Tvískinnungur barnaverndarnefnda Sævar Þór Jónsson skrifar 28. desember 2019 07:00 Undirritaður hefur, skemmst frá að segja, unnið í fjölda mála er varða málefni tengd barnavernd og ítrekað vakið máls á brestum í regluverkinu á þessu sviði ásamt mistökum sem gerð hafa verið í meðferð ýmissa mála hjá barnaverndaryfirvöldum. Núverandi kerfi er að ýmsu leyti óheppilegt. Í því eru fjölmörgar gloppur sem nauðsynlegt er að fylla upp í. Þá eru enn fremur önnur atriði sem eru hreinlega úreld. Að gera grein fyrir öllum þessum vanhöldum í þessum stutta pistli er ógerningur og þarf ítarlegri umfjöllun um öll þessi vanhöld að bíða betri tíma. Mig langar þó að greina frá nýlegu atviki sem að mínu mati afhúpar enn eina brotalömina í regluverkinu. Um er að ræða mál sem snýr að ósk móður sem fer ekki með forræði yfir syni sínum um að hún fái hvoru tveggja upplýsingar og umgengni við son sinn. Einnig að honum verði ráðstafað í fóstur hjá öðrum en föður sínum. Þessi afstaða móðurinnar, sem við fyrstu sýn kann að virðast einkennileg, helgast af því að faðirinn hefur nýlega verið dæmdur fyrir að misnota barnungan son sinn. Af þessu tilefni fór móðirin fram á að barnaverndarnefnd beitti sér og sínu valdi við að taka barnið úr forsjá föðurins. Ósk móðurinnar laut að því að fá sjálf tímabundna forsjá eða að barninu yrði komið í aðra tímabundna fósturráðstöfun. Framangreindri beiðni móður, sem allajafna mætti telja eðlilega og forsvarsanlega með tilliti til alvarleika lögbrota forsjáraðila, var hins vegar hafnað á þeim grundvelli annars vegar að ekki þótti neitt benda til þess að umrætt barn væri í hættu á að vera misnotað enda þó að hálfsystkini þess hefði því miður verið fórnarlamb og hins vegar vegna þess að mál umrædds föður hefði verið áfrýjað til æðra dómsstigs. Það þykir mikilli furðu sæta að mati höfundar að barn sé ekki látið njóta vafans líkt og gert er í öðrum málum. Alkunnugt er að barnaverndarnefndir hafa meinað aðilum, sem grunaðir eru um kynferðisbrot gagnvart börnum, að umgangast börn, svo dæmi sé nefnt. Í þessu máli virðist það þó ekki duga til að koma barninu annað í vistun þrátt fyrir að viðkomandi aðili hafi hlotið dóm fyrir nýlegt brot. Jafnframt þekkir undirritaður mýmörg dæmi þess að foreldrar þurfi að undirgangast próf í því skyni að athuga hvort þeir séu í neyslu áður en þeir fá að hitta börn sín. Hvað veldur þessum tvískinningi er höfundi óljóst. Er það ekki alltaf velferð barnsins sem á að njóta vafans? Rétt er að taka fram í þessu samhengi að það má ekki rugla saman rétti föðurins annars vegar til að njóta réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi og rétti barnsins hins vegar til að njóta öryggis. Réttindi barnsins eru fráskilin og óháð rétti föður enda er það velferð barnsins sem ræður ferðinni þegar kemur að barnaverndarmálum. Í slíkum málum á ávallt að vinna með því augnmiði að gæta að réttindum og hag barnsins.Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Barnavernd Fjölskyldumál Sævar Þór Jónsson Mest lesið Halldór 15.3.2025 Halldór Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Sjá meira
Undirritaður hefur, skemmst frá að segja, unnið í fjölda mála er varða málefni tengd barnavernd og ítrekað vakið máls á brestum í regluverkinu á þessu sviði ásamt mistökum sem gerð hafa verið í meðferð ýmissa mála hjá barnaverndaryfirvöldum. Núverandi kerfi er að ýmsu leyti óheppilegt. Í því eru fjölmörgar gloppur sem nauðsynlegt er að fylla upp í. Þá eru enn fremur önnur atriði sem eru hreinlega úreld. Að gera grein fyrir öllum þessum vanhöldum í þessum stutta pistli er ógerningur og þarf ítarlegri umfjöllun um öll þessi vanhöld að bíða betri tíma. Mig langar þó að greina frá nýlegu atviki sem að mínu mati afhúpar enn eina brotalömina í regluverkinu. Um er að ræða mál sem snýr að ósk móður sem fer ekki með forræði yfir syni sínum um að hún fái hvoru tveggja upplýsingar og umgengni við son sinn. Einnig að honum verði ráðstafað í fóstur hjá öðrum en föður sínum. Þessi afstaða móðurinnar, sem við fyrstu sýn kann að virðast einkennileg, helgast af því að faðirinn hefur nýlega verið dæmdur fyrir að misnota barnungan son sinn. Af þessu tilefni fór móðirin fram á að barnaverndarnefnd beitti sér og sínu valdi við að taka barnið úr forsjá föðurins. Ósk móðurinnar laut að því að fá sjálf tímabundna forsjá eða að barninu yrði komið í aðra tímabundna fósturráðstöfun. Framangreindri beiðni móður, sem allajafna mætti telja eðlilega og forsvarsanlega með tilliti til alvarleika lögbrota forsjáraðila, var hins vegar hafnað á þeim grundvelli annars vegar að ekki þótti neitt benda til þess að umrætt barn væri í hættu á að vera misnotað enda þó að hálfsystkini þess hefði því miður verið fórnarlamb og hins vegar vegna þess að mál umrædds föður hefði verið áfrýjað til æðra dómsstigs. Það þykir mikilli furðu sæta að mati höfundar að barn sé ekki látið njóta vafans líkt og gert er í öðrum málum. Alkunnugt er að barnaverndarnefndir hafa meinað aðilum, sem grunaðir eru um kynferðisbrot gagnvart börnum, að umgangast börn, svo dæmi sé nefnt. Í þessu máli virðist það þó ekki duga til að koma barninu annað í vistun þrátt fyrir að viðkomandi aðili hafi hlotið dóm fyrir nýlegt brot. Jafnframt þekkir undirritaður mýmörg dæmi þess að foreldrar þurfi að undirgangast próf í því skyni að athuga hvort þeir séu í neyslu áður en þeir fá að hitta börn sín. Hvað veldur þessum tvískinningi er höfundi óljóst. Er það ekki alltaf velferð barnsins sem á að njóta vafans? Rétt er að taka fram í þessu samhengi að það má ekki rugla saman rétti föðurins annars vegar til að njóta réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi og rétti barnsins hins vegar til að njóta öryggis. Réttindi barnsins eru fráskilin og óháð rétti föður enda er það velferð barnsins sem ræður ferðinni þegar kemur að barnaverndarmálum. Í slíkum málum á ávallt að vinna með því augnmiði að gæta að réttindum og hag barnsins.Höfundur er lögmaður.
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun