Norðmaðurinn ætlar að enda Meistaradeildarvonir Liverpool í kvöld með bros á vör Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2019 09:30 Erling Braut Håland hefur raðað inn mörkum á tímabilinu. Getty/David Geieregger Norðmaðurinn Erling Braut Håland hefur skotist á stjörnuhimininn eftir frammistöðu sína í Meistaradeildinni á þessu tímabili og leikmenn Liverpool þurfa heldur betur að passa sig á honum í kvöld. Erling Braut Håland og félagar í austurríska liðinu Red Bull Salzburg geta nefnilega sent Liverpool niður í Evrópudeildina með sigri í leik liðanna sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 17.55 í dag. Leikmenn Red Bull Salzburg líta á sætið í sextán liða úrslitum sem bónus því liðið er þegar búið að tryggja sér sæti í Evrópudeildinni sem var markmið liðsins. Salzburg hotshot Erling Haaland has warned Liverpool he’s ready to end their Champions League hopes... and will do it with a smile on his facehttps://t.co/yi5UGj7twupic.twitter.com/LDj50uyugM— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) December 9, 2019 Erling Braut Håland hefur skorað í öllum fimm Meistaradeildarleikjum sínum í vetur og samtals átta mörk. Hann skoraði eitt mark í fyrri leiknum á móti Liverpool sem enska liðið vann 4-3 á Anfield. Nú er Erling Braut Håland hins vegar á heimavelli þar sem hann hefur skorað fimm mörk í tveimur leikjum í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. „Við höfum engu að tapa í þessum leik. Við förum því út á völlinn til þess að njóta þess að spila þennan leik,“ sagði Erling Braut Håland á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Þetta verður stærsti fótboltaleikurinn á minni ævi og ég hlakka til að spila hann. Ég er að upplifa drauminn minn og það er einmitt svona leikir sem fyrirfinnast í draumum manns,“ sagði Håland. Erling Håland hefur verið orðaður við mörg af stærstu liðum Evrópu og meðal annars bæði Manchester United og Liverpool. Hann lætir slíka umræðu ekki trufla sig en hann hefur skorað 28 mörk í 21 leik í öllum keppnum á þessari leiktíð. „Ég einbeiti mér bara að því að skila minni vinnu og njóta hvers dags fyrir sig. Þetta snýst um að hafa gaman að hverju augnabliki og núna er öll mín einbeiting á Salzburg liðið,“ sagði Håland. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Sjá meira
Norðmaðurinn Erling Braut Håland hefur skotist á stjörnuhimininn eftir frammistöðu sína í Meistaradeildinni á þessu tímabili og leikmenn Liverpool þurfa heldur betur að passa sig á honum í kvöld. Erling Braut Håland og félagar í austurríska liðinu Red Bull Salzburg geta nefnilega sent Liverpool niður í Evrópudeildina með sigri í leik liðanna sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 17.55 í dag. Leikmenn Red Bull Salzburg líta á sætið í sextán liða úrslitum sem bónus því liðið er þegar búið að tryggja sér sæti í Evrópudeildinni sem var markmið liðsins. Salzburg hotshot Erling Haaland has warned Liverpool he’s ready to end their Champions League hopes... and will do it with a smile on his facehttps://t.co/yi5UGj7twupic.twitter.com/LDj50uyugM— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) December 9, 2019 Erling Braut Håland hefur skorað í öllum fimm Meistaradeildarleikjum sínum í vetur og samtals átta mörk. Hann skoraði eitt mark í fyrri leiknum á móti Liverpool sem enska liðið vann 4-3 á Anfield. Nú er Erling Braut Håland hins vegar á heimavelli þar sem hann hefur skorað fimm mörk í tveimur leikjum í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. „Við höfum engu að tapa í þessum leik. Við förum því út á völlinn til þess að njóta þess að spila þennan leik,“ sagði Erling Braut Håland á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Þetta verður stærsti fótboltaleikurinn á minni ævi og ég hlakka til að spila hann. Ég er að upplifa drauminn minn og það er einmitt svona leikir sem fyrirfinnast í draumum manns,“ sagði Håland. Erling Håland hefur verið orðaður við mörg af stærstu liðum Evrópu og meðal annars bæði Manchester United og Liverpool. Hann lætir slíka umræðu ekki trufla sig en hann hefur skorað 28 mörk í 21 leik í öllum keppnum á þessari leiktíð. „Ég einbeiti mér bara að því að skila minni vinnu og njóta hvers dags fyrir sig. Þetta snýst um að hafa gaman að hverju augnabliki og núna er öll mín einbeiting á Salzburg liðið,“ sagði Håland.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Sjá meira