LeBron James yngri, eða Bronny eins og hann er jafnan kallaður, skoraði sigurkörfu Sierra Canyon í 59-56 sigri á St. Vincent-St. Mary í Columbus í Ohio í gær.
Faðir Bronnys, LeBron James sjálfur, lék með St. Vincent-St. Mary sem er í fæðingarborg hans, Akron í Ohio.
LeBron var í stúkunni í gær og fylgdist með syni sínum og félögum hans vinna gamla skólann sinn. Hann var mjög líflegur á hliðarlínunni og fagnaði af innlifun þegar Bronny skoraði sigurkörfuna.
LeBron jumping up and down as Bronny gets the go-ahead bucket with less than a minute left pic.twitter.com/7OA8dnAZoA
— SportsCenter (@SportsCenter) December 15, 2019
„Ég held að ég hafi verið miklu meira stressaður en sonur minn,“ sagði LeBron í viðtali í hálfleik. Þetta var fyrsti leikurinn sem hann sér með Bronny síðan hann fór í menntaskóla. Strákurinn skoraði 15 stig og var valinn maður leiksins.
What a moment for Bronny and LeBron
— ESPN (@espn) December 15, 2019
Bronny won game MVP in Sierra Canyon's win over his dad's alma mater, St. Vincent-St. Mary. pic.twitter.com/Lt20PyZwEt
Bronny fæddist 6. október 2004 og er 15 ára. Hann er elsti sonur LeBrons og Savannah James. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Bronny verið undir smásjá stóru háskólanna í Bandaríkjunum um langa hríð.
Árið 2016, þegar Bronny var 15 ára, bárust fréttir af því að Kentucky og Duke hefðu boðið honum skólavist.
Bronny er 1,88 metrar á hæð og spilar báðar bakvarðastöðurnar. Hann þykir vera góð skytta og hafa gott auga fyrir spili.