Mun nýta vikuna í að krefjast nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. desember 2019 23:30 Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra heimastjórnar Skotlands. GETTY/JEFF J MITCHELL Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, ítrekaði í dag á skoska þinginu að hún hyggðist krefjast þess að haldin yrði önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands frá Bretlandi. Er hún ávarpaði þingmenn í dag sagði Sturgeon að hún hyggðist leggja fram formlega kröfu þannig að halda mætti aðra þjóðaratkvæðagreiðsla á næsta ári. Skotar greiddu atkvæði um sjálfstæði árið 2014, þá sögðu 55 prósent nei og 44,7 prósent já. Síðan þá hefur þó ýmislegt gerst og ber þar hæst að nefna Brexit, áætlaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Fastlega er gert ráð fyrir því að Boris Johnson takist að ljúka henni á næsta ári, eftir að hann tryggði sér meirihluta á breska þingingu eftir þingkosningarnar í síðustu viku. Meirihluti Skota er hins vegar mótfallinn Brexit en í Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2016 voru 62 prósent Skota mótfallnir Brexit, 38 prósent hlynntir. Útkoma kosninganna í Skotlandi. Skoski þjóðarflokkurinn fékk 48 af 59 þingsætum í Skotlandi.vísir Sturgeon og flokkur hennar, Skoski þjóðarflokkurinn, unnu stórsigur í bresku þingkosningunum í síðustu viku og skipa þingmenn flokksins nú 48 af 59 sætum Skotlands í neðri deild breska þingsins. Sturgeon hefur túlkað úrslitin sem skýrt umboð frá Skotum um að krefjast eigi nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. „Þetta eru kaflaskil í sögu Skotlands,“ sagði Sturgeon við þingmenn í dag. „Því mun ég í þessari viku stíga þau skref sem þarf til að tryggja rétt Skota á vali.“ Forsætisráðherra Bretlands hefur hins vegar þegar gefið út tilkynningu þess efnis að hann sé mótfallinn annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. Bretland Brexit Skotland Tengdar fréttir Boris Johnson andvígur þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur gert Nicola Sturgeon, leiðtoga skoska þjóðarflokksins, það ljóst að hann sé enn andvígur því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla í Skotlandi um sjálfstæði þess. 14. desember 2019 11:31 Sterk staða Johnsons eftir kosningarnar Boris Johnson verður áfram forsætisráðherra Bretlands eftir sigur Íhaldsflokksins í þingkosningum gærdagsins. Hann lofaði því í dag að klára útgöngumálið og má því búast við því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu í næsta mánuði. 13. desember 2019 18:45 „Skotland getur ekki verið fangelsað af Bretlandi“ Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, sagði að Skotland geti ekki verið fangelsað í Bretlandi gegn vilja þess af bresku ríkisstjórninni. 15. desember 2019 11:24 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Sjá meira
Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, ítrekaði í dag á skoska þinginu að hún hyggðist krefjast þess að haldin yrði önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands frá Bretlandi. Er hún ávarpaði þingmenn í dag sagði Sturgeon að hún hyggðist leggja fram formlega kröfu þannig að halda mætti aðra þjóðaratkvæðagreiðsla á næsta ári. Skotar greiddu atkvæði um sjálfstæði árið 2014, þá sögðu 55 prósent nei og 44,7 prósent já. Síðan þá hefur þó ýmislegt gerst og ber þar hæst að nefna Brexit, áætlaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Fastlega er gert ráð fyrir því að Boris Johnson takist að ljúka henni á næsta ári, eftir að hann tryggði sér meirihluta á breska þingingu eftir þingkosningarnar í síðustu viku. Meirihluti Skota er hins vegar mótfallinn Brexit en í Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2016 voru 62 prósent Skota mótfallnir Brexit, 38 prósent hlynntir. Útkoma kosninganna í Skotlandi. Skoski þjóðarflokkurinn fékk 48 af 59 þingsætum í Skotlandi.vísir Sturgeon og flokkur hennar, Skoski þjóðarflokkurinn, unnu stórsigur í bresku þingkosningunum í síðustu viku og skipa þingmenn flokksins nú 48 af 59 sætum Skotlands í neðri deild breska þingsins. Sturgeon hefur túlkað úrslitin sem skýrt umboð frá Skotum um að krefjast eigi nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. „Þetta eru kaflaskil í sögu Skotlands,“ sagði Sturgeon við þingmenn í dag. „Því mun ég í þessari viku stíga þau skref sem þarf til að tryggja rétt Skota á vali.“ Forsætisráðherra Bretlands hefur hins vegar þegar gefið út tilkynningu þess efnis að hann sé mótfallinn annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands.
Bretland Brexit Skotland Tengdar fréttir Boris Johnson andvígur þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur gert Nicola Sturgeon, leiðtoga skoska þjóðarflokksins, það ljóst að hann sé enn andvígur því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla í Skotlandi um sjálfstæði þess. 14. desember 2019 11:31 Sterk staða Johnsons eftir kosningarnar Boris Johnson verður áfram forsætisráðherra Bretlands eftir sigur Íhaldsflokksins í þingkosningum gærdagsins. Hann lofaði því í dag að klára útgöngumálið og má því búast við því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu í næsta mánuði. 13. desember 2019 18:45 „Skotland getur ekki verið fangelsað af Bretlandi“ Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, sagði að Skotland geti ekki verið fangelsað í Bretlandi gegn vilja þess af bresku ríkisstjórninni. 15. desember 2019 11:24 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Sjá meira
Boris Johnson andvígur þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur gert Nicola Sturgeon, leiðtoga skoska þjóðarflokksins, það ljóst að hann sé enn andvígur því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla í Skotlandi um sjálfstæði þess. 14. desember 2019 11:31
Sterk staða Johnsons eftir kosningarnar Boris Johnson verður áfram forsætisráðherra Bretlands eftir sigur Íhaldsflokksins í þingkosningum gærdagsins. Hann lofaði því í dag að klára útgöngumálið og má því búast við því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu í næsta mánuði. 13. desember 2019 18:45
„Skotland getur ekki verið fangelsað af Bretlandi“ Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, sagði að Skotland geti ekki verið fangelsað í Bretlandi gegn vilja þess af bresku ríkisstjórninni. 15. desember 2019 11:24