Apple óttast að grunaðir þjófar flýi til Kína Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2019 10:30 Báðir mennirnir hafa lýst yfir sakleysi sínu. Þeir hafa gengið lausir gegn tryggingu en hafa þó verið undir eftirliti. Vísir/Getty Lögmenn Apple segja forsvarsmenn fyrirtækisins óttast að tveir fyrrverandi starfsmenn fyrirtækisins frá Kína, sem sakaðir eru um að stela iðnaðarleyndarmálum, flýi til Kína verði þeir ekki áfram undir eftirliti. Þeim Xiaolang Zhang og Jizhong Chen er báðum gert að hafa stolið iðnaðarleyndarmálum Apple og reynt að koma þeim til Kína. Zhang vann við leynilegt verkefni Apple sem tengist sjálfkeyrandi bílum. Hann tók skrár úr tölvukerfi fyrirtækisins og tilkynnti að hann væri að hætta og ætlaði sér að hefja vinnu hjá kínversku fyrirtæki sem vinnur einnig að sjálfkeyrandi bílum. Hann var handtekinn á flugvelli í fyrra þar sem hann var á leið um borð í flugvél til Kína. Þá fannst tölva á heimili hans sem innihélt iðnaðarleyndarmál fyrirtækisins Marvell Technology Group, sem Zhang vann hjá áður en hann hóf vinnu hjá Apple. Chen tók rúmlega tvö þúsund skrár sem tengjast innri tölvukerfum Apple. Hann var handtekinn í janúar og var hann sömuleiðis á leið til Kína. Á heimili hans fundust einnig skjöl frá fyrirtækjum sem hann hafði áður starfað hjá. Þar á meðal eru fyrirtækin General Electric Co og Raytheon Co. Eitt skjal frá Rayheon var leynilegt og sneri að vinnu fyrirtækisins við eldflaugavarnir Bandaríkjanna. Báðir mennirnir hafa lýst yfir sakleysi sínu, samkvæmt frétt Reuters. Þeir hafa gengið lausir gegn tryggingu en hafa þó verið undir eftirliti.Lögmaður mannanna segir þá eiga fjölskyldur í Kína og þeir hafi því ástæður til að ferðast þangað. Þeir hafi hvorugur sýnt ummerki þess að ætla að koma sér undan réttvísinni. Saksóknarar segja hins vegar að fari þeir til Kína verði ómögulegt að rétta yfir þeim og mögulega dæma þá. Yfirvöld Bandaríkjanna hafa ítrekað sakað Kínverja um stuld á hernaðar- og iðnaðarleyndarmálum og hefur sá þjófnaður verið til umræðu í viðskiptaviðræðum ríkjanna. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna varaði bandarísk fyrirtæki við því í september að eiga í viðskiptum við kínversk fyrirtæki.Frá 2012 hafa rúmlega 80 prósent allra mála sem snúa að stuldi iðnaðarleyndarmála í Bandaríkjunum beinst gegn kínverskum aðilum. Apple Bandaríkin Kína Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Lögmenn Apple segja forsvarsmenn fyrirtækisins óttast að tveir fyrrverandi starfsmenn fyrirtækisins frá Kína, sem sakaðir eru um að stela iðnaðarleyndarmálum, flýi til Kína verði þeir ekki áfram undir eftirliti. Þeim Xiaolang Zhang og Jizhong Chen er báðum gert að hafa stolið iðnaðarleyndarmálum Apple og reynt að koma þeim til Kína. Zhang vann við leynilegt verkefni Apple sem tengist sjálfkeyrandi bílum. Hann tók skrár úr tölvukerfi fyrirtækisins og tilkynnti að hann væri að hætta og ætlaði sér að hefja vinnu hjá kínversku fyrirtæki sem vinnur einnig að sjálfkeyrandi bílum. Hann var handtekinn á flugvelli í fyrra þar sem hann var á leið um borð í flugvél til Kína. Þá fannst tölva á heimili hans sem innihélt iðnaðarleyndarmál fyrirtækisins Marvell Technology Group, sem Zhang vann hjá áður en hann hóf vinnu hjá Apple. Chen tók rúmlega tvö þúsund skrár sem tengjast innri tölvukerfum Apple. Hann var handtekinn í janúar og var hann sömuleiðis á leið til Kína. Á heimili hans fundust einnig skjöl frá fyrirtækjum sem hann hafði áður starfað hjá. Þar á meðal eru fyrirtækin General Electric Co og Raytheon Co. Eitt skjal frá Rayheon var leynilegt og sneri að vinnu fyrirtækisins við eldflaugavarnir Bandaríkjanna. Báðir mennirnir hafa lýst yfir sakleysi sínu, samkvæmt frétt Reuters. Þeir hafa gengið lausir gegn tryggingu en hafa þó verið undir eftirliti.Lögmaður mannanna segir þá eiga fjölskyldur í Kína og þeir hafi því ástæður til að ferðast þangað. Þeir hafi hvorugur sýnt ummerki þess að ætla að koma sér undan réttvísinni. Saksóknarar segja hins vegar að fari þeir til Kína verði ómögulegt að rétta yfir þeim og mögulega dæma þá. Yfirvöld Bandaríkjanna hafa ítrekað sakað Kínverja um stuld á hernaðar- og iðnaðarleyndarmálum og hefur sá þjófnaður verið til umræðu í viðskiptaviðræðum ríkjanna. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna varaði bandarísk fyrirtæki við því í september að eiga í viðskiptum við kínversk fyrirtæki.Frá 2012 hafa rúmlega 80 prósent allra mála sem snúa að stuldi iðnaðarleyndarmála í Bandaríkjunum beinst gegn kínverskum aðilum.
Apple Bandaríkin Kína Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira