Jólunum komið í skjól fyrir veðurofsanum Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. desember 2019 11:14 Jólakötturinn reyrður fastur við steypuklumpa. Hann ætti ekki að verða Kára að bráð í dag. Vísir/vilhelm Starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa unnið að því í morgun að tryggja stórar jólaskreytingar í miðbænum áður en mikið hvassviðri skellur á síðdegis í dag. Gert er ráð fyrir að veður verði verst á milli 18 og 21. „Það er búið að tryggja jólaköttinn svo hann fari ekki í veðurhaminn, þannig að Kári taki hann ekki,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar í samtali við Vísi. „Síðan er búið að leggja Óslóartréð niður á völlinn og fergja það, svo það fari hvergi. Þá er búið að taka niður allar stóru jólabjöllurnar. Þverböndin eru látin halda sér en bjöllurnar teknar af svo þær valdi ekki hættu.“ Oslóartréð lá á Austurvelli þegar ljósmyndara Vísis bar að garði í morgun.Vísir/vilhelm Bjarni bendir á að reiknað sé með að veður á höfuðborgarsvæðinu verði einkar slæmt í Miðbænum og Vesturbænum nú síðdegis. Hann sé ekki meðvitaður um sambærilegar veðurráðstafanir í öðrum hverfum borgarinnar; jólakötturinn, Oslóartréð og jólabjöllurnar séu þeir munir sem helst kunni að stafa vá af í veðurofsa. „Síðan verður bara teymi á hverfastöðinni á vakt fram eftir degi og verður til taks ef eitthvað kemur upp á,“ segir Bjarni. „Við vonumst til að fólk verði ekki mikið á ferðinni eftir klukkan 15.“ Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sagði í morgun að skaplegt veður yrði á höfuðborgarsvæðinu fram yfir hádegi en eftir klukkan eitt byrji að hvessa. Veðrið nái svo hámarki á suðvesturhorninu snemma í kvöld, milli klukkan 18 og 21. Hvassast verður við Kollafjörð, í Mosfellsbæ og á Álftanesi og Seltjarnarnesi. Jólabjöllunum á Skólavörðustíg hefur verið komið í öruggt skjól.Vísir/vilhelm Jól Óveður 10. og 11. desember 2019 Reykjavík Veður Tengdar fréttir Veðurbarinn rúmenskur sjónvarpsmaður kíkti á aðstæður á Laugardalsvelli Veðrið lék ekki við rúmenska sjónvarpsmanninn sem tók upp innslag á Laugardalsvelli. 10. desember 2019 11:30 Óveðurspárnar lítið sem ekkert breyst Landsmenn búa sig nú undir aftakaveður sem ganga á yfir landiðí dag. 10. desember 2019 07:15 Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Sjá meira
Starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa unnið að því í morgun að tryggja stórar jólaskreytingar í miðbænum áður en mikið hvassviðri skellur á síðdegis í dag. Gert er ráð fyrir að veður verði verst á milli 18 og 21. „Það er búið að tryggja jólaköttinn svo hann fari ekki í veðurhaminn, þannig að Kári taki hann ekki,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar í samtali við Vísi. „Síðan er búið að leggja Óslóartréð niður á völlinn og fergja það, svo það fari hvergi. Þá er búið að taka niður allar stóru jólabjöllurnar. Þverböndin eru látin halda sér en bjöllurnar teknar af svo þær valdi ekki hættu.“ Oslóartréð lá á Austurvelli þegar ljósmyndara Vísis bar að garði í morgun.Vísir/vilhelm Bjarni bendir á að reiknað sé með að veður á höfuðborgarsvæðinu verði einkar slæmt í Miðbænum og Vesturbænum nú síðdegis. Hann sé ekki meðvitaður um sambærilegar veðurráðstafanir í öðrum hverfum borgarinnar; jólakötturinn, Oslóartréð og jólabjöllurnar séu þeir munir sem helst kunni að stafa vá af í veðurofsa. „Síðan verður bara teymi á hverfastöðinni á vakt fram eftir degi og verður til taks ef eitthvað kemur upp á,“ segir Bjarni. „Við vonumst til að fólk verði ekki mikið á ferðinni eftir klukkan 15.“ Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sagði í morgun að skaplegt veður yrði á höfuðborgarsvæðinu fram yfir hádegi en eftir klukkan eitt byrji að hvessa. Veðrið nái svo hámarki á suðvesturhorninu snemma í kvöld, milli klukkan 18 og 21. Hvassast verður við Kollafjörð, í Mosfellsbæ og á Álftanesi og Seltjarnarnesi. Jólabjöllunum á Skólavörðustíg hefur verið komið í öruggt skjól.Vísir/vilhelm
Jól Óveður 10. og 11. desember 2019 Reykjavík Veður Tengdar fréttir Veðurbarinn rúmenskur sjónvarpsmaður kíkti á aðstæður á Laugardalsvelli Veðrið lék ekki við rúmenska sjónvarpsmanninn sem tók upp innslag á Laugardalsvelli. 10. desember 2019 11:30 Óveðurspárnar lítið sem ekkert breyst Landsmenn búa sig nú undir aftakaveður sem ganga á yfir landiðí dag. 10. desember 2019 07:15 Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Sjá meira
Veðurbarinn rúmenskur sjónvarpsmaður kíkti á aðstæður á Laugardalsvelli Veðrið lék ekki við rúmenska sjónvarpsmanninn sem tók upp innslag á Laugardalsvelli. 10. desember 2019 11:30
Óveðurspárnar lítið sem ekkert breyst Landsmenn búa sig nú undir aftakaveður sem ganga á yfir landiðí dag. 10. desember 2019 07:15
Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15