Leik Þórs Ak. og KR í Domino's deild karla í körfubolta, sem átti að fara fram í kvöld, hefur verið frestað vegna ófærðar. Leikurinn fer fram í febrúar á næsta ári.
ATH! FRESTUN Í KVÖLD
— KKÍ (@kkikarfa) December 19, 2019
Leik Þórs Ak. og KR sem fram átti að fara í kvöld hefur verið frestað v/ ófærðar norður yfir heiðar.
Leikurinn fer fram á nýju ári í janúar.#korfubolti#dominosdeildin
Íslandsmeistarar KR eru í 5. sæti deildarinnar en Þór í því tólfta og neðsta. Bæði lið eru nú komin í jólafrí. KR-ingar voru komnir að Blönduósi er þeir þurftu að snúa við. Allt lokað og ófært til Akureyrar.
Fjórir leikir fara því fram í Domino's deildinni í kvöld.
Keflavík tekur á móti ÍR, Stjarnan og Fjölnir eigast við í Garðabænum, Grindavík sækir Tindastól heim og Njarðvík fær Þór Þ. í heimsókn.