Gul viðvörun vegna veðurs hefur verið gefin út, eftir því sem fram kemur á vef Veðurstofu Íslands.
Gert er ráð fyrir hvassviðri eða stormi, 18 – 25 metrum á sekúndu, í Eyjafirði, við Skjálfanda og í Bárðardal, samkvæmt spá Veðurstofunnar, sem gildir til klukkan þrjú aðfaranótt þriðjudagsins. Þá má búast við enn snarpari vindi, um 30 – 35 metrum á sekúndu við fjöll.
Þessi vindstyrkur, í bland við hálku á vegum, getur reynst vegfarendum á svæðinu hættulegur, sér í lagi þá sem aka ökutækjum sem taka á sig mikinn vind.
„Afmarkaðar samgöngutruflanir líklegar. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum,“ segir þá í stuttri orðsendingu á vef Veðurstofunnar.
Gul viðvörun á Norðurlandi eystra
Vésteinn Örn Pétursson skrifar
