Manchester City og Liverpool fara bæði til Madrídar í 16 liða úrslitunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2019 11:15 Jürgen Klopp með Meistaradeildarbikarinn glæsilega. Getty/ Quality Sport Images Það voru mestar líkur á að ensku liðin Manchester City og Liverpool drógust á móti liðunum frá Madríd og það var líka raunin þegar dregið var í sextán liða úrslitin í dag. Manchester City drógst fyrst á móti Real Madrid og fljótlega á eftir drógust Atlético Madrid og Liverpool saman. Í báðum viðureignum fer seinni leikurinn fram á Englandi. Það er ljóst að verkefnið verður ekki mikið erfiðara en það sem bíður Pep Guadiola og lærisveina hans í Manchester City en Pep þekkir það vel að mæta á Santiagi Bernabeu. Liverpool vann Meistaradeildina á heimavelli Atlético Madrid síðasta vor og snýr nú aftur á sama völl í fyrsta leik sínum í úrslitasláttarkeppninni í ár. Chelsea mætir Bayern München og Tottenham fær líklega léttasta mótherjann af ensku liðunum eftir að hafa dregist á móti þýska liðinu RB Leipzig. Barcelona þarf að fara til Napoli og Paris Saint Germain til Dortmund í Þýskalandi. Daprasti leikurinn er án efa viðureign Atalanta og Valencia en nýliðar Atalanta höfðu þar heppnina með sér. Fyrri leikirnir í sextán liða úrslitunum fara fram 18. og 19. febrúar og 25. til 26. febrúar en seinni leikirnir fara fram 10. og 11. mars og 17. og 18. mars.Leikirnir í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar 2019-20: Leikur 1: Borussia Dortmund (Þýskaland) - Paris Saint-Germain (Frakkland) Leikur 2: Real Madrid (Spánn) - Manchester City (England) Leikur 3: Atalanta (Ítalía) - Valencia (Spánn) Leikur 4: Atlético Madrid (Spánn) - Liverpool (England) Leikur 5: Chelsea (England) - Bayern München (Þýskaland) Leikur 6: Lyon (Frakkland) - Juventus (Ítalía) Leikur 7: Tottenham (England) - RB Leipzig (Þýskaland) Leikur 8: Napoli (Ítalía) - Barcelona (Spánn)Hér fyrir neðan má sjá textalýsingu frá drættinum.
Það voru mestar líkur á að ensku liðin Manchester City og Liverpool drógust á móti liðunum frá Madríd og það var líka raunin þegar dregið var í sextán liða úrslitin í dag. Manchester City drógst fyrst á móti Real Madrid og fljótlega á eftir drógust Atlético Madrid og Liverpool saman. Í báðum viðureignum fer seinni leikurinn fram á Englandi. Það er ljóst að verkefnið verður ekki mikið erfiðara en það sem bíður Pep Guadiola og lærisveina hans í Manchester City en Pep þekkir það vel að mæta á Santiagi Bernabeu. Liverpool vann Meistaradeildina á heimavelli Atlético Madrid síðasta vor og snýr nú aftur á sama völl í fyrsta leik sínum í úrslitasláttarkeppninni í ár. Chelsea mætir Bayern München og Tottenham fær líklega léttasta mótherjann af ensku liðunum eftir að hafa dregist á móti þýska liðinu RB Leipzig. Barcelona þarf að fara til Napoli og Paris Saint Germain til Dortmund í Þýskalandi. Daprasti leikurinn er án efa viðureign Atalanta og Valencia en nýliðar Atalanta höfðu þar heppnina með sér. Fyrri leikirnir í sextán liða úrslitunum fara fram 18. og 19. febrúar og 25. til 26. febrúar en seinni leikirnir fara fram 10. og 11. mars og 17. og 18. mars.Leikirnir í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar 2019-20: Leikur 1: Borussia Dortmund (Þýskaland) - Paris Saint-Germain (Frakkland) Leikur 2: Real Madrid (Spánn) - Manchester City (England) Leikur 3: Atalanta (Ítalía) - Valencia (Spánn) Leikur 4: Atlético Madrid (Spánn) - Liverpool (England) Leikur 5: Chelsea (England) - Bayern München (Þýskaland) Leikur 6: Lyon (Frakkland) - Juventus (Ítalía) Leikur 7: Tottenham (England) - RB Leipzig (Þýskaland) Leikur 8: Napoli (Ítalía) - Barcelona (Spánn)Hér fyrir neðan má sjá textalýsingu frá drættinum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Sjá meira