Sportpakkinn: Messi með met hjá bæði Pele og Xavi í sjónmáli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2019 15:30 Lionel Messi er á eftir markameti Pele. Getty/Tim Clayton Lionel Messi hefur slegið ófá metin á glæsilegum ferli en Arnar Björnsson komst að því að fleiri met gætu fallið á nýju ári. Það eru fastir liðir eins og venjulega í spænska fótboltanum, Barcelona er á toppnum. Þetta er áttunda árið af síðustu tíu þar sem Katalónarnir eru í efsta sæti þegar nýtt ár gengur í garð. Sjö sinnum af þessum átta skiptum hefur liðið síðan orðið Spánarmeistari. Lionel Messi er markahæstur með 13 mörk, einu marki meira en Karim Benzema hjá Real Madríd og það þrátt fyrir að spila ekki fjóra fyrstu leikina vegna meiðsla. Árið var bara nokkuð þokkalegt hjá honum, hann skoraði 50 mörk. Það er hans næst slakasti árangur undanfarin 10 ár. Fyrir sjö árum skoraði sá argentínski 91 mark en árið áður helmingi færri. Þá urðu mörkin „aðeins“ 45. Messi er þegar búinn að bæta mörg met og það eru fleiri í sjónmáli. Argentínumaðurinn er búinn að skora 618 mörk fyrir Barcelona og vantar 26 í viðbót til að slá met Brasilíumannsins Pele sem skoraði 643 lið fyrir Santos 1956-1974. Messi vantar 62 leiki til að verða sá leikjahæsti í 120 ára sögu Barcelona. Xavi á metið en hann spilaði 767 leiki fyrir Katalóníufélagið. Líklegt má telja að Barcelona komist í meistaradeildina á næstu leiktíð, þá getur Messi jafnað við Ryan Giggs sem skoraði á sextán leiktíðum með Manchester United í deild þeirra bestu. Keppni í La Liga hefst á nýjan leik 4. janúar en þá verður grannaslagurinn í Katalóníu á heimavelli Espanol.Mörk Lionel Messi frá árinu 2010 2010 - 60 mörk = Barcelona (58) + Argentina (2) 2011 - 59 mörk = Barcelona (55) + Argentina (4) 2012 - 91 mark = Barcelona (79) + Argentína (12) 2013 - 45 mörk = Barcelona (39) + Argentína (6) 2014 - 58 mörk = Barcelona (50) + Argentína (8) 2015 - 52 mörk = Barcelona (48) + Argentína (4) 2016 - 59 mörk = Barcelona (51) + Argentína (8) 2017 - 54 mörk = Barcelona (50) + Argentína (4) 2018 - 51 mörk = Barcelona (47) + Argentína (4) 2019 - 50 mörk = Barcelona (45) + Argentína (5)Það má sjá frétt Arnars Björnssonar um Lionel Messi hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Messi með met hjá bæði Pele og Xavi í sjónmáli Meistaradeild Evrópu Sportpakkinn Spænski boltinn Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Sjá meira
Lionel Messi hefur slegið ófá metin á glæsilegum ferli en Arnar Björnsson komst að því að fleiri met gætu fallið á nýju ári. Það eru fastir liðir eins og venjulega í spænska fótboltanum, Barcelona er á toppnum. Þetta er áttunda árið af síðustu tíu þar sem Katalónarnir eru í efsta sæti þegar nýtt ár gengur í garð. Sjö sinnum af þessum átta skiptum hefur liðið síðan orðið Spánarmeistari. Lionel Messi er markahæstur með 13 mörk, einu marki meira en Karim Benzema hjá Real Madríd og það þrátt fyrir að spila ekki fjóra fyrstu leikina vegna meiðsla. Árið var bara nokkuð þokkalegt hjá honum, hann skoraði 50 mörk. Það er hans næst slakasti árangur undanfarin 10 ár. Fyrir sjö árum skoraði sá argentínski 91 mark en árið áður helmingi færri. Þá urðu mörkin „aðeins“ 45. Messi er þegar búinn að bæta mörg met og það eru fleiri í sjónmáli. Argentínumaðurinn er búinn að skora 618 mörk fyrir Barcelona og vantar 26 í viðbót til að slá met Brasilíumannsins Pele sem skoraði 643 lið fyrir Santos 1956-1974. Messi vantar 62 leiki til að verða sá leikjahæsti í 120 ára sögu Barcelona. Xavi á metið en hann spilaði 767 leiki fyrir Katalóníufélagið. Líklegt má telja að Barcelona komist í meistaradeildina á næstu leiktíð, þá getur Messi jafnað við Ryan Giggs sem skoraði á sextán leiktíðum með Manchester United í deild þeirra bestu. Keppni í La Liga hefst á nýjan leik 4. janúar en þá verður grannaslagurinn í Katalóníu á heimavelli Espanol.Mörk Lionel Messi frá árinu 2010 2010 - 60 mörk = Barcelona (58) + Argentina (2) 2011 - 59 mörk = Barcelona (55) + Argentina (4) 2012 - 91 mark = Barcelona (79) + Argentína (12) 2013 - 45 mörk = Barcelona (39) + Argentína (6) 2014 - 58 mörk = Barcelona (50) + Argentína (8) 2015 - 52 mörk = Barcelona (48) + Argentína (4) 2016 - 59 mörk = Barcelona (51) + Argentína (8) 2017 - 54 mörk = Barcelona (50) + Argentína (4) 2018 - 51 mörk = Barcelona (47) + Argentína (4) 2019 - 50 mörk = Barcelona (45) + Argentína (5)Það má sjá frétt Arnars Björnssonar um Lionel Messi hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Messi með met hjá bæði Pele og Xavi í sjónmáli
Meistaradeild Evrópu Sportpakkinn Spænski boltinn Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Sjá meira