Meirihlutinn boðar kennarana á Nesinu á sinn fund Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. desember 2019 15:44 Bæjarfulltrúar Seltjarnarness sem náðu kjöri í kosningunum 2018. Grafík/Hjalti Meirihluti bæjarstjórnar lýsir fullu trausti við skólastjórnendur og kennara við Grunnskóla Seltjarnarness og um leið ánægju með gott starf í skólanum til fjölda ára. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá meirihlutanum sem Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri sendir fyrir hönd meirihlutans. Tilefnið er ákvörðun skólastjóra að fella niður kennslu í 7. til 10. bekk í skólanum í dag vegna þess að þeim finnst að sér vegið í nýlegum bókunum bæjarfulltrúa. Fjórir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins báðu nýútskrifaða 10. bekkinga og foreldra þeirra afsökunar á því hvernig námsmati var háttað á síðasta skólaári. Þá sagði fulltrúi Viðreisnar/Neslistans að skólinn fengi falleinkunn fyrir innleiðingu sína. „Við vitum að mikill metnaður er innan Grunnskóla Seltjarnarness um gott skólastarf og mikilvægt er að sátt og traust ríki um allt sem viðkemur skólamálum á Nesinu. Meirihlutinn harmar þá stöðu sem upp er komin, og fundað verður um málið hið fyrsta. Boðað verður til fundar með kennurum skólans til að ræða þá stöðu sem upp er komin,“ segir í yfirlýsingu meirihlutans. Fjórir af sjö bæjarfulltrúum á Nesinu eru í Sjálfstæðisflokknum og mynda hreinan meirihluta. Í minnihlutanum eru tveir fulltrúar Samfylkingar og einn úr Neslista/viðreisn. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar harma viðbrögð kollega sinna í bæjarstjórn. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins standa við afsökunarbeiðni sína. Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Neslista/Viðreisnar, stendur sömuleiðis við bókun þess efnis að skólinn fái falleinkunn fyrir innleiðingu námsmats. Hann beri þó fullt traust til skólans og fólk sé dæmt af því hvernig það bregðist við mistökum. Í meistararitgerð Sigrúnar Brynjólfsdóttur um innleiðingu á nýju námsmati í grunnskóla, sem fór af stað með nýrri aðalnámskrá 2011 og 2013, var meðal niðurstaðna að skólar hefðu almennt hafið innleiðingu á nýju námsmati án þess að huga sérstaklega að undirbúningi eða ferlinu. Deildarstjórar upplifðu að þeir hefðu ekki fengið nægan stuðning við innleiðinguna frá Menntamálastofnun. „Deildarstjórar tókust á við töluverða andstöðu í kennarahópnum sem má rekja til þess að verkefnið var stærra og yfirgripsmeira en deildarstjórar gerðu ráð fyrir í upphafi innleiðingar. Helsti lærdómur sem má draga af niðurstöðum er hversu mikilvægt hlutverk deildarstjóra er í innleiðingarferli og hvað undirbúningur stjórnenda og samstarf við stofnanir skiptir miklu máli,“ segir í úrdrátti ritgerðarinnar. Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Bærinn biður tíundubekkinga og foreldra afsökunar Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur beðið nýútskrifaða tíundu bekkinga og foreldra þeirra afsökunar. Ástæðan er óánægja með námsmat í Grunnskóla Seltjarnarness í vor. 30. nóvember 2019 19:24 „Ekki svo að kennarar í Grunnskóla Seltjarnarness séu ekki hæfir til að kenna eða meta nemendur“ Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi, segir mikilvægt að skapa aftur ró og traust á milli bæjaryfirvalda og kennara og stjórnenda við Grunnskóla Seltjarnarness. 2. desember 2019 12:30 Kennarar hættu skyndilega við kennslu því þeim finnst að sér vegið Foreldrum barna í 7. til 10. bekk í Grunnskóla Seltjarnarness barst tölvupóstur á tíunda tímanum í morgun þar sem tilkynnt var að skólastarf myndi falla niður í dag. 2. desember 2019 10:43 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Meirihluti bæjarstjórnar lýsir fullu trausti við skólastjórnendur og kennara við Grunnskóla Seltjarnarness og um leið ánægju með gott starf í skólanum til fjölda ára. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá meirihlutanum sem Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri sendir fyrir hönd meirihlutans. Tilefnið er ákvörðun skólastjóra að fella niður kennslu í 7. til 10. bekk í skólanum í dag vegna þess að þeim finnst að sér vegið í nýlegum bókunum bæjarfulltrúa. Fjórir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins báðu nýútskrifaða 10. bekkinga og foreldra þeirra afsökunar á því hvernig námsmati var háttað á síðasta skólaári. Þá sagði fulltrúi Viðreisnar/Neslistans að skólinn fengi falleinkunn fyrir innleiðingu sína. „Við vitum að mikill metnaður er innan Grunnskóla Seltjarnarness um gott skólastarf og mikilvægt er að sátt og traust ríki um allt sem viðkemur skólamálum á Nesinu. Meirihlutinn harmar þá stöðu sem upp er komin, og fundað verður um málið hið fyrsta. Boðað verður til fundar með kennurum skólans til að ræða þá stöðu sem upp er komin,“ segir í yfirlýsingu meirihlutans. Fjórir af sjö bæjarfulltrúum á Nesinu eru í Sjálfstæðisflokknum og mynda hreinan meirihluta. Í minnihlutanum eru tveir fulltrúar Samfylkingar og einn úr Neslista/viðreisn. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar harma viðbrögð kollega sinna í bæjarstjórn. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins standa við afsökunarbeiðni sína. Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Neslista/Viðreisnar, stendur sömuleiðis við bókun þess efnis að skólinn fái falleinkunn fyrir innleiðingu námsmats. Hann beri þó fullt traust til skólans og fólk sé dæmt af því hvernig það bregðist við mistökum. Í meistararitgerð Sigrúnar Brynjólfsdóttur um innleiðingu á nýju námsmati í grunnskóla, sem fór af stað með nýrri aðalnámskrá 2011 og 2013, var meðal niðurstaðna að skólar hefðu almennt hafið innleiðingu á nýju námsmati án þess að huga sérstaklega að undirbúningi eða ferlinu. Deildarstjórar upplifðu að þeir hefðu ekki fengið nægan stuðning við innleiðinguna frá Menntamálastofnun. „Deildarstjórar tókust á við töluverða andstöðu í kennarahópnum sem má rekja til þess að verkefnið var stærra og yfirgripsmeira en deildarstjórar gerðu ráð fyrir í upphafi innleiðingar. Helsti lærdómur sem má draga af niðurstöðum er hversu mikilvægt hlutverk deildarstjóra er í innleiðingarferli og hvað undirbúningur stjórnenda og samstarf við stofnanir skiptir miklu máli,“ segir í úrdrátti ritgerðarinnar.
Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Bærinn biður tíundubekkinga og foreldra afsökunar Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur beðið nýútskrifaða tíundu bekkinga og foreldra þeirra afsökunar. Ástæðan er óánægja með námsmat í Grunnskóla Seltjarnarness í vor. 30. nóvember 2019 19:24 „Ekki svo að kennarar í Grunnskóla Seltjarnarness séu ekki hæfir til að kenna eða meta nemendur“ Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi, segir mikilvægt að skapa aftur ró og traust á milli bæjaryfirvalda og kennara og stjórnenda við Grunnskóla Seltjarnarness. 2. desember 2019 12:30 Kennarar hættu skyndilega við kennslu því þeim finnst að sér vegið Foreldrum barna í 7. til 10. bekk í Grunnskóla Seltjarnarness barst tölvupóstur á tíunda tímanum í morgun þar sem tilkynnt var að skólastarf myndi falla niður í dag. 2. desember 2019 10:43 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Bærinn biður tíundubekkinga og foreldra afsökunar Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur beðið nýútskrifaða tíundu bekkinga og foreldra þeirra afsökunar. Ástæðan er óánægja með námsmat í Grunnskóla Seltjarnarness í vor. 30. nóvember 2019 19:24
„Ekki svo að kennarar í Grunnskóla Seltjarnarness séu ekki hæfir til að kenna eða meta nemendur“ Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi, segir mikilvægt að skapa aftur ró og traust á milli bæjaryfirvalda og kennara og stjórnenda við Grunnskóla Seltjarnarness. 2. desember 2019 12:30
Kennarar hættu skyndilega við kennslu því þeim finnst að sér vegið Foreldrum barna í 7. til 10. bekk í Grunnskóla Seltjarnarness barst tölvupóstur á tíunda tímanum í morgun þar sem tilkynnt var að skólastarf myndi falla niður í dag. 2. desember 2019 10:43