Slökkviliðið braut gegn stjórnsýslulögum Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2019 14:09 Umræddur slökkviliðsmaður lagði fram kvörtun vegna þess að upplýsingar sem komu fram í viðtali hans við utanaðkomandi sálfræðing voru notaðar sem gögn í málinu og þeirri ákvörðun varðandi það hvort veita ætti honum áminningu eða segja upp störfum. Vísir/vilhelm Umboðsmaður Alþingis segir yfirmenn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins hafa brotið gegn stjórnsýslulögum þegar slökkviliðsmanni var veitt formlegt tiltal í starfi, eins og það var kallað. Var það vegna tiltekinna samskipta við undirmann hans. Umræddur slökkviliðsmaður lagði fram kvörtun vegna þess að upplýsingar sem komu fram í viðtali hans við utanaðkomandi sálfræðing voru notaðar sem gögn í málinu og þeirri ákvörðun varðandi það hvort veita ætti honum áminningu eða segja upp störfum. Honum hafi ekki verið tilkynnt að svo yrði farið með samtal hans við sálfræðinginn. Í áliti umboðsmanns segir að meðferð málsins hafi ekki verið í samræmi við 14. grein stjórnsýslulaga.„Sú niðurstaða byggðist á því að X hefði ekki sýnt fram á að A hefði verið tilkynnt með nægilega skýrum og ótvíræðum hætti af hálfu stjórnvaldsins, áður en hann mætti í viðtal hjá sálfræðingi, að málið hefði á þeim tíma verið lagt í farveg stjórnsýslumáls þar sem til greina kæmi að áminna hann eða segja upp störfum og að sálfræðingurinn hefði það hlutverk að rannsaka málið á þeim grundvelli.“ Umboðsmaður segir einnig að slökkviliðið hafi ekki leyst með réttum hætti úr erindi mannsins sem óskaði eftir endurskoðun á málinu. Í álitinu segir enn fremur að það sé á ábyrgð tiltekinna stjórnvalda að tryggja að einkaaðili sem komi að málum sem þessum þekki viðeigandi reglur sem fylgja ber við meðferð gegna málanna. „Sérstök álitamál gætu komið upp í því sambandi þegar viðkomandi sérfræðingur hefði vegna þess fagsviðs sem hann starfaði á sérstakar trúnaðar- og þagnarskyldur gagnvart þeim einstaklingum sem hann fjallaði um. Stjórnvaldinu hefði borið að gæta sérstaklega að tilteknum atriðum í þeim aðstæðum sem uppi voru í málinu þar sem sálfræðingurinn tilheyrði stétt heilbrigðisstarfsmanna sem alla jafna hvíldu trúnaðarskyldur á gagnvart skjólstæðingum sínum.“ Afrit af áliti umboðsmanns var sent til landlæknis „í ljósi þeirra álitaefna sem þar var fjallað um og vörðuðu aðkomu heilbrigðisstarfsmanna að stjórnsýslumálum“. Slökkvilið Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis segir yfirmenn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins hafa brotið gegn stjórnsýslulögum þegar slökkviliðsmanni var veitt formlegt tiltal í starfi, eins og það var kallað. Var það vegna tiltekinna samskipta við undirmann hans. Umræddur slökkviliðsmaður lagði fram kvörtun vegna þess að upplýsingar sem komu fram í viðtali hans við utanaðkomandi sálfræðing voru notaðar sem gögn í málinu og þeirri ákvörðun varðandi það hvort veita ætti honum áminningu eða segja upp störfum. Honum hafi ekki verið tilkynnt að svo yrði farið með samtal hans við sálfræðinginn. Í áliti umboðsmanns segir að meðferð málsins hafi ekki verið í samræmi við 14. grein stjórnsýslulaga.„Sú niðurstaða byggðist á því að X hefði ekki sýnt fram á að A hefði verið tilkynnt með nægilega skýrum og ótvíræðum hætti af hálfu stjórnvaldsins, áður en hann mætti í viðtal hjá sálfræðingi, að málið hefði á þeim tíma verið lagt í farveg stjórnsýslumáls þar sem til greina kæmi að áminna hann eða segja upp störfum og að sálfræðingurinn hefði það hlutverk að rannsaka málið á þeim grundvelli.“ Umboðsmaður segir einnig að slökkviliðið hafi ekki leyst með réttum hætti úr erindi mannsins sem óskaði eftir endurskoðun á málinu. Í álitinu segir enn fremur að það sé á ábyrgð tiltekinna stjórnvalda að tryggja að einkaaðili sem komi að málum sem þessum þekki viðeigandi reglur sem fylgja ber við meðferð gegna málanna. „Sérstök álitamál gætu komið upp í því sambandi þegar viðkomandi sérfræðingur hefði vegna þess fagsviðs sem hann starfaði á sérstakar trúnaðar- og þagnarskyldur gagnvart þeim einstaklingum sem hann fjallaði um. Stjórnvaldinu hefði borið að gæta sérstaklega að tilteknum atriðum í þeim aðstæðum sem uppi voru í málinu þar sem sálfræðingurinn tilheyrði stétt heilbrigðisstarfsmanna sem alla jafna hvíldu trúnaðarskyldur á gagnvart skjólstæðingum sínum.“ Afrit af áliti umboðsmanns var sent til landlæknis „í ljósi þeirra álitaefna sem þar var fjallað um og vörðuðu aðkomu heilbrigðisstarfsmanna að stjórnsýslumálum“.
Slökkvilið Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira