Pawel varpaði fram diffurjöfnu áður en tillaga Sjálfstæðisflokksins var felld Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. desember 2019 22:42 Pawel og diffurjafnan á borgarstjórnarfundi í dag. Vísir Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um áskorun til Alþingis um endurskoðun fjölda borgarfulltrúa var felld á fundi borgarstjórnar í kvöld. Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og borgarfulltrúi Viðreisnar, notaði diffurjöfnu í pontu, máli sínu til stuðnings, en hann hvatti borgarfulltrúa til að fella tillögu Sjálfstæðisflokksins. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að lagaákvæði um fjölda aðalmanna í sveitarstjórnum yrði endurskoðað í því skyni að borgarstjórn hefði sjálfdæmi um fjölda borgarfulltrúa. Borgarfulltrúum var fjölgað úr fimmtán í tuttugu og þrjá í fyrra. Pawel benti á í ræðu sinni í borgarstjórn í dag að borgarfulltrúar hefðu orðið fimmtán árið 1908 og það væri talan sem Sjálfstæðismenn horfðu nú aftur til. Árið 2014, þegar borgarfulltrúar voru enn fimmtán, hefði íbúafjöldi Reykjavíkur ellefufaldast frá því sem var 1908. Pawel sagði jafnframt að eðlilegt teldist að fjöldi kjörinna fulltrúa yxi með fjölda íbúa. Þá væri vöxturinn ekki línulegur. „Og út af því að ég er stærðfræðingur og hef alltaf langað að henda diffurjöfnu inn í umræðu í borgarstjórn þá nýti ég tækifærið,“ bætti Pawel við og varpaði diffurjöfnu upp á skjá í ráðhúsinu. Samkvæmt útreikningum Pawels ættu fulltrúar í sveitarstjórn að vera um það bil þriðjarót af íbúatölu. Máli sínu til stuðnings benti hann jafnframt á nokkrar borgir á Norðurlöndunum sem eru á stærð við Reykjavík, sem allar státa af töluvert fleiri kjörnum fulltrúum en hér hafa sæti. „Samanburður við önnur lönd bendir til þess að við erum alls ekki neitt sérstaklega útblásin þegar kemur að fjölda kjörinna fulltrúa,“ sagði Pawel. Þá kvaðst hann mótfallinn því að borgarfulltrúar réðu fjöldanum innan sinna raða sjálfir. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni.Vísir/Vilhelm Eins og áður segir var tillaga Sjálfstæðisflokksins felld á fundi borgarstjórnar í dag. Í fréttatilkynningu sem Sjálfstæðisflokkurinn sendi frá sér eftir fundinn er haft eftir Eyþóri Arnalds oddvita borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins að fjölgun borgarfulltrúa hafi ekki skilað því sem ætlað var. „Skilvirkni í borgarkerfinu hefur ekki aukist og ánægja með borgarkerfið er í sögulegu lágmarki, hvort sem horft er til þjónustumælinga Gallup eða traust til borgarstjórnar sem mælist lægra en traust til Alþingis.“ Þá hafi útgjöld borgarinnar vegna fjölgunar borgarfulltrúa verið talsvert hærri en áður var. Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Samþykkt að fjölga borgarfulltrúum í 23 Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag að fjöldi borgarfulltrúa frá og með næsta kjörtímabili yrði 23. 19. september 2017 18:04 Skiptar skoðanir á því hvort fjölga eigi borgarfulltrúum Borgarfulltrúar eru ekki á einu máli um hvort rétt sé að fjölga sætum í ráðhúsi Reykjavíkur fyrir slíka. 28. apríl 2017 07:00 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um áskorun til Alþingis um endurskoðun fjölda borgarfulltrúa var felld á fundi borgarstjórnar í kvöld. Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og borgarfulltrúi Viðreisnar, notaði diffurjöfnu í pontu, máli sínu til stuðnings, en hann hvatti borgarfulltrúa til að fella tillögu Sjálfstæðisflokksins. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að lagaákvæði um fjölda aðalmanna í sveitarstjórnum yrði endurskoðað í því skyni að borgarstjórn hefði sjálfdæmi um fjölda borgarfulltrúa. Borgarfulltrúum var fjölgað úr fimmtán í tuttugu og þrjá í fyrra. Pawel benti á í ræðu sinni í borgarstjórn í dag að borgarfulltrúar hefðu orðið fimmtán árið 1908 og það væri talan sem Sjálfstæðismenn horfðu nú aftur til. Árið 2014, þegar borgarfulltrúar voru enn fimmtán, hefði íbúafjöldi Reykjavíkur ellefufaldast frá því sem var 1908. Pawel sagði jafnframt að eðlilegt teldist að fjöldi kjörinna fulltrúa yxi með fjölda íbúa. Þá væri vöxturinn ekki línulegur. „Og út af því að ég er stærðfræðingur og hef alltaf langað að henda diffurjöfnu inn í umræðu í borgarstjórn þá nýti ég tækifærið,“ bætti Pawel við og varpaði diffurjöfnu upp á skjá í ráðhúsinu. Samkvæmt útreikningum Pawels ættu fulltrúar í sveitarstjórn að vera um það bil þriðjarót af íbúatölu. Máli sínu til stuðnings benti hann jafnframt á nokkrar borgir á Norðurlöndunum sem eru á stærð við Reykjavík, sem allar státa af töluvert fleiri kjörnum fulltrúum en hér hafa sæti. „Samanburður við önnur lönd bendir til þess að við erum alls ekki neitt sérstaklega útblásin þegar kemur að fjölda kjörinna fulltrúa,“ sagði Pawel. Þá kvaðst hann mótfallinn því að borgarfulltrúar réðu fjöldanum innan sinna raða sjálfir. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni.Vísir/Vilhelm Eins og áður segir var tillaga Sjálfstæðisflokksins felld á fundi borgarstjórnar í dag. Í fréttatilkynningu sem Sjálfstæðisflokkurinn sendi frá sér eftir fundinn er haft eftir Eyþóri Arnalds oddvita borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins að fjölgun borgarfulltrúa hafi ekki skilað því sem ætlað var. „Skilvirkni í borgarkerfinu hefur ekki aukist og ánægja með borgarkerfið er í sögulegu lágmarki, hvort sem horft er til þjónustumælinga Gallup eða traust til borgarstjórnar sem mælist lægra en traust til Alþingis.“ Þá hafi útgjöld borgarinnar vegna fjölgunar borgarfulltrúa verið talsvert hærri en áður var.
Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Samþykkt að fjölga borgarfulltrúum í 23 Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag að fjöldi borgarfulltrúa frá og með næsta kjörtímabili yrði 23. 19. september 2017 18:04 Skiptar skoðanir á því hvort fjölga eigi borgarfulltrúum Borgarfulltrúar eru ekki á einu máli um hvort rétt sé að fjölga sætum í ráðhúsi Reykjavíkur fyrir slíka. 28. apríl 2017 07:00 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Samþykkt að fjölga borgarfulltrúum í 23 Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag að fjöldi borgarfulltrúa frá og með næsta kjörtímabili yrði 23. 19. september 2017 18:04
Skiptar skoðanir á því hvort fjölga eigi borgarfulltrúum Borgarfulltrúar eru ekki á einu máli um hvort rétt sé að fjölga sætum í ráðhúsi Reykjavíkur fyrir slíka. 28. apríl 2017 07:00