Segir viðmið í lögreglunáminu frjálslegri en víða þegar kemur að veikindum eða kvillum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. desember 2019 16:00 Ólafur Örn Bragason forstöðumaður Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar segir viðmiðin endurskoðuð árlega af teymi sérfræðilækna Vísir/Vilhelm Viðmið í lögreglunám á Íslandi eru byggð á viðmiðum Norðurlandanna en eru þó nokkuð frjálslegri, að því marki að hér á landi er einstaklingsbundið mat framkvæmt í stað þess að beita algjörri útilokun þegar kemur að ákveðnum veikindum eða kvillum. Síðustu daga hafa umsækjendur í starfsnám í lögreglufræðum stigið fram og sagt frá því að þeir hafi ekki fengið inngöngu í námið af því að þeir eru á kvíðalyfjum. Dómsmálaráðherra ræddi málið í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í gær og sagðist ætla að beina því til embættis ríkislögreglustjóra að endurskoða viðmið fyrir inngöngu í námið. Umsækjendur eigi rétt á einstaklingsbundnu mati. Ólafur Örn Bragason forstöðumaður Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar segir viðmiðin endurskoðuð árlega af teymi sérfræðilækna og þau séu í samræmi við viðmiðin á Norðurlöndunum. Hér á landi er þó gefinn kostur á að skila sérfræðivottorði ef umsækjandi er með áhættuþætti og hér sé því nú þegar framkvæmt einstaklingsbundið mat, eins og ráðherra leggur til. „Það er svoleiðis í dag - metum hvert tilfelli út af fyrir sig. Það er ekki þannig á norðurlöndunum, það er það sem ég á við þegar ég tala um stífari viðmið þar , útilokandi þættir hér og þar. Ekki gefið tækifæri á að skila vottorði. Veit ekki af hverju þetta er svona á norðurlöndum og okkur fannst þetta stíf viðmið. “ Umsækjendur þurfa aftur á móti að afla sér sjálfir gagna og segir Ólafur það geta verið nokkuð erfitt, þar sem tíminn er naumur og bið getur verið hjá læknum, t.d geðlæknum. Nú sé í vinnslu að auðvelda ferlið. „Það sem við þurfum að skoða er hvernig hægt er að auðvelda umsækjendum, þannig að þeir fái þessar upplýsingar fyrr og við erum búnir að ætlum að gera myndband með leiðbeiningum um hvernig hægt er að fylla út þessi vottorð og hver eru þá næstu skref, ef maður er t.d. með háan blóðþrýsting hvað maður eigi að gera, þannig að þetta sé skýrt gagnvart umsækjendum, þannig að þeir geti verið búnir að afla þessara gagna áður en umsóknarfrestur líður.“ Þannig er það möguleiki á Íslandi að komast í námið þrátt fyrir að vera til dæmis á kvíðalyfjum. Sérfræðivottorðið þarf þó að vera til staðar þar sem staðfest er að kvillinn eða veikindin muni ekki hamla fólki í lögreglustarfi. „Samkvæmt viðmiðunum á þetta að vera möguleiki að viðkomandi skili inn sérfræðivottorði og verði þá metinn hæfur, uppfylli þessi læknisfræðiskilyrði.“ Lögreglan Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Felur ríkislögreglustjóra að skoða viðmiðin eftir frásögn lögreglukonu Dómsmálaráðherra hyggst beina því til embættis ríkislögreglustjóra að skoða þau viðmið sem stuðst er við varðandi inngöngu í starfsnám í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. 18. desember 2019 17:03 Lögreglukona má ekki læra að verða lögreglukona vegna þess að hún tekur inn kvíðalyf Lögreglukona, sem hóf nám í lögreglufræðum í haust, fær ekki inngöngu í starfsnám við Háskólann á Akureyri vegna þess að hún var að taka inn kvíðalyf þegar hún sendi inn umsóknina. 16. desember 2019 19:15 Segir rangt að fólk með ADHD sé útilokað frá lögreglunni Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar, segir reglur um einstaklinga með ADHD innan lögreglunnar ekki hafa verið hertar. 19. ágúst 2019 20:30 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
Viðmið í lögreglunám á Íslandi eru byggð á viðmiðum Norðurlandanna en eru þó nokkuð frjálslegri, að því marki að hér á landi er einstaklingsbundið mat framkvæmt í stað þess að beita algjörri útilokun þegar kemur að ákveðnum veikindum eða kvillum. Síðustu daga hafa umsækjendur í starfsnám í lögreglufræðum stigið fram og sagt frá því að þeir hafi ekki fengið inngöngu í námið af því að þeir eru á kvíðalyfjum. Dómsmálaráðherra ræddi málið í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í gær og sagðist ætla að beina því til embættis ríkislögreglustjóra að endurskoða viðmið fyrir inngöngu í námið. Umsækjendur eigi rétt á einstaklingsbundnu mati. Ólafur Örn Bragason forstöðumaður Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar segir viðmiðin endurskoðuð árlega af teymi sérfræðilækna og þau séu í samræmi við viðmiðin á Norðurlöndunum. Hér á landi er þó gefinn kostur á að skila sérfræðivottorði ef umsækjandi er með áhættuþætti og hér sé því nú þegar framkvæmt einstaklingsbundið mat, eins og ráðherra leggur til. „Það er svoleiðis í dag - metum hvert tilfelli út af fyrir sig. Það er ekki þannig á norðurlöndunum, það er það sem ég á við þegar ég tala um stífari viðmið þar , útilokandi þættir hér og þar. Ekki gefið tækifæri á að skila vottorði. Veit ekki af hverju þetta er svona á norðurlöndum og okkur fannst þetta stíf viðmið. “ Umsækjendur þurfa aftur á móti að afla sér sjálfir gagna og segir Ólafur það geta verið nokkuð erfitt, þar sem tíminn er naumur og bið getur verið hjá læknum, t.d geðlæknum. Nú sé í vinnslu að auðvelda ferlið. „Það sem við þurfum að skoða er hvernig hægt er að auðvelda umsækjendum, þannig að þeir fái þessar upplýsingar fyrr og við erum búnir að ætlum að gera myndband með leiðbeiningum um hvernig hægt er að fylla út þessi vottorð og hver eru þá næstu skref, ef maður er t.d. með háan blóðþrýsting hvað maður eigi að gera, þannig að þetta sé skýrt gagnvart umsækjendum, þannig að þeir geti verið búnir að afla þessara gagna áður en umsóknarfrestur líður.“ Þannig er það möguleiki á Íslandi að komast í námið þrátt fyrir að vera til dæmis á kvíðalyfjum. Sérfræðivottorðið þarf þó að vera til staðar þar sem staðfest er að kvillinn eða veikindin muni ekki hamla fólki í lögreglustarfi. „Samkvæmt viðmiðunum á þetta að vera möguleiki að viðkomandi skili inn sérfræðivottorði og verði þá metinn hæfur, uppfylli þessi læknisfræðiskilyrði.“
Lögreglan Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Felur ríkislögreglustjóra að skoða viðmiðin eftir frásögn lögreglukonu Dómsmálaráðherra hyggst beina því til embættis ríkislögreglustjóra að skoða þau viðmið sem stuðst er við varðandi inngöngu í starfsnám í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. 18. desember 2019 17:03 Lögreglukona má ekki læra að verða lögreglukona vegna þess að hún tekur inn kvíðalyf Lögreglukona, sem hóf nám í lögreglufræðum í haust, fær ekki inngöngu í starfsnám við Háskólann á Akureyri vegna þess að hún var að taka inn kvíðalyf þegar hún sendi inn umsóknina. 16. desember 2019 19:15 Segir rangt að fólk með ADHD sé útilokað frá lögreglunni Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar, segir reglur um einstaklinga með ADHD innan lögreglunnar ekki hafa verið hertar. 19. ágúst 2019 20:30 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
Felur ríkislögreglustjóra að skoða viðmiðin eftir frásögn lögreglukonu Dómsmálaráðherra hyggst beina því til embættis ríkislögreglustjóra að skoða þau viðmið sem stuðst er við varðandi inngöngu í starfsnám í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. 18. desember 2019 17:03
Lögreglukona má ekki læra að verða lögreglukona vegna þess að hún tekur inn kvíðalyf Lögreglukona, sem hóf nám í lögreglufræðum í haust, fær ekki inngöngu í starfsnám við Háskólann á Akureyri vegna þess að hún var að taka inn kvíðalyf þegar hún sendi inn umsóknina. 16. desember 2019 19:15
Segir rangt að fólk með ADHD sé útilokað frá lögreglunni Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar, segir reglur um einstaklinga með ADHD innan lögreglunnar ekki hafa verið hertar. 19. ágúst 2019 20:30