Mælti loks fyrir fjölmiðlafrumvarpinu eftir erfiða meðferð í ríkisstjórn Eiður Þór Árnason skrifar 16. desember 2019 23:00 Strangar kröfur eru gerðar til upplýsingaskyldu um eignarhald þeirra fjölmiðla sem sækja um stuðning. Vísir/vilhelm Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mælti í kvöld fyrir breytingum á lögum um fjölmiðla á Alþingi. Verði frumvarp hennar samþykkt geta einkareknir fjölmiðlar átt rétt á stuðningi frá hinu opinbera að uppfylltum skilyrðum. Stuðningurinn myndi annars vegar birtast í formi 18% endurgreiðslu á launakostnaði fjölmiðla vegna ritstjórnarstarfa og hins vegar í sérstökum 4% stuðningi sem tæki einnig mið af launakostnaði. Skiptar skoðanir um frumvarpið Fjölmiðlafrumvarp Lilju hefur átt sér langan aðdraganda innan ríkisstjórnarinnar og hefur þó nokkuð borið á andstöðu við frumvarpið innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. „Það er óhætt að segja að það eru skiptar skoðanir um þessi efni,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, fyrr í mánuðinum þegar hann var spurður hvort einhverjir í þingflokknum hafi lagst alfarið gegn þeim beinu endurgreiðslum sem gert er ráð fyrir í frumvarpi Lilju. „Þar eru að togast á sjónarmið um það hvernig við tryggjum Ríkisútvarpinu eðlilega umgjörð til þess að það geti rækt þetta mikilvæga hlutverk sem það á að sinna á sama tíma og við sköpum sem eðlilegust starfskilyrði fyrir einkarekna fjölmiðla í landinu.“ Sjálfur sagðist Bjarni heldur hafa viljað fara í „almennari aðgerðir“ en beinar endurgreiðslur til fjölmiðla. Tekið miklum breytingum Samkvæmt þingmálaskrá var miðað við að frumvarpinu yrði dreift á Alþingi í september en það var loks lagt fram á Alþingi fyrir tíu dögum síðan. Var óvíst hvort að frumvarpið fengi afgreiðslu fyrir jólafrí. Annan desember síðastliðinn sagði Bjarni Benediktsson að það væri „algjörlega útilokað að klára þetta mál fyrir jól.“Frumvarpið hefur tekið miklum breytingum í meðferð ríkisstjórnarinnar en í fyrra frumvarpi mennta- og menningarmálaráðherra var til að mynda gert ráð fyrir 25% endurgreiðslu á ákveðnum rekstrarkostnaði fjölmiðla en nú hefur sú tala verið lækkuð í 18%. Áfram er þó gert ráð fyrir að hámarksfjárhæð endurgreiðslna verði 50 milljónir á ári fyrir hvern fjölmiðil. Í sumar var greint frá því að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafi lagt mikla áherslu á að fjölmiðlafrumvarpið tæki verulegum breytingum áður en það væri lagt fram að nýju á haustþingi. Þá hafa sumir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sagst vilja leggja meiri áherslu á að endurskoða stöðu RÚV á samkeppnismarkaði til styrkja stöðu einkarekinna fjölmiðla. Ætlað að efla fjölmiðla Markmið frumvarpsins er sagt vera að efla einkarekna fjölmiðla, styðja við og efla útgáfu á fréttum, fréttatengdu efni og umfjöllun um samfélagsleg málefni. Í máli Lilju á þinginu í kvöld kom fram að í frumvarpinu væri gert ráð fyrir að heimilt væri að veita einkareknum fjölmiðlum fjárhagslegan stuðning sem felist í því að endurgreiða þeim hluta þess kostnaðar sem fellur við til að afla og miðla slíku efni. Sagði hún einnig að gert væri ráð fyrir því að stuðningurinn muni efla blaðamennsku, vandaðan fréttaflutning og upplýsta umræðu, ásamt því að styðja við málstefnu íslenskra stjórnvalda. Ef frumvarpið er samþykkt fyrir jólafrí er gert ráð fyrri því að lögin taki gildi þann 1. janúar næstkomandi. Næst verður málinu vísað til allsherjar- og menntamálanefndar þingsins eftir að fyrstu umræðu þess lýkur. Alþingi Fjölmiðlar Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Tvísýnt um hvort fjölmiðlafrumvarp komist á dagskrá fyrir jól Fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra var á dagskrá Alþingis á mánudaginn en var tekið af dagskrá eftir að stjórnarandstaðan greip á það ráð að sniðganga atkvæðagreiðslur. 11. desember 2019 13:24 Bjarni segist vilja öflugt og sjálfstætt Ríkisútvarp Þrátt fyrir að formaður Sjálfstæðisflokksins telji að endurskoða þurfi stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði segist hann þó ekki vilja draga jaxlana úr stofnuninni. 13. desember 2019 09:25 Strangar kröfur gerðar til upplýsingaskyldu um eignarhald á fjölmiðlum Ríkar kröfur eru gerðar til upplýsingaskyldu um eignarhald á fjölmiðlum sæki þeir um endurgreiðslu vegna hluta kostnaðar við rekstur. 7. desember 2019 12:04 Mælt fyrir fjölmiðlafrumvarpinu fyrir jól Þingflokkar stjórnar- og stjórnarandstöðu hafa komist að samkomulagi um lok þingfunda fyrir áramót. 13. desember 2019 11:23 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mælti í kvöld fyrir breytingum á lögum um fjölmiðla á Alþingi. Verði frumvarp hennar samþykkt geta einkareknir fjölmiðlar átt rétt á stuðningi frá hinu opinbera að uppfylltum skilyrðum. Stuðningurinn myndi annars vegar birtast í formi 18% endurgreiðslu á launakostnaði fjölmiðla vegna ritstjórnarstarfa og hins vegar í sérstökum 4% stuðningi sem tæki einnig mið af launakostnaði. Skiptar skoðanir um frumvarpið Fjölmiðlafrumvarp Lilju hefur átt sér langan aðdraganda innan ríkisstjórnarinnar og hefur þó nokkuð borið á andstöðu við frumvarpið innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. „Það er óhætt að segja að það eru skiptar skoðanir um þessi efni,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, fyrr í mánuðinum þegar hann var spurður hvort einhverjir í þingflokknum hafi lagst alfarið gegn þeim beinu endurgreiðslum sem gert er ráð fyrir í frumvarpi Lilju. „Þar eru að togast á sjónarmið um það hvernig við tryggjum Ríkisútvarpinu eðlilega umgjörð til þess að það geti rækt þetta mikilvæga hlutverk sem það á að sinna á sama tíma og við sköpum sem eðlilegust starfskilyrði fyrir einkarekna fjölmiðla í landinu.“ Sjálfur sagðist Bjarni heldur hafa viljað fara í „almennari aðgerðir“ en beinar endurgreiðslur til fjölmiðla. Tekið miklum breytingum Samkvæmt þingmálaskrá var miðað við að frumvarpinu yrði dreift á Alþingi í september en það var loks lagt fram á Alþingi fyrir tíu dögum síðan. Var óvíst hvort að frumvarpið fengi afgreiðslu fyrir jólafrí. Annan desember síðastliðinn sagði Bjarni Benediktsson að það væri „algjörlega útilokað að klára þetta mál fyrir jól.“Frumvarpið hefur tekið miklum breytingum í meðferð ríkisstjórnarinnar en í fyrra frumvarpi mennta- og menningarmálaráðherra var til að mynda gert ráð fyrir 25% endurgreiðslu á ákveðnum rekstrarkostnaði fjölmiðla en nú hefur sú tala verið lækkuð í 18%. Áfram er þó gert ráð fyrir að hámarksfjárhæð endurgreiðslna verði 50 milljónir á ári fyrir hvern fjölmiðil. Í sumar var greint frá því að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafi lagt mikla áherslu á að fjölmiðlafrumvarpið tæki verulegum breytingum áður en það væri lagt fram að nýju á haustþingi. Þá hafa sumir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sagst vilja leggja meiri áherslu á að endurskoða stöðu RÚV á samkeppnismarkaði til styrkja stöðu einkarekinna fjölmiðla. Ætlað að efla fjölmiðla Markmið frumvarpsins er sagt vera að efla einkarekna fjölmiðla, styðja við og efla útgáfu á fréttum, fréttatengdu efni og umfjöllun um samfélagsleg málefni. Í máli Lilju á þinginu í kvöld kom fram að í frumvarpinu væri gert ráð fyrir að heimilt væri að veita einkareknum fjölmiðlum fjárhagslegan stuðning sem felist í því að endurgreiða þeim hluta þess kostnaðar sem fellur við til að afla og miðla slíku efni. Sagði hún einnig að gert væri ráð fyrir því að stuðningurinn muni efla blaðamennsku, vandaðan fréttaflutning og upplýsta umræðu, ásamt því að styðja við málstefnu íslenskra stjórnvalda. Ef frumvarpið er samþykkt fyrir jólafrí er gert ráð fyrri því að lögin taki gildi þann 1. janúar næstkomandi. Næst verður málinu vísað til allsherjar- og menntamálanefndar þingsins eftir að fyrstu umræðu þess lýkur.
Alþingi Fjölmiðlar Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Tvísýnt um hvort fjölmiðlafrumvarp komist á dagskrá fyrir jól Fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra var á dagskrá Alþingis á mánudaginn en var tekið af dagskrá eftir að stjórnarandstaðan greip á það ráð að sniðganga atkvæðagreiðslur. 11. desember 2019 13:24 Bjarni segist vilja öflugt og sjálfstætt Ríkisútvarp Þrátt fyrir að formaður Sjálfstæðisflokksins telji að endurskoða þurfi stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði segist hann þó ekki vilja draga jaxlana úr stofnuninni. 13. desember 2019 09:25 Strangar kröfur gerðar til upplýsingaskyldu um eignarhald á fjölmiðlum Ríkar kröfur eru gerðar til upplýsingaskyldu um eignarhald á fjölmiðlum sæki þeir um endurgreiðslu vegna hluta kostnaðar við rekstur. 7. desember 2019 12:04 Mælt fyrir fjölmiðlafrumvarpinu fyrir jól Þingflokkar stjórnar- og stjórnarandstöðu hafa komist að samkomulagi um lok þingfunda fyrir áramót. 13. desember 2019 11:23 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Sjá meira
Tvísýnt um hvort fjölmiðlafrumvarp komist á dagskrá fyrir jól Fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra var á dagskrá Alþingis á mánudaginn en var tekið af dagskrá eftir að stjórnarandstaðan greip á það ráð að sniðganga atkvæðagreiðslur. 11. desember 2019 13:24
Bjarni segist vilja öflugt og sjálfstætt Ríkisútvarp Þrátt fyrir að formaður Sjálfstæðisflokksins telji að endurskoða þurfi stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði segist hann þó ekki vilja draga jaxlana úr stofnuninni. 13. desember 2019 09:25
Strangar kröfur gerðar til upplýsingaskyldu um eignarhald á fjölmiðlum Ríkar kröfur eru gerðar til upplýsingaskyldu um eignarhald á fjölmiðlum sæki þeir um endurgreiðslu vegna hluta kostnaðar við rekstur. 7. desember 2019 12:04
Mælt fyrir fjölmiðlafrumvarpinu fyrir jól Þingflokkar stjórnar- og stjórnarandstöðu hafa komist að samkomulagi um lok þingfunda fyrir áramót. 13. desember 2019 11:23
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent