Enn leitað að piltinum sem féll í Núpá: „Hættan er sannarlega mikil í þessari vinnu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 12. desember 2019 19:15 Frá vettvangi við Núpá í dag. vísir/tpt Aðstæður til leitar við Núpá í Sölvadal eru hættulegar og viðbragðsaðilar sem eru þar við leit þurfa að vera mjög einbeittir í því sem þeir eru að gera. Á sjöunda tímanum í kvöld voru vaktaskipti við leitina, ef svo má að orði komast, það er sá hópur sem hefur verið við leit í dag lauk störfum og nýr hópur tók við. Að sögn Hermanns Karlssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, er nú verið að endurmeta stöðuna en pilturinn sem féll í ána í gærkvöldi er enn ófundinn. „Við erum að endurmeta stöðuna aðeins núna. Sá hópur sem er búinn að vera að störfum í allan dag átti að ljúka störfum um þetta leyti og hópur sem er kominn til að taka við, það er verið að endurmeta stöðuna og skipuleggja upp á nýtt. Þannig að það er bara akkúrat þannig,“ segir Hermann í samtali við Vísi. Hann segir aðstæður enn mjög erfiðar og krefjandi. „Það er ofankoma og skafrenningur og frostið er að aukast en kannski ekki mikið. Það skapar okkur meiri vandamál og síðan erum við með mikinn krapa í ánni.“ Bæði er leitað ofan í ánni og á bakka. Í dag voru 40 manns við leit og 25 manna hópur tekur við nú í kvöld. Hermann segir að verið sé að skipuleggja verkefnið fram í nóttina en símat sé á aðstæðum. Aðspurður hvort að viðbragðsaðilar hafi verið í hættu við leitina segir Hermann alveg ljóst að aðstæður á vettvangi séu hættulegar. „Það er mikil óvissa til dæmis hvað er þarna framar í dalnum og það er búin að vera mikil snjóasöfnun og klakamyndun. Svo það er ákveðið öryggisatriði að vakta ána ekki síður ofan við vettvanginn til að tryggja ef eitthvað gerist þar því það er ljóst að ef eitthvað gerist þar þá hefur það afleiðingar neðar í ánni. Þannig að það er hlutur sem við erum alltaf á varðbergi með. Hættan er sannarlega mikil í þessari vinnu og menn þurfa að vera mjög einbeittir í því sem þeir eru að gera og samband milli allra aðila á vettvangi þarf að vera tryggt og gott,“ segir Hermann. Umfangsmikil leit hefur staðið yfir í og við Núpá frá því í gærkvöldi.vísir/tpt Fréttastofa ræddi einnig við Ármann Ragnar Ævarsson í dag sem stýrði aðgerðum á vettvangi í nótt. „Aðstæður eru mjög krefjandi. Það er mikill krapi í ánni. Krapi meðfram ánni og mjög þungt færi í rauninni. Mjög erfitt að ganga þarna um og það reynir mjög mikið á fólk sem er að leita. Allt vatn sem að leggst á þig það frýs þegar þú kemur upp úr og vindur og snjókoma og skafrenningur,“ sagði Ármann Ragnar. Björgunarsveitir hafa streymt frá öllum landshornum í Sölvadal og var dönsk herflugvél meðal annars fengin til að ferja menn og vistir á svæðið. „Fyrst um sinn voru það heimamenn sem að komu hérna um leið og tilkynnt var um slysið. Ég kem síðan ásamt níu manna hóp með þyrlu Landhelgisgæslunnar frá Reykjavík. Við leituðum alla nóttina og nú í birtingu eru enn fleiri hópar alls staðar að úr landinu að koma og taka þátt í leitinni,“ sagði Ármann Ragnar. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá Hjálparsveit skáta í Kópavogi úr herflugvélinni Hercules og svo þegar lent var á Akureyri. Björgunarsveitir Eyjafjarðarsveit Óveður 10. og 11. desember 2019 Slys við Núpá í Sölvadal Tengdar fréttir Danska herflugvélin á leið í loftið full af björgunarsveitarfólki og búnaði Fjölmennt lið björgunarsveitarfólks er komið um borð í dönsku herflugvélina C130 Hercules sem er á leið norður í land. Landhelgisgæslan óskaði eftir liðsinni vélarinnar vegna leitar að unglingspilti við Núpá í Sölvadal norðan heiða. 12. desember 2019 15:37 Unglingspiltur var að aðstoða bónda þegar hann féll í ána Pilturinn er enn ófundinn en leit verður haldið áfram í dag. 12. desember 2019 08:32 Maður féll í Núpá í Sölvadal Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um klukkan 22 í kvöld, um alvarlegt slys í Sölvadal. 11. desember 2019 22:20 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Aðstæður til leitar við Núpá í Sölvadal eru hættulegar og viðbragðsaðilar sem eru þar við leit þurfa að vera mjög einbeittir í því sem þeir eru að gera. Á sjöunda tímanum í kvöld voru vaktaskipti við leitina, ef svo má að orði komast, það er sá hópur sem hefur verið við leit í dag lauk störfum og nýr hópur tók við. Að sögn Hermanns Karlssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, er nú verið að endurmeta stöðuna en pilturinn sem féll í ána í gærkvöldi er enn ófundinn. „Við erum að endurmeta stöðuna aðeins núna. Sá hópur sem er búinn að vera að störfum í allan dag átti að ljúka störfum um þetta leyti og hópur sem er kominn til að taka við, það er verið að endurmeta stöðuna og skipuleggja upp á nýtt. Þannig að það er bara akkúrat þannig,“ segir Hermann í samtali við Vísi. Hann segir aðstæður enn mjög erfiðar og krefjandi. „Það er ofankoma og skafrenningur og frostið er að aukast en kannski ekki mikið. Það skapar okkur meiri vandamál og síðan erum við með mikinn krapa í ánni.“ Bæði er leitað ofan í ánni og á bakka. Í dag voru 40 manns við leit og 25 manna hópur tekur við nú í kvöld. Hermann segir að verið sé að skipuleggja verkefnið fram í nóttina en símat sé á aðstæðum. Aðspurður hvort að viðbragðsaðilar hafi verið í hættu við leitina segir Hermann alveg ljóst að aðstæður á vettvangi séu hættulegar. „Það er mikil óvissa til dæmis hvað er þarna framar í dalnum og það er búin að vera mikil snjóasöfnun og klakamyndun. Svo það er ákveðið öryggisatriði að vakta ána ekki síður ofan við vettvanginn til að tryggja ef eitthvað gerist þar því það er ljóst að ef eitthvað gerist þar þá hefur það afleiðingar neðar í ánni. Þannig að það er hlutur sem við erum alltaf á varðbergi með. Hættan er sannarlega mikil í þessari vinnu og menn þurfa að vera mjög einbeittir í því sem þeir eru að gera og samband milli allra aðila á vettvangi þarf að vera tryggt og gott,“ segir Hermann. Umfangsmikil leit hefur staðið yfir í og við Núpá frá því í gærkvöldi.vísir/tpt Fréttastofa ræddi einnig við Ármann Ragnar Ævarsson í dag sem stýrði aðgerðum á vettvangi í nótt. „Aðstæður eru mjög krefjandi. Það er mikill krapi í ánni. Krapi meðfram ánni og mjög þungt færi í rauninni. Mjög erfitt að ganga þarna um og það reynir mjög mikið á fólk sem er að leita. Allt vatn sem að leggst á þig það frýs þegar þú kemur upp úr og vindur og snjókoma og skafrenningur,“ sagði Ármann Ragnar. Björgunarsveitir hafa streymt frá öllum landshornum í Sölvadal og var dönsk herflugvél meðal annars fengin til að ferja menn og vistir á svæðið. „Fyrst um sinn voru það heimamenn sem að komu hérna um leið og tilkynnt var um slysið. Ég kem síðan ásamt níu manna hóp með þyrlu Landhelgisgæslunnar frá Reykjavík. Við leituðum alla nóttina og nú í birtingu eru enn fleiri hópar alls staðar að úr landinu að koma og taka þátt í leitinni,“ sagði Ármann Ragnar. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá Hjálparsveit skáta í Kópavogi úr herflugvélinni Hercules og svo þegar lent var á Akureyri.
Björgunarsveitir Eyjafjarðarsveit Óveður 10. og 11. desember 2019 Slys við Núpá í Sölvadal Tengdar fréttir Danska herflugvélin á leið í loftið full af björgunarsveitarfólki og búnaði Fjölmennt lið björgunarsveitarfólks er komið um borð í dönsku herflugvélina C130 Hercules sem er á leið norður í land. Landhelgisgæslan óskaði eftir liðsinni vélarinnar vegna leitar að unglingspilti við Núpá í Sölvadal norðan heiða. 12. desember 2019 15:37 Unglingspiltur var að aðstoða bónda þegar hann féll í ána Pilturinn er enn ófundinn en leit verður haldið áfram í dag. 12. desember 2019 08:32 Maður féll í Núpá í Sölvadal Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um klukkan 22 í kvöld, um alvarlegt slys í Sölvadal. 11. desember 2019 22:20 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Danska herflugvélin á leið í loftið full af björgunarsveitarfólki og búnaði Fjölmennt lið björgunarsveitarfólks er komið um borð í dönsku herflugvélina C130 Hercules sem er á leið norður í land. Landhelgisgæslan óskaði eftir liðsinni vélarinnar vegna leitar að unglingspilti við Núpá í Sölvadal norðan heiða. 12. desember 2019 15:37
Unglingspiltur var að aðstoða bónda þegar hann féll í ána Pilturinn er enn ófundinn en leit verður haldið áfram í dag. 12. desember 2019 08:32
Maður féll í Núpá í Sölvadal Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um klukkan 22 í kvöld, um alvarlegt slys í Sölvadal. 11. desember 2019 22:20