Tekist á um „svanga huldumenn“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. desember 2019 17:55 Matarkostnadur á borgarstjórnarfundum hefur verið í brennidepli. Vísir/Vilhelm Hart var tekist á um kostnað við hvern borgarstjórnarfund á fundi forsætisnefndar fyrir helgi. Á fundinum voru lögð fram gögn sem sýna að borgin gæti sparað sér 156 þúsund krónur í matarkostnað á hvern borgarstjórnarfund standi fundurinn ekki lengur en til sex á kvöldin. RÚV greindi fyrst frá. Það vakti mikla athygli þegar greint var frá því að matarkostnaður á borgarstjórnum væri 360 þúsund krónu á fund. Byggðist fréttaflutningur þess efnis á svörum frá fjármála- og áhættustýringarsviði borgarinnar við fyrirspurn Pawels Partoszek, forseta borgarstjórnar.Í ljós kom þó síðar að mistök höfðu verið gerð í útreikningum, meðalmatarkostnaður væri í raun 208 þúsund krónur. Á fundi forsætisnefndar á föstudaginn var fjallað um málið og virðist hafa verið hart tekist á um það, ef marka má fundargerð fundarins.Í svari frá fjármála- og áhættustýringarsviði borgarinnar, sem lagt voru fram á fundinum, kemur fram að ef borgarstjórnarfundir stæðu skemur en til klukkan sex á kvöldin myndi sparast kostnaður vegna kvöldmatar, um 156 þúsund krónur á hvern fund. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksin.Vísir/Vilhelm Sagðist ekki hafa séð „alla þessa „svöngu huldumenn“ sem borða matinn“ Í bókun Vigdísar Hauksdóttur, fulltrúa Miðflokksins í forsætisnefnd, segist hún ekki hafa fengið skýr svör um það hverjir það séu sem njóti veitinga á borgarstjórnarfundum en komið hefur fram að þeir séu fleiri en borgarfulltrúarnir 23. „Miðað við svör meirihlutans eru jafnmargir eða fleiri starfsmenn að neyta veitinga á þessum fundum. Borgarfulltrúi Miðflokksins hefur ekki séð alla þessa „svöngu huldumenn“ sem borða matinn,“ bókaði Vigdís. Þá sakaði hún borgarstjórnarmeirihlutann um að hafa pantað hinar uppfærðu tölur þar sem fram kom að matarkostnaðurinn væri lægri en áður hafði komið fram. Þessu vísuðu fulltrúar meirihlutans í forsætisnefnd alfarið á bug. „Fulltrúar meirihlutans furða sig á þeirri ásökun að hér sé um reikningskúnstir meirihlutans að ræða og varpa því fullkomlega á bug að það væri mögulegt að panta með einhverjum hætti rangar kostnaðartölur og jafnframt er það fjarstæðukennt að nokkur skrifstofa borgarinnar myndi viljandi taka þátt í því að leggja fram rangar tölur,“ segir í bókun þeirra. Borgarstjórn Tengdar fréttir Mistök við útreikning matarkostnaðar Mistök voru gerð í útreikningi á matskostnaði á fundum borgarstjórnar með þeim afleiðingum að kostnaðurinn var ofreiknaður. 3. desember 2019 17:44 Borgarstjórn gæðir sér á önd í Ráðhúsinu Borgarfulltrúar Reykjavíkur gæddu sér á önd í kvöldmatnum í kvöld 3. desember 2019 19:23 Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Sjá meira
Hart var tekist á um kostnað við hvern borgarstjórnarfund á fundi forsætisnefndar fyrir helgi. Á fundinum voru lögð fram gögn sem sýna að borgin gæti sparað sér 156 þúsund krónur í matarkostnað á hvern borgarstjórnarfund standi fundurinn ekki lengur en til sex á kvöldin. RÚV greindi fyrst frá. Það vakti mikla athygli þegar greint var frá því að matarkostnaður á borgarstjórnum væri 360 þúsund krónu á fund. Byggðist fréttaflutningur þess efnis á svörum frá fjármála- og áhættustýringarsviði borgarinnar við fyrirspurn Pawels Partoszek, forseta borgarstjórnar.Í ljós kom þó síðar að mistök höfðu verið gerð í útreikningum, meðalmatarkostnaður væri í raun 208 þúsund krónur. Á fundi forsætisnefndar á föstudaginn var fjallað um málið og virðist hafa verið hart tekist á um það, ef marka má fundargerð fundarins.Í svari frá fjármála- og áhættustýringarsviði borgarinnar, sem lagt voru fram á fundinum, kemur fram að ef borgarstjórnarfundir stæðu skemur en til klukkan sex á kvöldin myndi sparast kostnaður vegna kvöldmatar, um 156 þúsund krónur á hvern fund. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksin.Vísir/Vilhelm Sagðist ekki hafa séð „alla þessa „svöngu huldumenn“ sem borða matinn“ Í bókun Vigdísar Hauksdóttur, fulltrúa Miðflokksins í forsætisnefnd, segist hún ekki hafa fengið skýr svör um það hverjir það séu sem njóti veitinga á borgarstjórnarfundum en komið hefur fram að þeir séu fleiri en borgarfulltrúarnir 23. „Miðað við svör meirihlutans eru jafnmargir eða fleiri starfsmenn að neyta veitinga á þessum fundum. Borgarfulltrúi Miðflokksins hefur ekki séð alla þessa „svöngu huldumenn“ sem borða matinn,“ bókaði Vigdís. Þá sakaði hún borgarstjórnarmeirihlutann um að hafa pantað hinar uppfærðu tölur þar sem fram kom að matarkostnaðurinn væri lægri en áður hafði komið fram. Þessu vísuðu fulltrúar meirihlutans í forsætisnefnd alfarið á bug. „Fulltrúar meirihlutans furða sig á þeirri ásökun að hér sé um reikningskúnstir meirihlutans að ræða og varpa því fullkomlega á bug að það væri mögulegt að panta með einhverjum hætti rangar kostnaðartölur og jafnframt er það fjarstæðukennt að nokkur skrifstofa borgarinnar myndi viljandi taka þátt í því að leggja fram rangar tölur,“ segir í bókun þeirra.
Borgarstjórn Tengdar fréttir Mistök við útreikning matarkostnaðar Mistök voru gerð í útreikningi á matskostnaði á fundum borgarstjórnar með þeim afleiðingum að kostnaðurinn var ofreiknaður. 3. desember 2019 17:44 Borgarstjórn gæðir sér á önd í Ráðhúsinu Borgarfulltrúar Reykjavíkur gæddu sér á önd í kvöldmatnum í kvöld 3. desember 2019 19:23 Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Sjá meira
Mistök við útreikning matarkostnaðar Mistök voru gerð í útreikningi á matskostnaði á fundum borgarstjórnar með þeim afleiðingum að kostnaðurinn var ofreiknaður. 3. desember 2019 17:44
Borgarstjórn gæðir sér á önd í Ráðhúsinu Borgarfulltrúar Reykjavíkur gæddu sér á önd í kvöldmatnum í kvöld 3. desember 2019 19:23
Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30