Þór mun þurfa að sjá Dalvík fyrir rafmagni næstu daga Birgir Olgeirsson skrifar 14. desember 2019 12:03 Varðskipið Þór sér Dalvík fyrir um 70 prósent af raforkuþörf bæjarins. Vísir/Egill Varðskipið Þór mun þurfa að sjá Dalvíkingum og nærsveitungum fyrir rafmagni næstu daga vegna mikilla skemmda á Dalvíkurlínu. Er þetta í fyrsta skiptið sem varðskipið sér bæjarfélagi fyrir rafmagni og mikil ánægja með hvernig til tókst. Rafmagn fór af bænum og sveitum í kring þegar Dalvíkurlínan varð fyrir miklum skemmdum í veðurofsanum á þriðjudag. Hús kólnuðu, fjarskipti rofnuðu og ástandið vægast sagt slæmt. Ákveðið var að varðskipið Þór myndi sjá bænum fyrir varaafli. Skipið lagðist að bryggju í Dalvíkurhöfn á hádegi á fimmtudag og var rafmagnið komið á bæinn aðfaranótt föstudags. Dalvíkurlína varð fyrir miklum skemmdum í óveðrinu.Vísir/Egill Skipið var smíðað í ASMAR skipasmíðastöðinni í Talcahuano í Chile og með það í huga að geta séð bæjarfélagi fyrir varafli. Það hafði þó aldrei verið reynt frá því skipið fékkst afhent árið 2011. „Við höfðum aldrei prófað búnaðinn sjálfir heima. Við sáum hann virka í Chile. Við keyrðum hann þar í skamma stund. En við höfðum aldrei notað þetta og þegar búnaðurinn var búinn að standa mjög lengi er eitthvað sem getur farið úrskeiðis. Það tók tíma að koma þessu endanlega á netið,“ segir Einar Hansen, skipaeftirlitsmaður hjá Landhelgisgæslunni, sem þekkir best til varaflsgetu varðskipsins. Hercules flugvél danska flughersins flutti rafstreng norður í land sem starfsmenn Rarik notuðu til að tengja skipið við bæinn. Eins og staðan er í dag sér Þór Dalvík fyrir um 70 prósentum af orkuþörf bæjarins. Varðskipið gæti skilað tveimur megavöttum í land. „Spennirinn í landi er 1.600 kílóvött. Mér skildist á Rarik að það væru þrjú megavött sem bærinn þyrfti til að halda öllu gangandi. Við getum framleitt tvö og þá eitt sem kemur annars staðar frá eins og búnaðurinn er í dag. En skipið gæti framleitt 3,2 megavött.“ Einar Hansen, skipaeftirlitsmaður hjá Landhelgisgæslunni.Vísir Ljóst er að viðgerð á Dalvíkurlínu mun taka tíma. Fjöldi staura brotnaði og Þór ekkert á förum frá bænum næstu daga. „Ég held að það sé morgunljóst miðað við ástand á staurum og kerfinu þá verðum hér nokkra daga í viðbót.“ Ríkisstjórnin heimsótti Dalvík í gær til að kynna sér aðstæður. Voru ráðherrarnir afar hrifnir af því að sjá hve vel til tókst að sjá bænum fyrir rafmagni með varðskipinu. Bæði ríkisstjórnin og bæjaryfirvöld þökkuðu áhöfninni kærlega fyrir. Einar segir mikið þakklæti hafa borist frá Dalvíkingum. „Ég hef líka verið að fá frá félögum mínum sem eiga foreldra hérna. Þeir hafa verið að senda manni hvað foreldrar þeirra voru ánægðir að fá heitt kaffi í ylnum. Það er mjög ánægjulegt að fá svoleiðis og gott að geta hjálpað.“ Dalvíkurbyggð Landhelgisgæslan Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Sjá meira
Varðskipið Þór mun þurfa að sjá Dalvíkingum og nærsveitungum fyrir rafmagni næstu daga vegna mikilla skemmda á Dalvíkurlínu. Er þetta í fyrsta skiptið sem varðskipið sér bæjarfélagi fyrir rafmagni og mikil ánægja með hvernig til tókst. Rafmagn fór af bænum og sveitum í kring þegar Dalvíkurlínan varð fyrir miklum skemmdum í veðurofsanum á þriðjudag. Hús kólnuðu, fjarskipti rofnuðu og ástandið vægast sagt slæmt. Ákveðið var að varðskipið Þór myndi sjá bænum fyrir varaafli. Skipið lagðist að bryggju í Dalvíkurhöfn á hádegi á fimmtudag og var rafmagnið komið á bæinn aðfaranótt föstudags. Dalvíkurlína varð fyrir miklum skemmdum í óveðrinu.Vísir/Egill Skipið var smíðað í ASMAR skipasmíðastöðinni í Talcahuano í Chile og með það í huga að geta séð bæjarfélagi fyrir varafli. Það hafði þó aldrei verið reynt frá því skipið fékkst afhent árið 2011. „Við höfðum aldrei prófað búnaðinn sjálfir heima. Við sáum hann virka í Chile. Við keyrðum hann þar í skamma stund. En við höfðum aldrei notað þetta og þegar búnaðurinn var búinn að standa mjög lengi er eitthvað sem getur farið úrskeiðis. Það tók tíma að koma þessu endanlega á netið,“ segir Einar Hansen, skipaeftirlitsmaður hjá Landhelgisgæslunni, sem þekkir best til varaflsgetu varðskipsins. Hercules flugvél danska flughersins flutti rafstreng norður í land sem starfsmenn Rarik notuðu til að tengja skipið við bæinn. Eins og staðan er í dag sér Þór Dalvík fyrir um 70 prósentum af orkuþörf bæjarins. Varðskipið gæti skilað tveimur megavöttum í land. „Spennirinn í landi er 1.600 kílóvött. Mér skildist á Rarik að það væru þrjú megavött sem bærinn þyrfti til að halda öllu gangandi. Við getum framleitt tvö og þá eitt sem kemur annars staðar frá eins og búnaðurinn er í dag. En skipið gæti framleitt 3,2 megavött.“ Einar Hansen, skipaeftirlitsmaður hjá Landhelgisgæslunni.Vísir Ljóst er að viðgerð á Dalvíkurlínu mun taka tíma. Fjöldi staura brotnaði og Þór ekkert á förum frá bænum næstu daga. „Ég held að það sé morgunljóst miðað við ástand á staurum og kerfinu þá verðum hér nokkra daga í viðbót.“ Ríkisstjórnin heimsótti Dalvík í gær til að kynna sér aðstæður. Voru ráðherrarnir afar hrifnir af því að sjá hve vel til tókst að sjá bænum fyrir rafmagni með varðskipinu. Bæði ríkisstjórnin og bæjaryfirvöld þökkuðu áhöfninni kærlega fyrir. Einar segir mikið þakklæti hafa borist frá Dalvíkingum. „Ég hef líka verið að fá frá félögum mínum sem eiga foreldra hérna. Þeir hafa verið að senda manni hvað foreldrar þeirra voru ánægðir að fá heitt kaffi í ylnum. Það er mjög ánægjulegt að fá svoleiðis og gott að geta hjálpað.“
Dalvíkurbyggð Landhelgisgæslan Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Sjá meira