Bjarni segist vilja öflugt og sjálfstætt Ríkisútvarp Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. desember 2019 09:25 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, ræðir hér við Heimi Má Pétursson fréttamann. Vísir/Sigurjón Þrátt fyrir að formaður Sjálfstæðisflokksins telji að endurskoða þurfi stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði segist hann þó ekki vilja „draga jaxlana“ úr stofnuninni. Hann sé þeirrar skoðunar að þörf sé á sjálfstæðu, öflugu Ríkisútvarpi, sem þó megi ekki verða „langstærsta tréð í skóginum.“ Áður en þingflokkur Sjálfstæðismanna getur fyllilega sætt sig við fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra verði hins vegar að líta betur til heildarmyndarinnar á fjölmiðlamarkaði, ekki síst þegar kemur að auglýsingasölu Ríkisútvarpsins. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Bjarna Benediktssonar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Farið var um víðan völl í viðtalinu, sem hlusta má á hér að neðan. Staðan á fjölmiðlamarkaði barst í tal, ekki síst vegna fjölmiðlafrumvarps Lilju Alfreðsdóttur sem virðist andvana fætt. Þingflokkur Sjálfstæðismanna hefur ekki viljað lofa stuðningi sínum við frumvarpið, sem kveður á um endurgreiðslur á ritstjórnarkostnaði fyrir alls 400 milljónir króna, ekki síst vegna þess að Sjálfstæðismenn vilja endurskoða stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Auglýsingalaust kostar meira Bjarni lagði enda ríka áherslu á auglýsingasölu stofnunarinnar á Bítinu í morgun. Auglýsingatekjur séu ein af grunnstoðunum í rekstri einkarekinna miðla og sagði hann það skoðun þingflokksins að þessar tekjur verði að „skilja eftir“ fyrir minni miðlana, til að tryggja að þeir tóri. „Ég er ekki að tala um að við þurfum að veikja Ríkisútvarpið,“ sagði Bjarni. „Ég er bara að segja að það er að taka til sín af mikilvægri tekjuuppsprettu frjálsra fjölmiðla, allt of mikið.“ Auglýsingadeild Ríkisútvarpsins taki til sín stóran bita af auglýsingakökunni, með sínum „framsækna hætti“ eins og Bjarni lýsti því. Hann benti á að þessu væri ekki svona farið hjá mörgum ríkismiðlum í nágrannalöndum okkar. Ríkisreknir fjölmiðlar eru víða ekki á auglýsingamarkaði, en fyrir vikið kosta þeir skattborgara meira. „Menn verða einfaldlega horfast í augu við það að ef það á að halda úti þessari starfsemi þá kostar það, það þarf bara að borga þann reikning,“ sagði Bjarni. Vilji Bjarna til að endurskoða auglýsingasölu Ríkisútvarpsins væri þó ekki til marks um það að hann vilji grafa undan stofnuninni, að hans sögn. Það sé aðeins „eðlilegur hluti þeirra breytinga sem þarf að gera“ til að bæta megi heildarmyndina á fjölmiðlamarkaði. Í Efstaleiti er rekin framsækin auglýsingadeild, að sögn fjármálaráðherra.Vísir/Vilhelm Nú þegar í samkeppni við samfélagsmiðla „Í því er þó ekki falin nein sérstök ósk um að draga jaxalana úr Ríkisútvarpinu. Ég er þeirrar skoðunar að við þurfum á sjálfstæðu, öflugu Ríkisútvarpi að halda,“ sagði Bjarni og bætti við: „En það má hins vegar ekki vera þannig að það standi eins og langstærsta tréð í skóginum og varpi skugga á allt sem er í kringum sig. Það þarf ekki að vera þannig.“ Frumvarp menntamálaráðherra væri ákveðin „viðleitni“ sem tekur mið af aðferðafræði sem er notuð annars staðar til þess að dreifa takmörkuðum fjármunum til einkarekinna miðla. Frumvarpið hafi teki jákvæðum breytingum að undanförnu, að sögn Bjarna, en heildarmyndin þurfi þó að vera skýrari áður en það muni njóta stuðnings Sjálfstæðismanna. Hann segir jafnframt að stuðningur við fjölmiðla ætti ekki síst að að beinast að þeim sem eru með „stórar fréttastofur og eru á dagsdaglegum grunni að deila fréttum með öllum landsmönnum um allt land. Ef að þessir aðilar eru skildir eftir þá finnst mér við ekki hafa hitt í mark.“ Jafnframt sé ekki tilefni til að óttast það að auglýsingatekjur fari úr landi, hverfi Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. Einkareknir miðlar séu nú þegar í samkeppni við auglýsingasölu á samfélagsmiðlum. Viðtalið við Bjarna í heild má nálgast í spilaranum hér að ofan. Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Krefst þess að nefndin rökstyðji niðurstöðu sína í RÚV-málinu Umboðsmaður Alþingis efast um að lög um Ríkisútvarpið ohf. kveði á um leynd vegna umsókna. 11. desember 2019 15:30 Strangar kröfur gerðar til upplýsingaskyldu um eignarhald á fjölmiðlum Ríkar kröfur eru gerðar til upplýsingaskyldu um eignarhald á fjölmiðlum sæki þeir um endurgreiðslu vegna hluta kostnaðar við rekstur. 7. desember 2019 12:04 „Algjörlega útilokað“ að fjölmiðlafrumvarpið verði afgreitt fyrir jól Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að standa í vegi fyrir því að fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra verði tekið til þinglegrar meðferðar. Nokkur fjöldi þingmanna flokksins gerir þó ákveðna fyrirvara við frumvarpið. 2. desember 2019 18:45 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Þrátt fyrir að formaður Sjálfstæðisflokksins telji að endurskoða þurfi stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði segist hann þó ekki vilja „draga jaxlana“ úr stofnuninni. Hann sé þeirrar skoðunar að þörf sé á sjálfstæðu, öflugu Ríkisútvarpi, sem þó megi ekki verða „langstærsta tréð í skóginum.“ Áður en þingflokkur Sjálfstæðismanna getur fyllilega sætt sig við fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra verði hins vegar að líta betur til heildarmyndarinnar á fjölmiðlamarkaði, ekki síst þegar kemur að auglýsingasölu Ríkisútvarpsins. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Bjarna Benediktssonar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Farið var um víðan völl í viðtalinu, sem hlusta má á hér að neðan. Staðan á fjölmiðlamarkaði barst í tal, ekki síst vegna fjölmiðlafrumvarps Lilju Alfreðsdóttur sem virðist andvana fætt. Þingflokkur Sjálfstæðismanna hefur ekki viljað lofa stuðningi sínum við frumvarpið, sem kveður á um endurgreiðslur á ritstjórnarkostnaði fyrir alls 400 milljónir króna, ekki síst vegna þess að Sjálfstæðismenn vilja endurskoða stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Auglýsingalaust kostar meira Bjarni lagði enda ríka áherslu á auglýsingasölu stofnunarinnar á Bítinu í morgun. Auglýsingatekjur séu ein af grunnstoðunum í rekstri einkarekinna miðla og sagði hann það skoðun þingflokksins að þessar tekjur verði að „skilja eftir“ fyrir minni miðlana, til að tryggja að þeir tóri. „Ég er ekki að tala um að við þurfum að veikja Ríkisútvarpið,“ sagði Bjarni. „Ég er bara að segja að það er að taka til sín af mikilvægri tekjuuppsprettu frjálsra fjölmiðla, allt of mikið.“ Auglýsingadeild Ríkisútvarpsins taki til sín stóran bita af auglýsingakökunni, með sínum „framsækna hætti“ eins og Bjarni lýsti því. Hann benti á að þessu væri ekki svona farið hjá mörgum ríkismiðlum í nágrannalöndum okkar. Ríkisreknir fjölmiðlar eru víða ekki á auglýsingamarkaði, en fyrir vikið kosta þeir skattborgara meira. „Menn verða einfaldlega horfast í augu við það að ef það á að halda úti þessari starfsemi þá kostar það, það þarf bara að borga þann reikning,“ sagði Bjarni. Vilji Bjarna til að endurskoða auglýsingasölu Ríkisútvarpsins væri þó ekki til marks um það að hann vilji grafa undan stofnuninni, að hans sögn. Það sé aðeins „eðlilegur hluti þeirra breytinga sem þarf að gera“ til að bæta megi heildarmyndina á fjölmiðlamarkaði. Í Efstaleiti er rekin framsækin auglýsingadeild, að sögn fjármálaráðherra.Vísir/Vilhelm Nú þegar í samkeppni við samfélagsmiðla „Í því er þó ekki falin nein sérstök ósk um að draga jaxalana úr Ríkisútvarpinu. Ég er þeirrar skoðunar að við þurfum á sjálfstæðu, öflugu Ríkisútvarpi að halda,“ sagði Bjarni og bætti við: „En það má hins vegar ekki vera þannig að það standi eins og langstærsta tréð í skóginum og varpi skugga á allt sem er í kringum sig. Það þarf ekki að vera þannig.“ Frumvarp menntamálaráðherra væri ákveðin „viðleitni“ sem tekur mið af aðferðafræði sem er notuð annars staðar til þess að dreifa takmörkuðum fjármunum til einkarekinna miðla. Frumvarpið hafi teki jákvæðum breytingum að undanförnu, að sögn Bjarna, en heildarmyndin þurfi þó að vera skýrari áður en það muni njóta stuðnings Sjálfstæðismanna. Hann segir jafnframt að stuðningur við fjölmiðla ætti ekki síst að að beinast að þeim sem eru með „stórar fréttastofur og eru á dagsdaglegum grunni að deila fréttum með öllum landsmönnum um allt land. Ef að þessir aðilar eru skildir eftir þá finnst mér við ekki hafa hitt í mark.“ Jafnframt sé ekki tilefni til að óttast það að auglýsingatekjur fari úr landi, hverfi Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. Einkareknir miðlar séu nú þegar í samkeppni við auglýsingasölu á samfélagsmiðlum. Viðtalið við Bjarna í heild má nálgast í spilaranum hér að ofan.
Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Krefst þess að nefndin rökstyðji niðurstöðu sína í RÚV-málinu Umboðsmaður Alþingis efast um að lög um Ríkisútvarpið ohf. kveði á um leynd vegna umsókna. 11. desember 2019 15:30 Strangar kröfur gerðar til upplýsingaskyldu um eignarhald á fjölmiðlum Ríkar kröfur eru gerðar til upplýsingaskyldu um eignarhald á fjölmiðlum sæki þeir um endurgreiðslu vegna hluta kostnaðar við rekstur. 7. desember 2019 12:04 „Algjörlega útilokað“ að fjölmiðlafrumvarpið verði afgreitt fyrir jól Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að standa í vegi fyrir því að fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra verði tekið til þinglegrar meðferðar. Nokkur fjöldi þingmanna flokksins gerir þó ákveðna fyrirvara við frumvarpið. 2. desember 2019 18:45 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Krefst þess að nefndin rökstyðji niðurstöðu sína í RÚV-málinu Umboðsmaður Alþingis efast um að lög um Ríkisútvarpið ohf. kveði á um leynd vegna umsókna. 11. desember 2019 15:30
Strangar kröfur gerðar til upplýsingaskyldu um eignarhald á fjölmiðlum Ríkar kröfur eru gerðar til upplýsingaskyldu um eignarhald á fjölmiðlum sæki þeir um endurgreiðslu vegna hluta kostnaðar við rekstur. 7. desember 2019 12:04
„Algjörlega útilokað“ að fjölmiðlafrumvarpið verði afgreitt fyrir jól Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að standa í vegi fyrir því að fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra verði tekið til þinglegrar meðferðar. Nokkur fjöldi þingmanna flokksins gerir þó ákveðna fyrirvara við frumvarpið. 2. desember 2019 18:45