Mun nýta vikuna í að krefjast nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. desember 2019 23:30 Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra heimastjórnar Skotlands. GETTY/JEFF J MITCHELL Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, ítrekaði í dag á skoska þinginu að hún hyggðist krefjast þess að haldin yrði önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands frá Bretlandi. Er hún ávarpaði þingmenn í dag sagði Sturgeon að hún hyggðist leggja fram formlega kröfu þannig að halda mætti aðra þjóðaratkvæðagreiðsla á næsta ári. Skotar greiddu atkvæði um sjálfstæði árið 2014, þá sögðu 55 prósent nei og 44,7 prósent já. Síðan þá hefur þó ýmislegt gerst og ber þar hæst að nefna Brexit, áætlaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Fastlega er gert ráð fyrir því að Boris Johnson takist að ljúka henni á næsta ári, eftir að hann tryggði sér meirihluta á breska þingingu eftir þingkosningarnar í síðustu viku. Meirihluti Skota er hins vegar mótfallinn Brexit en í Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2016 voru 62 prósent Skota mótfallnir Brexit, 38 prósent hlynntir. Útkoma kosninganna í Skotlandi. Skoski þjóðarflokkurinn fékk 48 af 59 þingsætum í Skotlandi.vísir Sturgeon og flokkur hennar, Skoski þjóðarflokkurinn, unnu stórsigur í bresku þingkosningunum í síðustu viku og skipa þingmenn flokksins nú 48 af 59 sætum Skotlands í neðri deild breska þingsins. Sturgeon hefur túlkað úrslitin sem skýrt umboð frá Skotum um að krefjast eigi nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. „Þetta eru kaflaskil í sögu Skotlands,“ sagði Sturgeon við þingmenn í dag. „Því mun ég í þessari viku stíga þau skref sem þarf til að tryggja rétt Skota á vali.“ Forsætisráðherra Bretlands hefur hins vegar þegar gefið út tilkynningu þess efnis að hann sé mótfallinn annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. Bretland Brexit Skotland Tengdar fréttir Boris Johnson andvígur þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur gert Nicola Sturgeon, leiðtoga skoska þjóðarflokksins, það ljóst að hann sé enn andvígur því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla í Skotlandi um sjálfstæði þess. 14. desember 2019 11:31 Sterk staða Johnsons eftir kosningarnar Boris Johnson verður áfram forsætisráðherra Bretlands eftir sigur Íhaldsflokksins í þingkosningum gærdagsins. Hann lofaði því í dag að klára útgöngumálið og má því búast við því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu í næsta mánuði. 13. desember 2019 18:45 „Skotland getur ekki verið fangelsað af Bretlandi“ Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, sagði að Skotland geti ekki verið fangelsað í Bretlandi gegn vilja þess af bresku ríkisstjórninni. 15. desember 2019 11:24 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Sjá meira
Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, ítrekaði í dag á skoska þinginu að hún hyggðist krefjast þess að haldin yrði önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands frá Bretlandi. Er hún ávarpaði þingmenn í dag sagði Sturgeon að hún hyggðist leggja fram formlega kröfu þannig að halda mætti aðra þjóðaratkvæðagreiðsla á næsta ári. Skotar greiddu atkvæði um sjálfstæði árið 2014, þá sögðu 55 prósent nei og 44,7 prósent já. Síðan þá hefur þó ýmislegt gerst og ber þar hæst að nefna Brexit, áætlaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Fastlega er gert ráð fyrir því að Boris Johnson takist að ljúka henni á næsta ári, eftir að hann tryggði sér meirihluta á breska þingingu eftir þingkosningarnar í síðustu viku. Meirihluti Skota er hins vegar mótfallinn Brexit en í Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2016 voru 62 prósent Skota mótfallnir Brexit, 38 prósent hlynntir. Útkoma kosninganna í Skotlandi. Skoski þjóðarflokkurinn fékk 48 af 59 þingsætum í Skotlandi.vísir Sturgeon og flokkur hennar, Skoski þjóðarflokkurinn, unnu stórsigur í bresku þingkosningunum í síðustu viku og skipa þingmenn flokksins nú 48 af 59 sætum Skotlands í neðri deild breska þingsins. Sturgeon hefur túlkað úrslitin sem skýrt umboð frá Skotum um að krefjast eigi nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. „Þetta eru kaflaskil í sögu Skotlands,“ sagði Sturgeon við þingmenn í dag. „Því mun ég í þessari viku stíga þau skref sem þarf til að tryggja rétt Skota á vali.“ Forsætisráðherra Bretlands hefur hins vegar þegar gefið út tilkynningu þess efnis að hann sé mótfallinn annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands.
Bretland Brexit Skotland Tengdar fréttir Boris Johnson andvígur þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur gert Nicola Sturgeon, leiðtoga skoska þjóðarflokksins, það ljóst að hann sé enn andvígur því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla í Skotlandi um sjálfstæði þess. 14. desember 2019 11:31 Sterk staða Johnsons eftir kosningarnar Boris Johnson verður áfram forsætisráðherra Bretlands eftir sigur Íhaldsflokksins í þingkosningum gærdagsins. Hann lofaði því í dag að klára útgöngumálið og má því búast við því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu í næsta mánuði. 13. desember 2019 18:45 „Skotland getur ekki verið fangelsað af Bretlandi“ Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, sagði að Skotland geti ekki verið fangelsað í Bretlandi gegn vilja þess af bresku ríkisstjórninni. 15. desember 2019 11:24 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Sjá meira
Boris Johnson andvígur þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur gert Nicola Sturgeon, leiðtoga skoska þjóðarflokksins, það ljóst að hann sé enn andvígur því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla í Skotlandi um sjálfstæði þess. 14. desember 2019 11:31
Sterk staða Johnsons eftir kosningarnar Boris Johnson verður áfram forsætisráðherra Bretlands eftir sigur Íhaldsflokksins í þingkosningum gærdagsins. Hann lofaði því í dag að klára útgöngumálið og má því búast við því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu í næsta mánuði. 13. desember 2019 18:45
„Skotland getur ekki verið fangelsað af Bretlandi“ Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, sagði að Skotland geti ekki verið fangelsað í Bretlandi gegn vilja þess af bresku ríkisstjórninni. 15. desember 2019 11:24