Annaðhvort sé Ásmundur með sig á heilanum eða Sjálfstæðisflokkurinn að hefna sín Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. desember 2019 11:26 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir tímasetningu tilkynningar Ásmundar sérstaka og veltir fyrir sér hvort hann sé með hana á heilanum eða Sjálfstæðisflokkurinn sé að hefna sín. Vísir/Vilhelm Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur upplýst Evrópuráðsþingið um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmanns Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. Þórhildur Sunna segist ekki hafa nokkrar áhyggjur af bréfaskriftum Ásmundar en segir tímasetninguna vekja furðu. Morgunblaðið greinir frá því í dag að Ásmundur hafi sent forseta Evrópuráðsþingsins erindi þar sem vakin er athygli á því að siðanefnd Alþingis hafi komist að þeirri niðurstöðu að Þórhildur Sunna hafi gerst brotleg við siðareglur. Brotið fólst í ummælum sem Þórhildur Sunna lét falla um Ásmund í Silfrinu í febrúar, þar sem hún sagði rökstuddan grun um að Ásmundur hefði dregið sér fé. Þórhildur Sunna er varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins og formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins. Vissi ekki af bréfaskriftunum Í samtali við Morgunblaðið segir Ásmundur að honum þyki mikilvægt að gera Evrópuráðsþinginu viðvart um þessi brot. Þórhildur Sunna segist ekki hafa miklar áhyggjur af þessum bréfaskriftum Ásmundar til forseta þingsins. Hafði Ásmundur upplýst þig um að hann hygðist tilkynna þetta til Evrópuráðsþingsins? „Ásmundur hafði ekki látið mig vita af slíku. En ég velti fyrir mér hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi vitað af þessu? Hvort þetta sé annaðhvort það að Ásmundur Friðriksson nái mér ekki út úr heilanum sínum eða þá að Sjálfstæðisflokkurinn sé þarna að hefna sín fyrir þá frumkvæðisathugun sem ég átti frumkvæði að í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á hæfi Kristjáns Þórs (Júlíussonar sjávarútvegsráðherra),“ segir Þórhildur Sunna. Vísar hún til frumkvæðisathugunar á hæfi sjávarútvegsráðherra í kjölfar Samherjamálsins. Tímsetningin skrýtin „Mér finnst allavega tímasetningin á þessum bréfaskriftum hans vekja upp spurningar. Vegna þess að ekki gerði hann þetta þegar þessi úrskurður féll heldur bíður hann þar til nú, stuttu eftir að þessi frumkvæðisrannsókn fer af stað.“ Hún segist ekki vita til þess að það hafi tíðkast að þingmenn þjóðþinga sendi bréf til Evrópuráðsþingsins um aðra þingmenn. „Ég býst ekki við öðru en að þessu verði svarað á einn eða annan hátt en ég hef í sjálfu sér bara engar áhyggjur af niðurstöðunni. Hún segir bréfaskrifin lýsa misskilningi á því hvernig Evrópuráðið virkar. „Þarna er Ásmundur að reyna að koma mér út úr Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins en hefur greinilega ekki hugmynd um að slíkt er bara á forræði íslenska þingsins. Hann ætti því frekar að leita á náðir Steingríms J. Sigfússonar (forseta Alþingis) eða eða kollega sinna í ríkisstjórn vilji þeir sprengja upp allt samkomulag milli stjórnar og stjórnarandstöðu og fjarlægja mig úr þessari nefnd,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Viðurkenndi að greiðslurnar orkuðu tvímælis Þórhildur Sunna sagði í Silfrinu þann 25. febrúar í fyrra að uppi væri rökstuddur grunur um að Ásmundur hefði dregið sér fé. Þá lá fyrir að Ásmundur hafði fengið 4,6 milljóna króna aksturskostnað endurgreiddan frá Alþingi vegna 48 þúsund kílómetra aksturs á eigin bíl. Reglur um þingfararkostnað kveða á um að þingmenn sem aka meira en 15 þúsund kílómetra á ári skuli notast við bílaleigubíl sem Ásmundur gerði ekki. Viðurkenndi Ásmundur að hluti af endurgreiðslunum til sín hefðu orkað tvímælis, eins og hann komst að ári. Endurgreiddi hann skrifstofu Alþingis 178 þúsund krónur sem hann fékk fyrir ferðir um Suðurkjördæmi með tökufólki frá sjónvarpsstöðinni ÍNN. Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Ásmundur tilkynnti brot Þórhildar Sunnu til Evrópuráðsþingsins Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur vakið athygli Evrópuráðsþingsins á því að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. 18. desember 2019 10:10 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur upplýst Evrópuráðsþingið um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmanns Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. Þórhildur Sunna segist ekki hafa nokkrar áhyggjur af bréfaskriftum Ásmundar en segir tímasetninguna vekja furðu. Morgunblaðið greinir frá því í dag að Ásmundur hafi sent forseta Evrópuráðsþingsins erindi þar sem vakin er athygli á því að siðanefnd Alþingis hafi komist að þeirri niðurstöðu að Þórhildur Sunna hafi gerst brotleg við siðareglur. Brotið fólst í ummælum sem Þórhildur Sunna lét falla um Ásmund í Silfrinu í febrúar, þar sem hún sagði rökstuddan grun um að Ásmundur hefði dregið sér fé. Þórhildur Sunna er varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins og formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins. Vissi ekki af bréfaskriftunum Í samtali við Morgunblaðið segir Ásmundur að honum þyki mikilvægt að gera Evrópuráðsþinginu viðvart um þessi brot. Þórhildur Sunna segist ekki hafa miklar áhyggjur af þessum bréfaskriftum Ásmundar til forseta þingsins. Hafði Ásmundur upplýst þig um að hann hygðist tilkynna þetta til Evrópuráðsþingsins? „Ásmundur hafði ekki látið mig vita af slíku. En ég velti fyrir mér hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi vitað af þessu? Hvort þetta sé annaðhvort það að Ásmundur Friðriksson nái mér ekki út úr heilanum sínum eða þá að Sjálfstæðisflokkurinn sé þarna að hefna sín fyrir þá frumkvæðisathugun sem ég átti frumkvæði að í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á hæfi Kristjáns Þórs (Júlíussonar sjávarútvegsráðherra),“ segir Þórhildur Sunna. Vísar hún til frumkvæðisathugunar á hæfi sjávarútvegsráðherra í kjölfar Samherjamálsins. Tímsetningin skrýtin „Mér finnst allavega tímasetningin á þessum bréfaskriftum hans vekja upp spurningar. Vegna þess að ekki gerði hann þetta þegar þessi úrskurður féll heldur bíður hann þar til nú, stuttu eftir að þessi frumkvæðisrannsókn fer af stað.“ Hún segist ekki vita til þess að það hafi tíðkast að þingmenn þjóðþinga sendi bréf til Evrópuráðsþingsins um aðra þingmenn. „Ég býst ekki við öðru en að þessu verði svarað á einn eða annan hátt en ég hef í sjálfu sér bara engar áhyggjur af niðurstöðunni. Hún segir bréfaskrifin lýsa misskilningi á því hvernig Evrópuráðið virkar. „Þarna er Ásmundur að reyna að koma mér út úr Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins en hefur greinilega ekki hugmynd um að slíkt er bara á forræði íslenska þingsins. Hann ætti því frekar að leita á náðir Steingríms J. Sigfússonar (forseta Alþingis) eða eða kollega sinna í ríkisstjórn vilji þeir sprengja upp allt samkomulag milli stjórnar og stjórnarandstöðu og fjarlægja mig úr þessari nefnd,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Viðurkenndi að greiðslurnar orkuðu tvímælis Þórhildur Sunna sagði í Silfrinu þann 25. febrúar í fyrra að uppi væri rökstuddur grunur um að Ásmundur hefði dregið sér fé. Þá lá fyrir að Ásmundur hafði fengið 4,6 milljóna króna aksturskostnað endurgreiddan frá Alþingi vegna 48 þúsund kílómetra aksturs á eigin bíl. Reglur um þingfararkostnað kveða á um að þingmenn sem aka meira en 15 þúsund kílómetra á ári skuli notast við bílaleigubíl sem Ásmundur gerði ekki. Viðurkenndi Ásmundur að hluti af endurgreiðslunum til sín hefðu orkað tvímælis, eins og hann komst að ári. Endurgreiddi hann skrifstofu Alþingis 178 þúsund krónur sem hann fékk fyrir ferðir um Suðurkjördæmi með tökufólki frá sjónvarpsstöðinni ÍNN.
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Ásmundur tilkynnti brot Þórhildar Sunnu til Evrópuráðsþingsins Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur vakið athygli Evrópuráðsþingsins á því að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. 18. desember 2019 10:10 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Ásmundur tilkynnti brot Þórhildar Sunnu til Evrópuráðsþingsins Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur vakið athygli Evrópuráðsþingsins á því að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. 18. desember 2019 10:10