Byrlað af maka sínum eða neyddar til þátttöku í hópkynlífi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 28. desember 2019 19:30 Nokkur dæmi eru um að konur hafi leitað til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, á árinu eftir að hafa verið byrlað af maka sínum eða þær þvingaðar í kynferðisathafnir af maka sínum með þriðja aðila. Aldrei hafa fleiri leitað til Bjarkarhlíðar en í ár og segir verkefnastýra að ofbeldi í nánum samböndum sé grófara en áður. Árið 2019 hafa 557 manns leitað í fyrsta sinn til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis en málin voru 479 árið 2018. Körlum sem leita til Bjarkarhlíðar hefur farið fjölgandi. Á stofnárinu árið 2017 voru þeir 9% þolenda en í fyrra var hlutfallið 13%. Í ár hafa 98 karlar leitað til Bjarkarhlíðar og eru 18 % þolenda. „Það má segja að það sé helmingsaukning á að þeir leiti til okkar í ár,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar. Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar.Vísir/baldur Til stendur að koma til móts við karlahópinn með aukinni ráðgjöf og hópastarfi. Ragna Björg segir að flestir komi vegna heimilisofbeldis. „Birtingarmyndirnar eru fjárhagslegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi,“ segir Ragna Björg. Konur eru þó í miklum meirihluta þeirra sem leita til Bjarkarhlíðar eða og hafa 457 konur leitað þangað í fyrsta sinn ár, langflestar vegna heimilisofbeldis. Ragna Björg segir að ofbeldið sé alltaf að verða grófara. „Við sjáum byrlanir í nánum samböndum. Svo sjáum við dæmi þar sem konur eru þvingaðar í kynferðisathafnir út fyrir hjónabandið þar sem þeim er jafnvel líka byrlað eða þær deyfðar á einhvern hátt til að koma fram vilja ofbeldismannsins,“ segir Ragna Björg. Nokkur mál af þessum toga hafi komið upp á árinu. „Þetta er ekki einstakt.“ Hún telur að klámvæðing hafi áhrif á alvarleika brotanna. „Og bara þetta virðingarleysi gagnvart konum,“ segir Ragna Björg. Kynferðisofbeldi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Nokkur dæmi eru um að konur hafi leitað til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, á árinu eftir að hafa verið byrlað af maka sínum eða þær þvingaðar í kynferðisathafnir af maka sínum með þriðja aðila. Aldrei hafa fleiri leitað til Bjarkarhlíðar en í ár og segir verkefnastýra að ofbeldi í nánum samböndum sé grófara en áður. Árið 2019 hafa 557 manns leitað í fyrsta sinn til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis en málin voru 479 árið 2018. Körlum sem leita til Bjarkarhlíðar hefur farið fjölgandi. Á stofnárinu árið 2017 voru þeir 9% þolenda en í fyrra var hlutfallið 13%. Í ár hafa 98 karlar leitað til Bjarkarhlíðar og eru 18 % þolenda. „Það má segja að það sé helmingsaukning á að þeir leiti til okkar í ár,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar. Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar.Vísir/baldur Til stendur að koma til móts við karlahópinn með aukinni ráðgjöf og hópastarfi. Ragna Björg segir að flestir komi vegna heimilisofbeldis. „Birtingarmyndirnar eru fjárhagslegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi,“ segir Ragna Björg. Konur eru þó í miklum meirihluta þeirra sem leita til Bjarkarhlíðar eða og hafa 457 konur leitað þangað í fyrsta sinn ár, langflestar vegna heimilisofbeldis. Ragna Björg segir að ofbeldið sé alltaf að verða grófara. „Við sjáum byrlanir í nánum samböndum. Svo sjáum við dæmi þar sem konur eru þvingaðar í kynferðisathafnir út fyrir hjónabandið þar sem þeim er jafnvel líka byrlað eða þær deyfðar á einhvern hátt til að koma fram vilja ofbeldismannsins,“ segir Ragna Björg. Nokkur mál af þessum toga hafi komið upp á árinu. „Þetta er ekki einstakt.“ Hún telur að klámvæðing hafi áhrif á alvarleika brotanna. „Og bara þetta virðingarleysi gagnvart konum,“ segir Ragna Björg.
Kynferðisofbeldi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira