Rússar og Kínverjar vilja fella niður þvinganir gegn Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2019 10:54 Ríkisstjórn Kim JOng Un hefur gefið Bandaríkjunum frest til áramóta til að koma til móts við þá. Sendiherra ríkisins gagnvart Sameinuðu þjóðunum sagði í síðustu viku að afvopnun yrði ekki til umræðu. EPA/KCNA Erindrekar Kína og Rússlands í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafa samið tillögu sem snýr að því að fella niður viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Þvinganir á útflutningi sjávarfangs og vefnaðarvörum yrðu felldar niður ef tillagan verður samþykkt og bann við því að íbúar Norður-Kóreu vinni erlendis. Rússar segja tillöguna miða að því að fá Norður-Kóreu aftur að samningaborðinu vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlana ríkisins. Blaðamenn Reuters fréttaveitunnar hafa séð uppkast af tillögunni en ekki er víst að hún verði lögð fyrir öryggisráðið, þar sem Bandaríkin eru andsnúin henni.Vassily Nebenzia, sendiherra Rússlands gagnvart Sameinuðu þjóðunum, segir umrædda iðnaði ekki koma að kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu, heldur snúi tillagan að mannréttindum. Rússar og Kínverjar hafa kallað eftir því að verðlauna ætti Norður-Kóreu eftir að Kim Jong Un, einræðisherra ríkisins, hét því í fyrra að vinna að afvopnun. Norður-Kórea hefur þó ítrekað heitið aðgerðum í stað ívilnana og ekki staðið við það. Þvinganir gegn þeim iðnöðum sem nefndir eru hér að ofan voru settar árið 2017 og var markmiðið að hefta aðgang yfirvalda Norður-Kóreu að fjármagni sem nýtt er í vopnaáætlanir ríkisins. Ríkið þénaði hundruð milljóna dala á þeim. Rannsókn Sameinuðu þjóðanna árið 2015 leiddi í ljós að yfirvöld Norður-Kóreu þvinguðu rúmlega 50 þúsund manns til að vinna erlendis og þá aðallega í Rússlandi og Kína og við slæmar aðstæður. Þannig kæmi einræðisríkið höndum yfir erlendan gjaldeyri. Á þessu þénaði Norður-Kórea allt að 2,3 milljarða dala á ári. Ótímabært að létta á þrýstingi Embættismaður í Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði ótímabært að vella niður viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu, á sama tíma og einræðisríkið hótaði öðrum, neitaði að koma að samningaborðinu og hélt áfram tilraunum sínum og þróun gereyðingarvopna og eldflauga. Norður-Kórea hætti öllum viðræðum og vill losna undna þvingunum áður en viðræðurnar hefjast að nýju. Það vilja Bandaríkin, Bretland og Frakkland ekki og segja Norður-Kóreu þurfa að grípa til aðgerða varðandi afvopnun áður. Christoph Heusgen, sendiherra Þýskalands, sagði í gær að mikilvægt væri að meðlimir öryggisráðsins sýndu einingu. Ríkisstjórn Kim hefur gefið Bandaríkjunum frest til áramóta til að koma til móts við þá. Sendiherra ríkisins gagnvart Sameinuðu þjóðunum sagði í síðustu viku að afvopnun yrði ekki til umræðu. Á alþjóðavísu eru áhyggjur um að Norður-Kórea muni gera kjarnorkusprengjutilraunir eða tilraunir með langdrægar eldflaugar en ríkið er talið hafa prófað eldflaugahreyfla að undanförnu. Bandaríkin Kína Norður-Kórea Rússland Tengdar fréttir Stakk upp á því að íbúar Seoul yrðu fluttir um set Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lagði til að fundi í Hvíta húsinu að allir íbúar Seoul, höfuðborgar Suður-Kóreu, yrðu færðir um set. Þetta á forsetinn að hafa gert þegar spennan á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu var hvað mest snemma í forsetatíð hans. 13. desember 2019 15:25 Norður-Kórea segir afvopnun hafa verið slegna út af borðinu Kim Song, sendiherra Norður-Kóreu gagnvart Sameinuðu þjóðunum gaf út í dag að kjarnorkuafvopnun ríkisins hafi verið slegin út af samningaborðinu og væri ekki lengur til umræðu. Í ljósi þess væri engin þörf fyrir að frekari samningaviðræður við Bandaríkjamenn. 7. desember 2019 23:00 Eldflaugum skotið frá Norður-Kóreu Það er í þrettánda sinn á árinu sem ríkisstjórn Norður-Kóreu gerir tilraun með eldflaugar í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 28. nóvember 2019 09:07 Kim lofar Bandaríkjamönnum jólagjöf Nú styttist óðfluga í að sá frestur sem Norður-Kóreustjórn gaf Bandaríkjunum til þess að klára viðræður um kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans renni út. Einræðisherra Norður-Kóreu lofar jólagjöf, náist ekki samkomulag. 4. desember 2019 17:41 Kalla Trump ruglaðan gamlan mann Lítið hefur verið um móðganir sem þessar á undanförnum mánuðum í kjölfar funda Trump og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. 9. desember 2019 15:50 Enn ein vopna-tilraunin gerð í Norður-Kóreu Yfirvöld Norður-Kóreu héldu fram í dag að mikilvæg tilraun hafi verið framkvæmd í gær varðandi kjarnorkuvopnaáætlun einræðisríkisins. 14. desember 2019 17:27 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Erindrekar Kína og Rússlands í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafa samið tillögu sem snýr að því að fella niður viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Þvinganir á útflutningi sjávarfangs og vefnaðarvörum yrðu felldar niður ef tillagan verður samþykkt og bann við því að íbúar Norður-Kóreu vinni erlendis. Rússar segja tillöguna miða að því að fá Norður-Kóreu aftur að samningaborðinu vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlana ríkisins. Blaðamenn Reuters fréttaveitunnar hafa séð uppkast af tillögunni en ekki er víst að hún verði lögð fyrir öryggisráðið, þar sem Bandaríkin eru andsnúin henni.Vassily Nebenzia, sendiherra Rússlands gagnvart Sameinuðu þjóðunum, segir umrædda iðnaði ekki koma að kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu, heldur snúi tillagan að mannréttindum. Rússar og Kínverjar hafa kallað eftir því að verðlauna ætti Norður-Kóreu eftir að Kim Jong Un, einræðisherra ríkisins, hét því í fyrra að vinna að afvopnun. Norður-Kórea hefur þó ítrekað heitið aðgerðum í stað ívilnana og ekki staðið við það. Þvinganir gegn þeim iðnöðum sem nefndir eru hér að ofan voru settar árið 2017 og var markmiðið að hefta aðgang yfirvalda Norður-Kóreu að fjármagni sem nýtt er í vopnaáætlanir ríkisins. Ríkið þénaði hundruð milljóna dala á þeim. Rannsókn Sameinuðu þjóðanna árið 2015 leiddi í ljós að yfirvöld Norður-Kóreu þvinguðu rúmlega 50 þúsund manns til að vinna erlendis og þá aðallega í Rússlandi og Kína og við slæmar aðstæður. Þannig kæmi einræðisríkið höndum yfir erlendan gjaldeyri. Á þessu þénaði Norður-Kórea allt að 2,3 milljarða dala á ári. Ótímabært að létta á þrýstingi Embættismaður í Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði ótímabært að vella niður viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu, á sama tíma og einræðisríkið hótaði öðrum, neitaði að koma að samningaborðinu og hélt áfram tilraunum sínum og þróun gereyðingarvopna og eldflauga. Norður-Kórea hætti öllum viðræðum og vill losna undna þvingunum áður en viðræðurnar hefjast að nýju. Það vilja Bandaríkin, Bretland og Frakkland ekki og segja Norður-Kóreu þurfa að grípa til aðgerða varðandi afvopnun áður. Christoph Heusgen, sendiherra Þýskalands, sagði í gær að mikilvægt væri að meðlimir öryggisráðsins sýndu einingu. Ríkisstjórn Kim hefur gefið Bandaríkjunum frest til áramóta til að koma til móts við þá. Sendiherra ríkisins gagnvart Sameinuðu þjóðunum sagði í síðustu viku að afvopnun yrði ekki til umræðu. Á alþjóðavísu eru áhyggjur um að Norður-Kórea muni gera kjarnorkusprengjutilraunir eða tilraunir með langdrægar eldflaugar en ríkið er talið hafa prófað eldflaugahreyfla að undanförnu.
Bandaríkin Kína Norður-Kórea Rússland Tengdar fréttir Stakk upp á því að íbúar Seoul yrðu fluttir um set Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lagði til að fundi í Hvíta húsinu að allir íbúar Seoul, höfuðborgar Suður-Kóreu, yrðu færðir um set. Þetta á forsetinn að hafa gert þegar spennan á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu var hvað mest snemma í forsetatíð hans. 13. desember 2019 15:25 Norður-Kórea segir afvopnun hafa verið slegna út af borðinu Kim Song, sendiherra Norður-Kóreu gagnvart Sameinuðu þjóðunum gaf út í dag að kjarnorkuafvopnun ríkisins hafi verið slegin út af samningaborðinu og væri ekki lengur til umræðu. Í ljósi þess væri engin þörf fyrir að frekari samningaviðræður við Bandaríkjamenn. 7. desember 2019 23:00 Eldflaugum skotið frá Norður-Kóreu Það er í þrettánda sinn á árinu sem ríkisstjórn Norður-Kóreu gerir tilraun með eldflaugar í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 28. nóvember 2019 09:07 Kim lofar Bandaríkjamönnum jólagjöf Nú styttist óðfluga í að sá frestur sem Norður-Kóreustjórn gaf Bandaríkjunum til þess að klára viðræður um kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans renni út. Einræðisherra Norður-Kóreu lofar jólagjöf, náist ekki samkomulag. 4. desember 2019 17:41 Kalla Trump ruglaðan gamlan mann Lítið hefur verið um móðganir sem þessar á undanförnum mánuðum í kjölfar funda Trump og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. 9. desember 2019 15:50 Enn ein vopna-tilraunin gerð í Norður-Kóreu Yfirvöld Norður-Kóreu héldu fram í dag að mikilvæg tilraun hafi verið framkvæmd í gær varðandi kjarnorkuvopnaáætlun einræðisríkisins. 14. desember 2019 17:27 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Stakk upp á því að íbúar Seoul yrðu fluttir um set Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lagði til að fundi í Hvíta húsinu að allir íbúar Seoul, höfuðborgar Suður-Kóreu, yrðu færðir um set. Þetta á forsetinn að hafa gert þegar spennan á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu var hvað mest snemma í forsetatíð hans. 13. desember 2019 15:25
Norður-Kórea segir afvopnun hafa verið slegna út af borðinu Kim Song, sendiherra Norður-Kóreu gagnvart Sameinuðu þjóðunum gaf út í dag að kjarnorkuafvopnun ríkisins hafi verið slegin út af samningaborðinu og væri ekki lengur til umræðu. Í ljósi þess væri engin þörf fyrir að frekari samningaviðræður við Bandaríkjamenn. 7. desember 2019 23:00
Eldflaugum skotið frá Norður-Kóreu Það er í þrettánda sinn á árinu sem ríkisstjórn Norður-Kóreu gerir tilraun með eldflaugar í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 28. nóvember 2019 09:07
Kim lofar Bandaríkjamönnum jólagjöf Nú styttist óðfluga í að sá frestur sem Norður-Kóreustjórn gaf Bandaríkjunum til þess að klára viðræður um kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans renni út. Einræðisherra Norður-Kóreu lofar jólagjöf, náist ekki samkomulag. 4. desember 2019 17:41
Kalla Trump ruglaðan gamlan mann Lítið hefur verið um móðganir sem þessar á undanförnum mánuðum í kjölfar funda Trump og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. 9. desember 2019 15:50
Enn ein vopna-tilraunin gerð í Norður-Kóreu Yfirvöld Norður-Kóreu héldu fram í dag að mikilvæg tilraun hafi verið framkvæmd í gær varðandi kjarnorkuvopnaáætlun einræðisríkisins. 14. desember 2019 17:27