Sportpakkinn: Hamilton bjóst aldrei við svona tímabili Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2019 20:00 Lewis Hamilton fagnar sigri. Getty/ Dan Istitene Lewis Hamilton vann yfirburðasigur í formúlu eitt á þessu tímabili en hann var löngu búinn að tryggja sér sigurinn áður en kom að síðustu keppninni í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í gær. Arnar Björnsson skoðaði endapunktinn á ótrúlegu tímabili breska heimsmeistarans. Keppni í formúlunni lauk í gær og það fór vel á því að sá allra besti, Lewis Hamilton, tryggði sér öruggan sigur í síðasta kappakstrinum. Sigurinn í gær var númer 84 á ferlinum, hann vann yfirburðasigur á helsta keppinaut sínum, liðsfélaganum hjá Mercedes Valtteri Bottas. Hamilton fékk 413 stig, 87 stigum meira en Finninn. Sigurinn í gær var hans ellefti á keppnistíðinni og heimsmeistaratitilinn sá sjötti. „Ótrúlegt keppnistíð, ég bjóst aldrei við þessu. Við áttum í basli framan af en náðum að bæta okkur. Órúlegt ár, frábær liðsheild og held að ég hafi hækkað rána aðeins. Ég varð að gera það því ungu ökumennirnir og Bottas voru allir að bæta sig og ég varð því að gera það líka“, sagði Hamilton eftir sigurinn. Charles Leclerc varð í þriðja sæti í Abu Dabi kappakstrinum í gær og hann endaði í fjórða sæti í stigakeppninni, fékk 264 stig og skákaði félaga sínum í Ferrariliðinu, Sebastian Vettel sem endaði fimmti með 240 stig. „Ég er ánægður með að komast á verðlaunapall en bilið á milli okkar hjá Ferrari og Mercedes er of mikið og ég get ekki verið ánægður með það. En þegar ég lít til baka, sjö sinnum fremstur á ráslínu, tíu sinnum á palli og tveir sigrar er ég sáttur. Ég bjóst ekki við þessu á mínu fyrsta ári hjá Ferrari. Það hafa skipst á skin og skúrir og mín stærsta áskorun er að læra af mistökunum og koma sterkari til leiks á næstu keppnistíð“, sagði hinn 22 ára Charles Leclerc sem sigraði í Austurríki og í Singapúr. Það má sjá umfjöllun Arnars Björnssonar um lokakeppni tímabilsins hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Hamilton bjóst aldrei við svona tímabili Formúla Sportpakkinn Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Lewis Hamilton vann yfirburðasigur í formúlu eitt á þessu tímabili en hann var löngu búinn að tryggja sér sigurinn áður en kom að síðustu keppninni í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í gær. Arnar Björnsson skoðaði endapunktinn á ótrúlegu tímabili breska heimsmeistarans. Keppni í formúlunni lauk í gær og það fór vel á því að sá allra besti, Lewis Hamilton, tryggði sér öruggan sigur í síðasta kappakstrinum. Sigurinn í gær var númer 84 á ferlinum, hann vann yfirburðasigur á helsta keppinaut sínum, liðsfélaganum hjá Mercedes Valtteri Bottas. Hamilton fékk 413 stig, 87 stigum meira en Finninn. Sigurinn í gær var hans ellefti á keppnistíðinni og heimsmeistaratitilinn sá sjötti. „Ótrúlegt keppnistíð, ég bjóst aldrei við þessu. Við áttum í basli framan af en náðum að bæta okkur. Órúlegt ár, frábær liðsheild og held að ég hafi hækkað rána aðeins. Ég varð að gera það því ungu ökumennirnir og Bottas voru allir að bæta sig og ég varð því að gera það líka“, sagði Hamilton eftir sigurinn. Charles Leclerc varð í þriðja sæti í Abu Dabi kappakstrinum í gær og hann endaði í fjórða sæti í stigakeppninni, fékk 264 stig og skákaði félaga sínum í Ferrariliðinu, Sebastian Vettel sem endaði fimmti með 240 stig. „Ég er ánægður með að komast á verðlaunapall en bilið á milli okkar hjá Ferrari og Mercedes er of mikið og ég get ekki verið ánægður með það. En þegar ég lít til baka, sjö sinnum fremstur á ráslínu, tíu sinnum á palli og tveir sigrar er ég sáttur. Ég bjóst ekki við þessu á mínu fyrsta ári hjá Ferrari. Það hafa skipst á skin og skúrir og mín stærsta áskorun er að læra af mistökunum og koma sterkari til leiks á næstu keppnistíð“, sagði hinn 22 ára Charles Leclerc sem sigraði í Austurríki og í Singapúr. Það má sjá umfjöllun Arnars Björnssonar um lokakeppni tímabilsins hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Hamilton bjóst aldrei við svona tímabili
Formúla Sportpakkinn Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti