbúa ríki heims undir nýja aðgerðaráætlun sem á að líta dagsins ljós á næsta ári. Nýir leiðtogar Evrópusambandsins voru á meðal þeirra sem tóku til máls í dag. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði stefnt að meiriháttar, sjálfbærum fjárfestingum. „Við munum leggja fram evrópska áætlun um sjálfbærar fjárfestingar sem mun tryggja fjárfestingar upp á eina trilljón evra næsta áratuginn,“ sagði hún. Og Charles Michel, forseti leiðtogaráðs ESB, var í baráttuhug. „Við höfum komið plánetunni okkar niður á hnén. Núna verðum við að gerbreyta því hvernig við gerum hlutina.“ Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Spánn Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Sjá meira
Fulltrúar nærri 200 ríkja eru mættir á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hófst í Madríd í dag. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði viðbrögðin við loftslagsvánni hafa valdið sér vonbrigðum. Guterres sagði að þótt loforðin um kolefnishlutleysi fyrir 2050 hafi verið góð sé hann ósáttur við þá aðila sem hafa ekki tekið þátt. „Það sem veldur mér vonbrigðum eru þau sem hafa ekki skuldbundið sig og því miður stöndum við enn frammi fyrir alvarlegu vandamáli varðandi þau sem menga mest. Það er algerlega nauðsynlegt að þau sem menga mest 2020 sætti sig við þá hugmynd að þau verði að draga verulega úr útblæstri á næstu áratugunum og verði orðin kolefnishlutlaus árið 2050,“ bætti hann við. Í opnunarávarpi sínu sagði framkvæmdastjórinn svo að eitt helsta markmið fundarins væri að undirbúa ríki heims undir nýja aðgerðaráætlun sem á að líta dagsins ljós á næsta ári. Nýir leiðtogar Evrópusambandsins voru á meðal þeirra sem tóku til máls í dag. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði stefnt að meiriháttar, sjálfbærum fjárfestingum. „Við munum leggja fram evrópska áætlun um sjálfbærar fjárfestingar sem mun tryggja fjárfestingar upp á eina trilljón evra næsta áratuginn,“ sagði hún. Og Charles Michel, forseti leiðtogaráðs ESB, var í baráttuhug. „Við höfum komið plánetunni okkar niður á hnén. Núna verðum við að gerbreyta því hvernig við gerum hlutina.“
Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Spánn Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Sjá meira