Riðlakeppni Meistaradeildarinnar klárast í kvöld en í flestum riðlum eru úrslitin ráðin.
Í A-riðlinum eru PSG og Real komin áfram, í B-riðlinum eru Bayern Munchen og Tottenham komin áfram, í C-riðlinum er City komið áfram en Shaktar, Dinamo og Atalanta berjast um siðasta sætið.
Í D-riðlinum er Juventus komið áfram en Atletico Madrid og Bayer Leverkusen berjast um síðasta sætið. Atletico Madrid mætir Lokomotiv Moskvu á heimavelli.
Who's on the plane to Croatia this afternoon?
— Manchester City (@ManCity) December 10, 2019
Our #UCL travelling squad is confirmed...
#ManCitypic.twitter.com/l40ePFeCz5
Meistaradeildarmessan mun sína öll mörkin meðan leikjunum stendur og Meistaradeildarmörkin gera upp alla leikina að leik loknum.
Forsetabikarinn er á Golfstöðinni og hörkuleikur er svo í Dominos-deild kvenna er Keflavík og Skallagrímur mætast. Keflavík er í 2. sætinu með 16 stig en Skallagrímur í fjórða með 14.
Allar beinar útsendingar dagsins sem og næstu daga má sjá með því að smella hér.
Beinar útsendingar dagsins:
17.45 Dinamo Zagreb - Manchester City (Stöð 2 Sport 2)
19.05 Keflavík - Skallagrímur (Golfstöðin)
19.15 Meistaradeildarmessan (Stöð 2 Sport)
19.50 Bayern München - Tottenham (Stöð 2 Sport 2)
19.50 Bayer Leverkusen - Juventus (Stöð 2 Sport 3)
19.50 Club Brugge - Real Madrid (Stöð 2 Sport 4)
21.45 Presidents Cup (Golfstöðin)
22.00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport)