Heyrnarhlífar í matsalnum vegna hávaða og ofnar sem slá allt út Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. desember 2019 07:00 Rafmagnsofn hitaði setustofu og mötuneyti kennara í Melaskóla þegar ljósmyndari Vísis heimsótti skólann í vikunni. Ofnar á borð við þennan eiga til að slá út rafmagni í skólanum, að sögn starfsfólks og foreldra. Vísir/vilhelm Foreldrar, starfsfólk og stjórnendur í Melaskóla segja þörf á endurbótum á húsnæði skólans brýna sem aldrei fyrr. Húsakosturinn þrengi mjög að skólastarfinu, hann sé úr sér genginn og barn síns tíma. Ofnar slái út rafmagni, loftræstimál séu í ólestri og matsalurinn löngu kominn að þolmörkum. Ekkert hafi þó verið að gert. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að hvorki liggi fyrir hvenær verði farið í nauðsynlegar endurbætur né með hvaða hætti þær verði. Ítrekað hefur verið fjallað um húsnæðisvanda Melaskóla síðustu ár. Þannig kvörtuðu foreldrar með sambærilegum hætti árið 2017 og sögðu húsnæðið við það að grotna niður. Bara eitt tæki í sambandi í einu Enn og aftur var vakin athygli á ástandinu í íbúahópi Vesturbæinga á Facebook nú í vikunni. Sólveig Guðmundsdóttir, leikkona og foreldri barns í Melaskóla, birti færslu í hópnum þar sem hún lýsti m.a. fimbulkulda á kennarastofunni, þegar hún heimsótti hana nú í vikunni, og stopulu rafmagni. „Ég sótti foreldraráðsfund í fyrra þar sem mér var sagt að vegna plássleysis hefðu kennarar afsalað sér kaffiaðstöðu sinni og því var ég afar glöð að sjá þessa huggulegu aðstöðu. Þangað til ég settist niður og FRAUS. Því ofnarnir virka ekki! Og þannig er ástandið víst búið að vera í nokkra mánuði,“ segir Sólveig í færslunni. „Og í framhaldi af þessum umræðum um kuldann þá sögðu kennarar mér að nemendur væru líka að glíma við kulda í skólastofum, þetta gerði það að verkum að starfsfólk lenti frekar í því að veikjast og væri frá vinnu í lengri tíma. Ég ætlaði [að] redda málunum og stinga rafmangsofni sem stóð þarna í samband en var stoppuð af því hann slær allt rafmagn út!“ Foreldrar taka margir undir með Sólveigu í athugasemdum við færsluna. „Og það eru ekki bara ofnar sem slá út rafmagninu,“ skrifar Rakel Valgeirsdóttir. „Ég var að aðstoða þarna vegna jólaföndursins um daginn og komst þá að því að engin 2 raftæki geta verið í sambandi á kaffistofunni á sama tíma þá slær allt út. Meðan uppþvottavélin þvoði var ekki hægt að hita kaffi...“ Kaffistofa kennara er í Kringlunni svokölluðu sem sést hér fremst á mynd.Vísir/vilhelm Margrét Ásgeirsdóttir var fastráðin kennari við Melaskóla um árabil. Hún segir í pistli, sem hún birti einnig í áðurnefndum hópi Vesturbæinga, að líkamlega erfitt sé að starfa í húsnæði Melaskóla. Þá tekur hún fjölmörg dæmi um það sem betur mætti fara. „Í dag þurfa mörg börn eyrnahlífar vegna hávaða í kennslustofum en kennarar geta því miður ekki sett upp eyrnahlífar eins og margir sem vinna í hávaðasömu umhverfi. Þegar sól skín á glugga í kennslustofum, sem snúa til austurs, þarf að galopna glugga, draga gluggatjöld fyrir og opna fram á gang til að fá dragsúg sem tekst ekki alls staðar vegna langra ganga,“ skrifar Margrét. „Á sama tíma hírast börn og kennarar í stofum sem snúa til vesturs í kulda því 73 ára ofnarnir ná ekki að hita upp kennslustofur á sama tíma og reynt er að hleypa súrefni inn um opna glugga. Þegar frystir eykst kuldinn og hann læsir sig um kringluna, skálann, upp stigana og inn gangana. Fyrir utan þessa lýsingu þá höfum við búið við húsnæðisskort í áratugi.“ Smánarlegir fjármunir Heimir Örn Herbertsson formaður Foreldrafélags Melaskóla bendir á að skólinn hafi búið við húsnæðis- og aðstöðukreppu í mörg ár. Skólahúsið glæsilega, eitt af helstu kennileitum Vesturbæjar, hafi ekki fengið fullnægjandi viðhald svo árum skiptir, líkt og það ætti skilið. Smánarlega litlum fjármunum sé veitt í viðhald á aðstöðu barna og starfsfólks. Heimir Örn Herbertsson, formaður Foreldrafélags Melaskóla.Facebook Heimir leggur þó áherslu á að starfsfólk skólans vinni afar gott starf miðað við aðstæður. Plássleysið sé hins vegar rót mjög alvarlegs vanda í skólanum. Ljósritunarvélar séu frammi á gangi, vöntun sé á sérkennslustofum, ekkert aðgengi sé fyrir fatlaða og mötuneytið rúmi engan veginn þann fjölda barna sem stundar nám við Melaskóla. „Þarna verða svo mikil læti að það er ekki óalgengt að sjá börn sitja þarna með heyrnarskjól því að annars myndi þeim líða svo illa við matarborðið. Þetta eru fáein dæmi af mýmörgum sem mætti nefna um þann fáránlega aðstöðuskort sem skólinn býr við.“ „Bráðabirgðapælingar“ leysi engan vanda Heimir hefur verið í foreldrafélaginu í fjögur ár. Hann segir að á þeim tíma hafi félagið og skólastjórnendur átt í stöðugum samskiptum við Reykjavíkurborg vegna vandans. Fjölmargar ályktanir hafi verið gefnar út af hálfu skólans, þar sem bent er á vandamálin og úrbóta krafist. Heimir gagnrýnir borgaryfirvöld fyrir að bregðast ekki við vandanum á fullnægjandi hátt. Ekkert hafi orðið af aðgerðum, þrátt fyrir að tekið hafi verið undir vandann í drögum að skýrslu sem borgin lét vinna um ástandið. Skólaráð Melaskóla sendi síðast frá sér ályktun vegna málsins í síðustu viku, þar sem fyrri ábendingar voru ítrekaðar. Melaskólakrakkar í hádegismat. Aðstaða í mötuneyti skólans er á meðal þess sem foreldrar og skólastjórnendur telja ábótavant.Vísir/vilhelm Þá segir Heimir að vissulega hafi komið upp hugmyndir að tímabundnum lausnum við vandanum - og að bæði foreldrafélagið og skólastjórnendur skoði allt slíkt með opnum hug. Hingað til hafi allar hugmyndirnar þó ekki reynst færar til framkvæmda, hvorki sem skammtíma- né framtíðarlausnir. „Þegar er ekkert plan í gangi, engin áætlun um að leysa vandann til framtíðar, heldur verið að hlaupa úr einu skjólinu í annað með einhverjar bráðabirgðapælingar, þá er ekkert hægt að gera.“ 73 ára skólahúsið barn síns tíma Björgvin Þór Þórhallsson hefur verið skólastjóri Melaskóla síðan árið 2016. Hann segir í samtali við Vísi að óskað hafi verið eftir úrbótum töluvert fyrir sinn tíma. „Og eftir að ég kom höfum við haldið því áfram en það hefur ekki skilað árangri enn þá.“ Björgvin Þór Þórhallsson, skólastjóri Melaskóla.Vísir/vilhelm Björgvin segir vandann þrískiptan. Nauðsynlegt sé að fá meira rými til skólastarfsins, færa húsnæðið til nútímahorfs og sinna almennu viðhaldi. Þá tekur hann undir með Heimi og segir aðstöðu í matsal til að mynda ábótavant. Ofnar skólans séu jafnframt komnir á tíma og ekkert loftræstikerfi sé að finna í gamla skólahúsinu. „Staðan er slæm. Þessi 73 ára aðalbygging er barn síns tíma, hún hefur ekki verið uppfærð sem skyldi. Rafmagnskerfið annar ekki tækjum nútímans. Við lendum til dæmis í því að þegar ofnarnir klikka, þá setjum við upp rafmagnsofna og þá fer að slá út. Þetta er mikið vandræðaástand og mikið álag á starfsfólk og nemendur.“ Þá bendir Björgvin einnig á að skólalóðin hafi ekki fengið nauðsynlegt viðhald í gegnum árin. „Ég fer daglega út á skólalóð. Þetta er barnaskóli og það er enn eitt umkvörtunarefnið að það er svo lítið af leiktækjum á lóðinni. Þannig að það er ekki mikið við að vera og það gerir okkar starf erfiðara.“ Borgin bíður átekta Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir í samtali við Vísi að borgaryfirvöld hafi haft áhyggjur af þrengslum og öðrum vanköntum á húsnæði hjá nokkrum skólum í borginni, þar á meðal Melaskóla. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur. Melaskóli er afar fjölmennur skóli og þegar mest lét voru nemendur hátt í sjö hundruð. Umtalsverð fækkun hefur hins vegar orðið í nemendahópnum síðustu misseri og nú eru þeir um 570. Helgi segir að þessi fækkun hafi slegið borgaryfirvöld svolítið út af laginu. „Það sem upphaflega var sett fram fyrir um tveimur árum síðan sem tiltekin rýmisgreining fyrir skólann hefur ekki staðist út af því hvað nemendum hefur verið að fækka í skólanum. Þess vegna höfum við verið að bíða átekta til að sjá hvort það komist meira jafnvægi á tölurnar áður en verður tekin ákvörðun um það til hvaða framkvæmda og endurbóta eigi að grípa,“ segir Helgi. Ný skólabygging Melaskóla var vígð árið 2000 og síðan þá hefur kennsla farið fram í húsunum tveimur. Heimir Örn formaður foreldrafélagsins bendir í þessu samhengi á að fljótlega eftir að nýja skólahúsið var tekið í notkun hafi verið gerð úttekt sem sýndi fram á að húsnæðið væri þegar orðið of lítið. Þá sé það ljóst að skólinn standi ekki undir 570 nemendum, þó að fáir séu miðað við það sem var hér áður fyrr. Horft út um glugga í Gamla skóla og út á skólalóðina við Nýja skóla. Skólastjóri segir að þar sé of lítið við að vera handa nemendum.Vísir/vilhelm Helgi segir að málefni Melaskóla séu sívakandi verkefni og að borgaryfirvöld fylgist grannt með stöðu mála. „Maður skilur vel að foreldrar og starfsfólk í Melaskóla sé orðið langþreytt eftir úrbótum í húsnæði þar en því miður liggur ekki enn fyrir niðurstaða um það hvenær verður farið, og þá nákvæmlega í hvaða endurbætur.“ Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Ætla að fækka nemendum við Melaskóla Formaður Skóla- og frístundaráðs segir Melaskóla efstan á blaði varðandi fjárfestingaráætlun borgarinnar. 10. júní 2017 19:30 Melaskóli að grotna niður Í tillögu Sjálfstæðisflokksins, sem lögð var fram öðru sinni á borgarráðsfundi í gær, er lagt til að undirbúningur verði nú þegar hafinn að viðbyggingu við Melaskóla. 7. júlí 2017 09:30 Foreldrafélagið segir Melaskóla vera að grotna niður Nemendur eru hundrað fleiri í Melaskóla en húsnæðið gerir ráð fyrir. Foreldrar nemenda kvarta undan aðstöðuleysi í kennslu, lélegu viðhaldi á húsnæði og framtaksleysi borgaryfirvalda. Þá er ekki aðgengi fyrir fötluð börn í skólanum. 8. júní 2017 20:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Foreldrar, starfsfólk og stjórnendur í Melaskóla segja þörf á endurbótum á húsnæði skólans brýna sem aldrei fyrr. Húsakosturinn þrengi mjög að skólastarfinu, hann sé úr sér genginn og barn síns tíma. Ofnar slái út rafmagni, loftræstimál séu í ólestri og matsalurinn löngu kominn að þolmörkum. Ekkert hafi þó verið að gert. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að hvorki liggi fyrir hvenær verði farið í nauðsynlegar endurbætur né með hvaða hætti þær verði. Ítrekað hefur verið fjallað um húsnæðisvanda Melaskóla síðustu ár. Þannig kvörtuðu foreldrar með sambærilegum hætti árið 2017 og sögðu húsnæðið við það að grotna niður. Bara eitt tæki í sambandi í einu Enn og aftur var vakin athygli á ástandinu í íbúahópi Vesturbæinga á Facebook nú í vikunni. Sólveig Guðmundsdóttir, leikkona og foreldri barns í Melaskóla, birti færslu í hópnum þar sem hún lýsti m.a. fimbulkulda á kennarastofunni, þegar hún heimsótti hana nú í vikunni, og stopulu rafmagni. „Ég sótti foreldraráðsfund í fyrra þar sem mér var sagt að vegna plássleysis hefðu kennarar afsalað sér kaffiaðstöðu sinni og því var ég afar glöð að sjá þessa huggulegu aðstöðu. Þangað til ég settist niður og FRAUS. Því ofnarnir virka ekki! Og þannig er ástandið víst búið að vera í nokkra mánuði,“ segir Sólveig í færslunni. „Og í framhaldi af þessum umræðum um kuldann þá sögðu kennarar mér að nemendur væru líka að glíma við kulda í skólastofum, þetta gerði það að verkum að starfsfólk lenti frekar í því að veikjast og væri frá vinnu í lengri tíma. Ég ætlaði [að] redda málunum og stinga rafmangsofni sem stóð þarna í samband en var stoppuð af því hann slær allt rafmagn út!“ Foreldrar taka margir undir með Sólveigu í athugasemdum við færsluna. „Og það eru ekki bara ofnar sem slá út rafmagninu,“ skrifar Rakel Valgeirsdóttir. „Ég var að aðstoða þarna vegna jólaföndursins um daginn og komst þá að því að engin 2 raftæki geta verið í sambandi á kaffistofunni á sama tíma þá slær allt út. Meðan uppþvottavélin þvoði var ekki hægt að hita kaffi...“ Kaffistofa kennara er í Kringlunni svokölluðu sem sést hér fremst á mynd.Vísir/vilhelm Margrét Ásgeirsdóttir var fastráðin kennari við Melaskóla um árabil. Hún segir í pistli, sem hún birti einnig í áðurnefndum hópi Vesturbæinga, að líkamlega erfitt sé að starfa í húsnæði Melaskóla. Þá tekur hún fjölmörg dæmi um það sem betur mætti fara. „Í dag þurfa mörg börn eyrnahlífar vegna hávaða í kennslustofum en kennarar geta því miður ekki sett upp eyrnahlífar eins og margir sem vinna í hávaðasömu umhverfi. Þegar sól skín á glugga í kennslustofum, sem snúa til austurs, þarf að galopna glugga, draga gluggatjöld fyrir og opna fram á gang til að fá dragsúg sem tekst ekki alls staðar vegna langra ganga,“ skrifar Margrét. „Á sama tíma hírast börn og kennarar í stofum sem snúa til vesturs í kulda því 73 ára ofnarnir ná ekki að hita upp kennslustofur á sama tíma og reynt er að hleypa súrefni inn um opna glugga. Þegar frystir eykst kuldinn og hann læsir sig um kringluna, skálann, upp stigana og inn gangana. Fyrir utan þessa lýsingu þá höfum við búið við húsnæðisskort í áratugi.“ Smánarlegir fjármunir Heimir Örn Herbertsson formaður Foreldrafélags Melaskóla bendir á að skólinn hafi búið við húsnæðis- og aðstöðukreppu í mörg ár. Skólahúsið glæsilega, eitt af helstu kennileitum Vesturbæjar, hafi ekki fengið fullnægjandi viðhald svo árum skiptir, líkt og það ætti skilið. Smánarlega litlum fjármunum sé veitt í viðhald á aðstöðu barna og starfsfólks. Heimir Örn Herbertsson, formaður Foreldrafélags Melaskóla.Facebook Heimir leggur þó áherslu á að starfsfólk skólans vinni afar gott starf miðað við aðstæður. Plássleysið sé hins vegar rót mjög alvarlegs vanda í skólanum. Ljósritunarvélar séu frammi á gangi, vöntun sé á sérkennslustofum, ekkert aðgengi sé fyrir fatlaða og mötuneytið rúmi engan veginn þann fjölda barna sem stundar nám við Melaskóla. „Þarna verða svo mikil læti að það er ekki óalgengt að sjá börn sitja þarna með heyrnarskjól því að annars myndi þeim líða svo illa við matarborðið. Þetta eru fáein dæmi af mýmörgum sem mætti nefna um þann fáránlega aðstöðuskort sem skólinn býr við.“ „Bráðabirgðapælingar“ leysi engan vanda Heimir hefur verið í foreldrafélaginu í fjögur ár. Hann segir að á þeim tíma hafi félagið og skólastjórnendur átt í stöðugum samskiptum við Reykjavíkurborg vegna vandans. Fjölmargar ályktanir hafi verið gefnar út af hálfu skólans, þar sem bent er á vandamálin og úrbóta krafist. Heimir gagnrýnir borgaryfirvöld fyrir að bregðast ekki við vandanum á fullnægjandi hátt. Ekkert hafi orðið af aðgerðum, þrátt fyrir að tekið hafi verið undir vandann í drögum að skýrslu sem borgin lét vinna um ástandið. Skólaráð Melaskóla sendi síðast frá sér ályktun vegna málsins í síðustu viku, þar sem fyrri ábendingar voru ítrekaðar. Melaskólakrakkar í hádegismat. Aðstaða í mötuneyti skólans er á meðal þess sem foreldrar og skólastjórnendur telja ábótavant.Vísir/vilhelm Þá segir Heimir að vissulega hafi komið upp hugmyndir að tímabundnum lausnum við vandanum - og að bæði foreldrafélagið og skólastjórnendur skoði allt slíkt með opnum hug. Hingað til hafi allar hugmyndirnar þó ekki reynst færar til framkvæmda, hvorki sem skammtíma- né framtíðarlausnir. „Þegar er ekkert plan í gangi, engin áætlun um að leysa vandann til framtíðar, heldur verið að hlaupa úr einu skjólinu í annað með einhverjar bráðabirgðapælingar, þá er ekkert hægt að gera.“ 73 ára skólahúsið barn síns tíma Björgvin Þór Þórhallsson hefur verið skólastjóri Melaskóla síðan árið 2016. Hann segir í samtali við Vísi að óskað hafi verið eftir úrbótum töluvert fyrir sinn tíma. „Og eftir að ég kom höfum við haldið því áfram en það hefur ekki skilað árangri enn þá.“ Björgvin Þór Þórhallsson, skólastjóri Melaskóla.Vísir/vilhelm Björgvin segir vandann þrískiptan. Nauðsynlegt sé að fá meira rými til skólastarfsins, færa húsnæðið til nútímahorfs og sinna almennu viðhaldi. Þá tekur hann undir með Heimi og segir aðstöðu í matsal til að mynda ábótavant. Ofnar skólans séu jafnframt komnir á tíma og ekkert loftræstikerfi sé að finna í gamla skólahúsinu. „Staðan er slæm. Þessi 73 ára aðalbygging er barn síns tíma, hún hefur ekki verið uppfærð sem skyldi. Rafmagnskerfið annar ekki tækjum nútímans. Við lendum til dæmis í því að þegar ofnarnir klikka, þá setjum við upp rafmagnsofna og þá fer að slá út. Þetta er mikið vandræðaástand og mikið álag á starfsfólk og nemendur.“ Þá bendir Björgvin einnig á að skólalóðin hafi ekki fengið nauðsynlegt viðhald í gegnum árin. „Ég fer daglega út á skólalóð. Þetta er barnaskóli og það er enn eitt umkvörtunarefnið að það er svo lítið af leiktækjum á lóðinni. Þannig að það er ekki mikið við að vera og það gerir okkar starf erfiðara.“ Borgin bíður átekta Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir í samtali við Vísi að borgaryfirvöld hafi haft áhyggjur af þrengslum og öðrum vanköntum á húsnæði hjá nokkrum skólum í borginni, þar á meðal Melaskóla. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur. Melaskóli er afar fjölmennur skóli og þegar mest lét voru nemendur hátt í sjö hundruð. Umtalsverð fækkun hefur hins vegar orðið í nemendahópnum síðustu misseri og nú eru þeir um 570. Helgi segir að þessi fækkun hafi slegið borgaryfirvöld svolítið út af laginu. „Það sem upphaflega var sett fram fyrir um tveimur árum síðan sem tiltekin rýmisgreining fyrir skólann hefur ekki staðist út af því hvað nemendum hefur verið að fækka í skólanum. Þess vegna höfum við verið að bíða átekta til að sjá hvort það komist meira jafnvægi á tölurnar áður en verður tekin ákvörðun um það til hvaða framkvæmda og endurbóta eigi að grípa,“ segir Helgi. Ný skólabygging Melaskóla var vígð árið 2000 og síðan þá hefur kennsla farið fram í húsunum tveimur. Heimir Örn formaður foreldrafélagsins bendir í þessu samhengi á að fljótlega eftir að nýja skólahúsið var tekið í notkun hafi verið gerð úttekt sem sýndi fram á að húsnæðið væri þegar orðið of lítið. Þá sé það ljóst að skólinn standi ekki undir 570 nemendum, þó að fáir séu miðað við það sem var hér áður fyrr. Horft út um glugga í Gamla skóla og út á skólalóðina við Nýja skóla. Skólastjóri segir að þar sé of lítið við að vera handa nemendum.Vísir/vilhelm Helgi segir að málefni Melaskóla séu sívakandi verkefni og að borgaryfirvöld fylgist grannt með stöðu mála. „Maður skilur vel að foreldrar og starfsfólk í Melaskóla sé orðið langþreytt eftir úrbótum í húsnæði þar en því miður liggur ekki enn fyrir niðurstaða um það hvenær verður farið, og þá nákvæmlega í hvaða endurbætur.“
Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Ætla að fækka nemendum við Melaskóla Formaður Skóla- og frístundaráðs segir Melaskóla efstan á blaði varðandi fjárfestingaráætlun borgarinnar. 10. júní 2017 19:30 Melaskóli að grotna niður Í tillögu Sjálfstæðisflokksins, sem lögð var fram öðru sinni á borgarráðsfundi í gær, er lagt til að undirbúningur verði nú þegar hafinn að viðbyggingu við Melaskóla. 7. júlí 2017 09:30 Foreldrafélagið segir Melaskóla vera að grotna niður Nemendur eru hundrað fleiri í Melaskóla en húsnæðið gerir ráð fyrir. Foreldrar nemenda kvarta undan aðstöðuleysi í kennslu, lélegu viðhaldi á húsnæði og framtaksleysi borgaryfirvalda. Þá er ekki aðgengi fyrir fötluð börn í skólanum. 8. júní 2017 20:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Ætla að fækka nemendum við Melaskóla Formaður Skóla- og frístundaráðs segir Melaskóla efstan á blaði varðandi fjárfestingaráætlun borgarinnar. 10. júní 2017 19:30
Melaskóli að grotna niður Í tillögu Sjálfstæðisflokksins, sem lögð var fram öðru sinni á borgarráðsfundi í gær, er lagt til að undirbúningur verði nú þegar hafinn að viðbyggingu við Melaskóla. 7. júlí 2017 09:30
Foreldrafélagið segir Melaskóla vera að grotna niður Nemendur eru hundrað fleiri í Melaskóla en húsnæðið gerir ráð fyrir. Foreldrar nemenda kvarta undan aðstöðuleysi í kennslu, lélegu viðhaldi á húsnæði og framtaksleysi borgaryfirvalda. Þá er ekki aðgengi fyrir fötluð börn í skólanum. 8. júní 2017 20:00