Skáluðu fyrir nýrri Óðinsgötu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. desember 2019 18:30 Nýjar stofnlagnir snjóbræðslu eru í götu og gangstéttum á Óðinsgötu og greiðfærara er fyrir gangandi vegfarendur eftir breytingar. Eigendur og starfsfólk reksturs í götunni fagnaði opnun hennar í dag. Í maí á þessu ári hófust framkvæmdir á Óðinsgötu samkvæmt upplýsingum á vefsíðu borgarinnar. Í upphafi var gert ráð fyrir að endurgerð Óðinsgötu milli Skólavörðustígs og Freyjutorgi yrði lokið í í lok júní en það var svo föstudaginn 13. desember sem gatan var formlega opnuð. Guðrún Kristjánsdóttir annar eigandi Systrasamlagsins Rekstraraðilar við götuna fagnaði opnuninni í dag. Meðal þeirra var Guðrún Kristjánsdóttir annar eigandi Systrasamlagsins. „Við erum búin að vera eins og litlir krakkar að bíða eftir að hún opni. Við fögnum því mjög í dag og tökum jólin á þetta. Flæðið hefur gjörbreyst, þetta er stórkostleg gata. Ég skora hins vegar á borgaryfirvöld að gera nú betur næst,“ segir Guðrún. Guðmundur Jónsson annar eigandi Fasteignamarkaðarins. Guðmundur Jónsson eigandi Fasteignamarkaðarins er afar ánægður með breytinguna á götunni en hefði viljað sjá betri samskipti milli borgarinnar og hagsmunaaðila. „Ég held að borgin þurfi að læra að samskipti við hagsmunaaðila og íbúa á svæðinu þurfa að vera í lagi því það var algjört samskiptaleysi á meðan framkvæmdum stóð. Við þurftum alltaf að hafa frumkvæði að því að fá upplýsingar þaðan,“ segir Guðmundur. Ragnheiður Elísabet Þuríðardóttir einn eigandi Mengis. Eigendur Mengis þurftu um tíma að loka vegna framkvæmdanna í sumar og segja að löng bið sé loks á enda. Meðal þeirra er Ragnheiður Elísabet Þuríðardóttir. „Við þurftum að loka hjá okkur í þrjár vikur í júlí í fyrsta skipti í sex ára vegna aðgengismála. Þá þurfti að hætta við viðburði. En við fögnum að sjálfsögðu bættri og breyttri Óðinsgötu í dag,“ segir Ragnheiður. Ólafur Traustason sölumaður hjá Smekkleysu Ólafur Traustason sölumaður hjá Smekkleysu segir að það hafi verið svolítið einmannalegt hjá sér síðustu mánuði en nú horfi allt til betri vegar. „Þetta er alveg yndislegt, nú get ég labbað beint til og frá vinnu. Við vorum að reyna að koma fótunum fyrir hér en framkvæmdirnar höfðu þær áhrif að mun færri komu til okkar. Það er gaman núna að fá ferðamennina til að kíkja á okkur og kaupa sér Bjarkarbolina og fleira,“ segir Ólafur. Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Sundurgrafin Óðinsgata kemur í veg fyrir vöfflukaffi borgarstjóra Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hefur í gegnum árin haft það fyrir sið að bjóða borgarbúum í vöfflukaffi heima hjá sér á Óðinsgötu á Menningarnótt. 23. ágúst 2019 22:23 „Þetta er rugl og sorglegt“ segir rekstraraðili á Óðinsgötu um framgöngu borgarinnar Rekstraraðilar á Hverfisgötu og Óðinsgötu gagnrýna borgina harðlega fyrir samskiptaleysi og tafir á framkvæmdum á götunum. Óskað hefur verið eftir því að Samtök aðila í ferðaþjónustu beiti sér í málinu. 10. september 2019 18:45 Borgin ætlar að stórefla samráð og samskipti Hagsmunaaðilar á Óðinsgötu og Hverfisgötu hafa gagnrýnt borgina í fréttum okkar fyrir samráðsleysi, of litlar upplýsingar og frestanir á framkvæmdum í götunum. Framkvæmalokum við Óðinsgötu hefur verið frestað í þrígang og í gær kom í ljós að aftur þarf að fresta framkvæmdum þar til næstu mánaðamóta. 13. september 2019 22:30 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira
Nýjar stofnlagnir snjóbræðslu eru í götu og gangstéttum á Óðinsgötu og greiðfærara er fyrir gangandi vegfarendur eftir breytingar. Eigendur og starfsfólk reksturs í götunni fagnaði opnun hennar í dag. Í maí á þessu ári hófust framkvæmdir á Óðinsgötu samkvæmt upplýsingum á vefsíðu borgarinnar. Í upphafi var gert ráð fyrir að endurgerð Óðinsgötu milli Skólavörðustígs og Freyjutorgi yrði lokið í í lok júní en það var svo föstudaginn 13. desember sem gatan var formlega opnuð. Guðrún Kristjánsdóttir annar eigandi Systrasamlagsins Rekstraraðilar við götuna fagnaði opnuninni í dag. Meðal þeirra var Guðrún Kristjánsdóttir annar eigandi Systrasamlagsins. „Við erum búin að vera eins og litlir krakkar að bíða eftir að hún opni. Við fögnum því mjög í dag og tökum jólin á þetta. Flæðið hefur gjörbreyst, þetta er stórkostleg gata. Ég skora hins vegar á borgaryfirvöld að gera nú betur næst,“ segir Guðrún. Guðmundur Jónsson annar eigandi Fasteignamarkaðarins. Guðmundur Jónsson eigandi Fasteignamarkaðarins er afar ánægður með breytinguna á götunni en hefði viljað sjá betri samskipti milli borgarinnar og hagsmunaaðila. „Ég held að borgin þurfi að læra að samskipti við hagsmunaaðila og íbúa á svæðinu þurfa að vera í lagi því það var algjört samskiptaleysi á meðan framkvæmdum stóð. Við þurftum alltaf að hafa frumkvæði að því að fá upplýsingar þaðan,“ segir Guðmundur. Ragnheiður Elísabet Þuríðardóttir einn eigandi Mengis. Eigendur Mengis þurftu um tíma að loka vegna framkvæmdanna í sumar og segja að löng bið sé loks á enda. Meðal þeirra er Ragnheiður Elísabet Þuríðardóttir. „Við þurftum að loka hjá okkur í þrjár vikur í júlí í fyrsta skipti í sex ára vegna aðgengismála. Þá þurfti að hætta við viðburði. En við fögnum að sjálfsögðu bættri og breyttri Óðinsgötu í dag,“ segir Ragnheiður. Ólafur Traustason sölumaður hjá Smekkleysu Ólafur Traustason sölumaður hjá Smekkleysu segir að það hafi verið svolítið einmannalegt hjá sér síðustu mánuði en nú horfi allt til betri vegar. „Þetta er alveg yndislegt, nú get ég labbað beint til og frá vinnu. Við vorum að reyna að koma fótunum fyrir hér en framkvæmdirnar höfðu þær áhrif að mun færri komu til okkar. Það er gaman núna að fá ferðamennina til að kíkja á okkur og kaupa sér Bjarkarbolina og fleira,“ segir Ólafur.
Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Sundurgrafin Óðinsgata kemur í veg fyrir vöfflukaffi borgarstjóra Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hefur í gegnum árin haft það fyrir sið að bjóða borgarbúum í vöfflukaffi heima hjá sér á Óðinsgötu á Menningarnótt. 23. ágúst 2019 22:23 „Þetta er rugl og sorglegt“ segir rekstraraðili á Óðinsgötu um framgöngu borgarinnar Rekstraraðilar á Hverfisgötu og Óðinsgötu gagnrýna borgina harðlega fyrir samskiptaleysi og tafir á framkvæmdum á götunum. Óskað hefur verið eftir því að Samtök aðila í ferðaþjónustu beiti sér í málinu. 10. september 2019 18:45 Borgin ætlar að stórefla samráð og samskipti Hagsmunaaðilar á Óðinsgötu og Hverfisgötu hafa gagnrýnt borgina í fréttum okkar fyrir samráðsleysi, of litlar upplýsingar og frestanir á framkvæmdum í götunum. Framkvæmalokum við Óðinsgötu hefur verið frestað í þrígang og í gær kom í ljós að aftur þarf að fresta framkvæmdum þar til næstu mánaðamóta. 13. september 2019 22:30 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira
Sundurgrafin Óðinsgata kemur í veg fyrir vöfflukaffi borgarstjóra Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hefur í gegnum árin haft það fyrir sið að bjóða borgarbúum í vöfflukaffi heima hjá sér á Óðinsgötu á Menningarnótt. 23. ágúst 2019 22:23
„Þetta er rugl og sorglegt“ segir rekstraraðili á Óðinsgötu um framgöngu borgarinnar Rekstraraðilar á Hverfisgötu og Óðinsgötu gagnrýna borgina harðlega fyrir samskiptaleysi og tafir á framkvæmdum á götunum. Óskað hefur verið eftir því að Samtök aðila í ferðaþjónustu beiti sér í málinu. 10. september 2019 18:45
Borgin ætlar að stórefla samráð og samskipti Hagsmunaaðilar á Óðinsgötu og Hverfisgötu hafa gagnrýnt borgina í fréttum okkar fyrir samráðsleysi, of litlar upplýsingar og frestanir á framkvæmdum í götunum. Framkvæmalokum við Óðinsgötu hefur verið frestað í þrígang og í gær kom í ljós að aftur þarf að fresta framkvæmdum þar til næstu mánaðamóta. 13. september 2019 22:30