Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. desember 2019 11:51 Jökull Brjánsson hjá Hjálparsveit Skáta í Kópavogi tók þessa mynd við björgunarstörf norður í landi þar sem rafmagnslaust hafði verið í 28 klukkustundir. @hjalparsveitskataikopavogi Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. Veðrið hafi dregið fram fram veikleika í kerfum, eitthvað sem þurfi að bregðast við hratt og örugglega, bæði hvað varðar uppbyggingu og viðbúnað. Vísar Sigurður Ingi til rafmangsleysis sem fólk á Norðurlandi vestra og yfir á austfirði hefur fundið verulega fyrir auk þess sem fjarskiptakerfi hafa legið niðri.Vinnuflokkar hjá Landsneti voru í nótt að hreinsa ís og seltu af Sauðárkrókslínu. Myndskeiðið sýnir vel hvernig aðstæður voru við þessa vinnu. „Það er mikilvægt að það sé nægjanleg orka á hverjum stað. Það er nauðsynlegt að flutningskerfið sé þannig byggt upp að fólk geti treyst því og að einstaklingar geti ekki komið í veg fyrir lagningu raforkulína þegar líf og öryggi samborgaranna er í húfi,“ segir Sigurður Ingi. „Við verðum að fara vel yfir þann viðbúnað sem þarf að vera fyrir hendi, bæði hvað varðar raforkukerfið, þjónustulið Vegagerðarinnar og öryggi fjarskiptakerfisins. Það er hagsmunamál landsins alls en ekki síður stórkostlegt lífsgæðamál fyrir íbúa byggðanna.“ Hann segir að ríkisstjórnin taki málin föstum tökum og ræði ástandið á ríkisstjórnarfundi á morgun. „Ég mun sem byggðamálaráðherra leggja alla áherslu á að allir íbúar landsins búi við öryggi.“ Tuttugu stæður brotnar á Dalvíkurlínu Eftir mikla vinnu í nótt við að hreinsa tengivirkið í Hrútatungu tókst að spennusetja virkið um klukkan fimm í morgun og fá notendur á norðvesturlandi nú rafmagn frá flutningskerfinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti. Tengivirkið hafði verið úr rekstri frá því um klukkan hálf ellefu á þriðjudagskvöld. Einnig tókst að koma rafmagni á Vesturlínu til Mjólkár, notendur á norðanverðum Vestfjörðum fá enn rafmagn í gegnum varafl. Sauðárkrókslína kom í rekstur klukkan 7:38 í morgun og notendur á Sauðárkróki og nærsveitum fengu rafmagn í kjölfarið. Mikil ísing og selta hafði safnast fyrir bæði í tengivirkinu á Sauðárkrók og á línum. Var unnið við hreinsun á þeim í alla nótt. Um 20 stæður eru brotnar á Dalvíkurlínu, sem tengir Akureyri við Dalvík. Notendur Dalvík og þar fyrir norðan eru án rafmagns frá flutningskerfinu. Allt tiltækt lið frá Landsneti, Rarik, Veitum og verktökum og varaefni er beint á svæðið og viðgerðir eru að hefjast. Notendur fá rafmagn frá varaaflsvélum Rarik á svæðinu. Vitað er um 14 stæður brotnar á Kópaskerslínu, sem tengir Húsavík við Kópasker. Eitthvað er um straumleysi í Kelduhverfi. Sjónskoðun er í gangi úr lofti með Landhelgisgæslunni til að meta tjón á línum norðanlands. Breiðadalslína, sem liggur frá Mjólká í Breiðadal ekki í rekstri. Tilraunir til að setja línuna í rekstur hafa ekki gengið eftir. Verið er að kanna hvort skemmdir séu á línunni. Notendur á norðanverðum Vestfjörðum fá rafmagn frá varaaflsstöðinni í Bolungarvík á meðan línan er ekki í rekstri. Stæður eru brotnar á að lágmarki tveimur stöðum í Láxárlínu, sem liggur frá Akureyri að Laxárstöð. Notendur eru straumlausir í Aðaldal og nærsveitum þar sem rekstrarvandamál eru í Laxárstöð vegna krapastíflu. Unnið er að því að koma vélum í Laxárstöð í gang. Fjarskipti Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. Veðrið hafi dregið fram fram veikleika í kerfum, eitthvað sem þurfi að bregðast við hratt og örugglega, bæði hvað varðar uppbyggingu og viðbúnað. Vísar Sigurður Ingi til rafmangsleysis sem fólk á Norðurlandi vestra og yfir á austfirði hefur fundið verulega fyrir auk þess sem fjarskiptakerfi hafa legið niðri.Vinnuflokkar hjá Landsneti voru í nótt að hreinsa ís og seltu af Sauðárkrókslínu. Myndskeiðið sýnir vel hvernig aðstæður voru við þessa vinnu. „Það er mikilvægt að það sé nægjanleg orka á hverjum stað. Það er nauðsynlegt að flutningskerfið sé þannig byggt upp að fólk geti treyst því og að einstaklingar geti ekki komið í veg fyrir lagningu raforkulína þegar líf og öryggi samborgaranna er í húfi,“ segir Sigurður Ingi. „Við verðum að fara vel yfir þann viðbúnað sem þarf að vera fyrir hendi, bæði hvað varðar raforkukerfið, þjónustulið Vegagerðarinnar og öryggi fjarskiptakerfisins. Það er hagsmunamál landsins alls en ekki síður stórkostlegt lífsgæðamál fyrir íbúa byggðanna.“ Hann segir að ríkisstjórnin taki málin föstum tökum og ræði ástandið á ríkisstjórnarfundi á morgun. „Ég mun sem byggðamálaráðherra leggja alla áherslu á að allir íbúar landsins búi við öryggi.“ Tuttugu stæður brotnar á Dalvíkurlínu Eftir mikla vinnu í nótt við að hreinsa tengivirkið í Hrútatungu tókst að spennusetja virkið um klukkan fimm í morgun og fá notendur á norðvesturlandi nú rafmagn frá flutningskerfinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti. Tengivirkið hafði verið úr rekstri frá því um klukkan hálf ellefu á þriðjudagskvöld. Einnig tókst að koma rafmagni á Vesturlínu til Mjólkár, notendur á norðanverðum Vestfjörðum fá enn rafmagn í gegnum varafl. Sauðárkrókslína kom í rekstur klukkan 7:38 í morgun og notendur á Sauðárkróki og nærsveitum fengu rafmagn í kjölfarið. Mikil ísing og selta hafði safnast fyrir bæði í tengivirkinu á Sauðárkrók og á línum. Var unnið við hreinsun á þeim í alla nótt. Um 20 stæður eru brotnar á Dalvíkurlínu, sem tengir Akureyri við Dalvík. Notendur Dalvík og þar fyrir norðan eru án rafmagns frá flutningskerfinu. Allt tiltækt lið frá Landsneti, Rarik, Veitum og verktökum og varaefni er beint á svæðið og viðgerðir eru að hefjast. Notendur fá rafmagn frá varaaflsvélum Rarik á svæðinu. Vitað er um 14 stæður brotnar á Kópaskerslínu, sem tengir Húsavík við Kópasker. Eitthvað er um straumleysi í Kelduhverfi. Sjónskoðun er í gangi úr lofti með Landhelgisgæslunni til að meta tjón á línum norðanlands. Breiðadalslína, sem liggur frá Mjólká í Breiðadal ekki í rekstri. Tilraunir til að setja línuna í rekstur hafa ekki gengið eftir. Verið er að kanna hvort skemmdir séu á línunni. Notendur á norðanverðum Vestfjörðum fá rafmagn frá varaaflsstöðinni í Bolungarvík á meðan línan er ekki í rekstri. Stæður eru brotnar á að lágmarki tveimur stöðum í Láxárlínu, sem liggur frá Akureyri að Laxárstöð. Notendur eru straumlausir í Aðaldal og nærsveitum þar sem rekstrarvandamál eru í Laxárstöð vegna krapastíflu. Unnið er að því að koma vélum í Laxárstöð í gang.
Fjarskipti Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Sjá meira