„Hættuspil“ að vera með ótryggða sjálfboðaliða í vinnu Kristín Ólafsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 29. desember 2019 21:30 Mörg dæmi eru um að fólk komi til landsins sem sjálfboðaliðar og sé svo látið vinna meira og við önnur störf en lagt var upp með. Þá hafa atvinnurekendur kvartað til ASÍ vegna þess að samkeppnisaðilar eru með sjálfboðaliða í vinnu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að á hverju ári koma um 600 sjálfboðaliðar til starfa á Íslandi. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar prófessora í félagsfræði við Háskóla Íslands sem greindu tvær alþjóðlegar heimasíður sem auglýsa eftir sjálfboðaliðum. Næstum öll störfin eru störf sem um gilda kjarasamningar en þriðjungur sjálfboðaliðanna starfa í störfum tengdum ferðaþjónustunni. ASÍ fær nokkur slík mál inn á borð til sín á ári. Drífa Snædal segir að störfin séu ólögleg og að samtökin reyni að upplýsa fyrirtækin um það. „Og við viljum reyna að upplýsa líka þá sem standa í þessu, að vera með sjálfboðaliða í vinnu, að þetta er hættuspil að vera með einhverja sem eru ótryggðir.“ sTÖÐ 2 Atvinnurekendur hafi leitað til ASÍ og kvartað undan því að samkeppnisaðilar séu að ráða sjálfboðaliða. „Atvinnurekendum náttúrulega misbýður það þegar verið er að skekkja samkeppnisstöðuna og reka sín fyrirtæki án þess að þurfa að standa straum af launakostnaði.“ Í langflestum tilfellum er óskað eftir sjálfboðaliðum til starfa í sveitum, við heimilisverk og önnur sveitastörf. Aðrar algengar auglýsingar eru barnagæsla, dagvinna, þjónustustörf og við tungumálakennslu. Drífa segir að hluti sjálfboðaliðanna sem hingað koma séu að flýja atvinnuleysi í heimalandinu. Þá sé mikilvægt að brugðist verði við. „Það þarf að sýna fram á á ferilskránni að það hafi verið unnið eitthvað. Þannig að það er ekki endilega fólk sem er að leita í ævintýramennsku heldur er þetta fólk sem vill gjarnan vinna og vill fá laun.“ Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hundruð sjálfboðaliða sinna störfum sem um gilda kjarasamningar Dæmi eru um störf á veitingastöðum í borginni, barnagæslu og heimilisstörf og jafnvel iðnaðarstörf á heimilum. 29. desember 2019 07:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Mörg dæmi eru um að fólk komi til landsins sem sjálfboðaliðar og sé svo látið vinna meira og við önnur störf en lagt var upp með. Þá hafa atvinnurekendur kvartað til ASÍ vegna þess að samkeppnisaðilar eru með sjálfboðaliða í vinnu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að á hverju ári koma um 600 sjálfboðaliðar til starfa á Íslandi. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar prófessora í félagsfræði við Háskóla Íslands sem greindu tvær alþjóðlegar heimasíður sem auglýsa eftir sjálfboðaliðum. Næstum öll störfin eru störf sem um gilda kjarasamningar en þriðjungur sjálfboðaliðanna starfa í störfum tengdum ferðaþjónustunni. ASÍ fær nokkur slík mál inn á borð til sín á ári. Drífa Snædal segir að störfin séu ólögleg og að samtökin reyni að upplýsa fyrirtækin um það. „Og við viljum reyna að upplýsa líka þá sem standa í þessu, að vera með sjálfboðaliða í vinnu, að þetta er hættuspil að vera með einhverja sem eru ótryggðir.“ sTÖÐ 2 Atvinnurekendur hafi leitað til ASÍ og kvartað undan því að samkeppnisaðilar séu að ráða sjálfboðaliða. „Atvinnurekendum náttúrulega misbýður það þegar verið er að skekkja samkeppnisstöðuna og reka sín fyrirtæki án þess að þurfa að standa straum af launakostnaði.“ Í langflestum tilfellum er óskað eftir sjálfboðaliðum til starfa í sveitum, við heimilisverk og önnur sveitastörf. Aðrar algengar auglýsingar eru barnagæsla, dagvinna, þjónustustörf og við tungumálakennslu. Drífa segir að hluti sjálfboðaliðanna sem hingað koma séu að flýja atvinnuleysi í heimalandinu. Þá sé mikilvægt að brugðist verði við. „Það þarf að sýna fram á á ferilskránni að það hafi verið unnið eitthvað. Þannig að það er ekki endilega fólk sem er að leita í ævintýramennsku heldur er þetta fólk sem vill gjarnan vinna og vill fá laun.“
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hundruð sjálfboðaliða sinna störfum sem um gilda kjarasamningar Dæmi eru um störf á veitingastöðum í borginni, barnagæslu og heimilisstörf og jafnvel iðnaðarstörf á heimilum. 29. desember 2019 07:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Hundruð sjálfboðaliða sinna störfum sem um gilda kjarasamningar Dæmi eru um störf á veitingastöðum í borginni, barnagæslu og heimilisstörf og jafnvel iðnaðarstörf á heimilum. 29. desember 2019 07:00