Í ljósi umræðunnar - Jarðstrengur við Sauðárkrók Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar 17. desember 2019 17:00 Öll erum við sammála um mikilvægi afhendingaröryggis á Sauðárkróki og þar með tvöfaldrar tengingar inn á svæðið. Við hjá Landsneti tökum undir bókun sveitarstjórnar Skagafjarðar þar sem lýst er yfir áhyggjum af stöðunni á svæðinu og að ráðist verði í uppbyggingu raforkukerfisins á Norðurlandi án tafar. Í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sunnudaginn 15. desember gagnrýndi sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Sigfús Ingi Sigfússon, okkur hjá Landsneti og taldi að fyrirtækið hefði dregið lappirnar við uppbyggingu flutningskerfis í sveitarfélaginu. Við þessu brást Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets með því að benda á að breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna framkvæmdanna hafi tekið of langan tíma. Í kerfisáætlun Landsnets árið 2015 var tekin ákvörðun um lagningu jarðstrengs frá Varmahlíð að tengivirkinu á Sauðárkróki ásamt stækkun spennistöðva. Í áætluninni var gert ráð fyrir að framkvæmdir yrðu á árinu 2018. Við undirbúning framkvæmdanna árið 2016 óskaði sveitarfélagið eftir því við Landsnet að tengivirki yrði fært þar sem staðsetning þess á samþykktu skipulagi væri of nálægt íbúðabyggð. Eftir viðræður milli sveitarfélagsins, RARIK og Landsnets var fallist á nýja staðsetningu tengivirkisins. Í kjölfarið hófst vinna við að velja nýja leið fyrir jarðstrengi og staðsetja tengivirki á nýrri lóð í samvinnu við starfsmenn sveitarfélagsins. Þann 17. janúar 2017 var beiðni send skipulags- og byggingarfulltrúa um að lokið yrði við breytingu á aðalskipulagi í samræmi við nýja strengleið. Unnið var að undirbúningi verksins samhliða leyfisveitingaferlinu en áætlað var að framkvæmdir gætu hafist vorið 2018 og þeim lyki síðsumars 2019. Farið var í útboð á jarðstreng síðla árs 2017, samið um innkaup um áramótin 2017-2018 og var jarðstrengurinn kominn til landsins vorið 2018. Þar sem staðfesting sveitarstjórnar á aðalskipulagi hafði ekki borist var verkefnið stöðvað. Þann 24. apríl 2019 staðfesti sveitarstjórn aðalskipulagið og sendi það Skipulagsstofnun til staðfestingar. Staðfesting Skipulagsstofnunar barst sveitarfélaginu þann 19. júní 2019 og var hún auglýst í Stjórnartíðindum í kjölfarið. Tilboð í jarðvinnu og lagningu strengsins voru opnuð þann 20. júní 2019 eða daginn eftir staðfestingu Skipulagsstofnunar. Umsókn um framkvæmdaleyfi var send sveitarfélaginu 26. júní 2019 og gefið út 25. júlí 2019. Unnið var að niðurlagningu strengsins eins lengi og veður leyfði nú í vetur auk þess sem unnið var að byggingu húsa fyrir tengivirki á báðum stöðum. Við hjá Landsneti höfum lagt mikla áherslu á samtal og samráð undanfarin ár þegar kemur að verkefnum sem við erum að framkvæma eða hefja framkvæmdir á. Fyrir okkur skiptir máli að eiga í stöðugu samtali við hagsmunaaðila sem byggist á hreinskilni, ábyrgð, víðsýni, gagnkvæmri virðingu og samstarfsvilja.Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óveður 10. og 11. desember 2019 Skagafjörður Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Öll erum við sammála um mikilvægi afhendingaröryggis á Sauðárkróki og þar með tvöfaldrar tengingar inn á svæðið. Við hjá Landsneti tökum undir bókun sveitarstjórnar Skagafjarðar þar sem lýst er yfir áhyggjum af stöðunni á svæðinu og að ráðist verði í uppbyggingu raforkukerfisins á Norðurlandi án tafar. Í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sunnudaginn 15. desember gagnrýndi sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Sigfús Ingi Sigfússon, okkur hjá Landsneti og taldi að fyrirtækið hefði dregið lappirnar við uppbyggingu flutningskerfis í sveitarfélaginu. Við þessu brást Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets með því að benda á að breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna framkvæmdanna hafi tekið of langan tíma. Í kerfisáætlun Landsnets árið 2015 var tekin ákvörðun um lagningu jarðstrengs frá Varmahlíð að tengivirkinu á Sauðárkróki ásamt stækkun spennistöðva. Í áætluninni var gert ráð fyrir að framkvæmdir yrðu á árinu 2018. Við undirbúning framkvæmdanna árið 2016 óskaði sveitarfélagið eftir því við Landsnet að tengivirki yrði fært þar sem staðsetning þess á samþykktu skipulagi væri of nálægt íbúðabyggð. Eftir viðræður milli sveitarfélagsins, RARIK og Landsnets var fallist á nýja staðsetningu tengivirkisins. Í kjölfarið hófst vinna við að velja nýja leið fyrir jarðstrengi og staðsetja tengivirki á nýrri lóð í samvinnu við starfsmenn sveitarfélagsins. Þann 17. janúar 2017 var beiðni send skipulags- og byggingarfulltrúa um að lokið yrði við breytingu á aðalskipulagi í samræmi við nýja strengleið. Unnið var að undirbúningi verksins samhliða leyfisveitingaferlinu en áætlað var að framkvæmdir gætu hafist vorið 2018 og þeim lyki síðsumars 2019. Farið var í útboð á jarðstreng síðla árs 2017, samið um innkaup um áramótin 2017-2018 og var jarðstrengurinn kominn til landsins vorið 2018. Þar sem staðfesting sveitarstjórnar á aðalskipulagi hafði ekki borist var verkefnið stöðvað. Þann 24. apríl 2019 staðfesti sveitarstjórn aðalskipulagið og sendi það Skipulagsstofnun til staðfestingar. Staðfesting Skipulagsstofnunar barst sveitarfélaginu þann 19. júní 2019 og var hún auglýst í Stjórnartíðindum í kjölfarið. Tilboð í jarðvinnu og lagningu strengsins voru opnuð þann 20. júní 2019 eða daginn eftir staðfestingu Skipulagsstofnunar. Umsókn um framkvæmdaleyfi var send sveitarfélaginu 26. júní 2019 og gefið út 25. júlí 2019. Unnið var að niðurlagningu strengsins eins lengi og veður leyfði nú í vetur auk þess sem unnið var að byggingu húsa fyrir tengivirki á báðum stöðum. Við hjá Landsneti höfum lagt mikla áherslu á samtal og samráð undanfarin ár þegar kemur að verkefnum sem við erum að framkvæma eða hefja framkvæmdir á. Fyrir okkur skiptir máli að eiga í stöðugu samtali við hagsmunaaðila sem byggist á hreinskilni, ábyrgð, víðsýni, gagnkvæmri virðingu og samstarfsvilja.Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun