Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar

Talið er að maðurinn sem fannst látinn í Núpá í dag sé hinn sextán ára gamli Leif Magnus Grétarsson Thisland sem féll í ána á miðvikudag.

Rætt verður við björgunarsveitarmann um leitina í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Einnig verður rætt við föður sem varð innlyksa á bóndabæ sínum í Svarfaðardal í rafmagnsleysi í ofsaveðrinu sem gekk yfir landið. Fjölskyldan hafði komið sér fyrir í einu herbergi með kertaljós þegar björgunarsveitarmenn vitjuðu þeirra. Þá verðum við í beinni útsendingu frá Akureyri en ráðherrar fóru norður í dag til að skoða aðstæður eftir ofsaveðrið.

Íhaldsflokkurinn vann yfirburðasigur í þingkosningum í Bretlandi í gær og rýnt verður í úrslitin í fréttatímanum. Þá verður rætt við forstjóra Torgs útgáfufélags um kaupin á útgáfufélagi DV og fjallað nánar um gullgröft Íslendinga á Grænlandi.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×