Hægjum á okkur fyrir framtíðina Andrés Ingi Jónsson skrifar 15. desember 2019 12:30 Eitt af sorglegri nýyrðum ársins 2019 er „grár dagur“. Þetta er hugtak sem væri betra að þurfa ekki, en það lýsir dögum þar sem veðuraðstæður og bílaumferð spila saman þannig að loftmengun fer yfir heilsuverndarmörk. Afleiðingarnar eru slæmar fyrir allt fólk með öndunarfærasjúkdóma og raska daglegu lífi leikskólabarna, sem þarf að halda innan dyra á gráum dögum. Síðustu árin hefur áherslan sem betur fer snúist við, þannig að harðar er lagt að þeim sem valda menguninni að bæta ástandið. Fólk er hvatt til að hvíla bílinn og til að hjálpa við það hefur til dæmis verið frítt í strætó á gráum dögum þetta árið. Með nýjum umferðarlögum sem taka gildi um áramótin er jafnframt komin inn heimild fyrir sveitarfélög að takmarka bílaumferð tímabundið vegna loftmengunar. Gráir dagar og loftslagsbreytingar En tímabundnar takmarkanir á umferð taka bara á skammtímavanda eins og gráum dögum. Of mikil umferð er líka langtímavandamál. Þegar allt er talið til, þá eru vegasamgöngur losun stærsti einstaki þátturinn í losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Sú staða endurspeglast m.a. í því að annar af tveimur meginþáttum í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum snýr að orkuskiptum í samgöngum. Þar er mikið verk að vinna því þróun undanfarinna ára hefur verið í öfuga átt. Á meðan heildarlosun gróðurhúsalofttegunda hefur dregist saman í flestum flokkum hefur losun frá vegasamgöngum aukist gríðarlega á undanförnum árum. Hlutdeild vegasamgangna í losun sem telst á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda var 26% árið 2005. Þetta hlutfall var komið upp í 34% árið 2017. Orkuskiptin ein og sér duga ekki til, heldur er mikilvægt að draga úr vegasamgöngum eins og frekast er unnt – að fækka bílum á götunum – hvort sem það er með uppbyggingu borgarlínu, eflingu hjólreiða eða þéttingu byggðar. Allt þetta hefur líka jákvæð áhrif á loftgæði í nærumhverfinu, því stöðug aukingin bílaumferðar eykur svifryk, alveg sama hvort bílarnir eru knúnir bensíni eða rafmagni. Þannig geta sömu aðgerðir gagnast í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og gegn gráu dögunum. Öfug þróun í lagasetningu Um áramótin taka gildi ný umferðarlög. Þar er margt fært til betri vegar, enda voru gömlu lögin komin til ára sinna. Eitt nýmæli mætti hins vegar staldra við og skoða betur: Heimild til að ákveða hærri hraðamörk á vegum með aðgreindar akstursstefnur – allt að 110 km á klst. Þegar þessi breyting var rædd í þingsal komu ekki fram upplýsingar um möguleg umhverfisáhrif af þessu, en öll mengun frá bílum vex veldisvexti með auknum hraða. Það skýtur skökku við að stjórnvöld berjist fyrir því að draga úr mengun frá umferð, en á sama tíma sé opnað fyrir heimild til að auka hana. Víða um lönd er þróunin sú að draga úr hámarkshraða. Þannig ákvað hollenska þingið í haust að lækka hámarkshraða á hraðbrautum úr 120/130 km á klst. niður í 100 km á klst., eftir að ítarleg greining sýndi fram á að sú breyting myndi skila talsverðum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Sú greining benti jafnframt á þá þekktu staðreynd að hærri hámarkshraði leiðir síður en svo til aukinnar afkastageta vegakerfisins – þvert á móti verður hann til þess að stíflur myndast oftar þannig að skilvirkni samgöngukerfisins getur hreinlega minnkað með auknum hámarkshraða. Í íslensku samhengi þarf sérstaklega að skoða þetta á þeim götum innan þéttbýlis þar sem leyfður hámarkshraði er í dag hækkaður upp í 80 km á klst. Þess vegna lagði ég nýlega fram fyrirspurn til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að kalla eftir því m.a. hvaða upplýsingar ráðherra hefur um áhrif hærri hámarkshraða á afkastagetu gatnakerfisins og umferðarteppur. Það gæti nefnilega vel verið að með því að lækka hámarkshraðann yrði útkoman ekki bara færri gráir dagar og lægri slysatíðni, heldur jafnframt greiðari umferð. Þannig myndu öll græða! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Andrés Ingi Jónsson Loftslagsmál Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Skoðun Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Eitt af sorglegri nýyrðum ársins 2019 er „grár dagur“. Þetta er hugtak sem væri betra að þurfa ekki, en það lýsir dögum þar sem veðuraðstæður og bílaumferð spila saman þannig að loftmengun fer yfir heilsuverndarmörk. Afleiðingarnar eru slæmar fyrir allt fólk með öndunarfærasjúkdóma og raska daglegu lífi leikskólabarna, sem þarf að halda innan dyra á gráum dögum. Síðustu árin hefur áherslan sem betur fer snúist við, þannig að harðar er lagt að þeim sem valda menguninni að bæta ástandið. Fólk er hvatt til að hvíla bílinn og til að hjálpa við það hefur til dæmis verið frítt í strætó á gráum dögum þetta árið. Með nýjum umferðarlögum sem taka gildi um áramótin er jafnframt komin inn heimild fyrir sveitarfélög að takmarka bílaumferð tímabundið vegna loftmengunar. Gráir dagar og loftslagsbreytingar En tímabundnar takmarkanir á umferð taka bara á skammtímavanda eins og gráum dögum. Of mikil umferð er líka langtímavandamál. Þegar allt er talið til, þá eru vegasamgöngur losun stærsti einstaki þátturinn í losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Sú staða endurspeglast m.a. í því að annar af tveimur meginþáttum í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum snýr að orkuskiptum í samgöngum. Þar er mikið verk að vinna því þróun undanfarinna ára hefur verið í öfuga átt. Á meðan heildarlosun gróðurhúsalofttegunda hefur dregist saman í flestum flokkum hefur losun frá vegasamgöngum aukist gríðarlega á undanförnum árum. Hlutdeild vegasamgangna í losun sem telst á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda var 26% árið 2005. Þetta hlutfall var komið upp í 34% árið 2017. Orkuskiptin ein og sér duga ekki til, heldur er mikilvægt að draga úr vegasamgöngum eins og frekast er unnt – að fækka bílum á götunum – hvort sem það er með uppbyggingu borgarlínu, eflingu hjólreiða eða þéttingu byggðar. Allt þetta hefur líka jákvæð áhrif á loftgæði í nærumhverfinu, því stöðug aukingin bílaumferðar eykur svifryk, alveg sama hvort bílarnir eru knúnir bensíni eða rafmagni. Þannig geta sömu aðgerðir gagnast í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og gegn gráu dögunum. Öfug þróun í lagasetningu Um áramótin taka gildi ný umferðarlög. Þar er margt fært til betri vegar, enda voru gömlu lögin komin til ára sinna. Eitt nýmæli mætti hins vegar staldra við og skoða betur: Heimild til að ákveða hærri hraðamörk á vegum með aðgreindar akstursstefnur – allt að 110 km á klst. Þegar þessi breyting var rædd í þingsal komu ekki fram upplýsingar um möguleg umhverfisáhrif af þessu, en öll mengun frá bílum vex veldisvexti með auknum hraða. Það skýtur skökku við að stjórnvöld berjist fyrir því að draga úr mengun frá umferð, en á sama tíma sé opnað fyrir heimild til að auka hana. Víða um lönd er þróunin sú að draga úr hámarkshraða. Þannig ákvað hollenska þingið í haust að lækka hámarkshraða á hraðbrautum úr 120/130 km á klst. niður í 100 km á klst., eftir að ítarleg greining sýndi fram á að sú breyting myndi skila talsverðum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Sú greining benti jafnframt á þá þekktu staðreynd að hærri hámarkshraði leiðir síður en svo til aukinnar afkastageta vegakerfisins – þvert á móti verður hann til þess að stíflur myndast oftar þannig að skilvirkni samgöngukerfisins getur hreinlega minnkað með auknum hámarkshraða. Í íslensku samhengi þarf sérstaklega að skoða þetta á þeim götum innan þéttbýlis þar sem leyfður hámarkshraði er í dag hækkaður upp í 80 km á klst. Þess vegna lagði ég nýlega fram fyrirspurn til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að kalla eftir því m.a. hvaða upplýsingar ráðherra hefur um áhrif hærri hámarkshraða á afkastagetu gatnakerfisins og umferðarteppur. Það gæti nefnilega vel verið að með því að lækka hámarkshraðann yrði útkoman ekki bara færri gráir dagar og lægri slysatíðni, heldur jafnframt greiðari umferð. Þannig myndu öll græða!
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun