Messi hefur verið að skoða hreyfingar markvarða með góðum árangri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2019 13:30 Lionel Messi stillir boltanum upp fyrir eina af aukaspyrnum sínum á leiktíðinni. Getty/Tim Clayton Lionel Messi hefur raðað inn mörkum úr aukaspyrnum á þessu tímabili. Messi hefur oft verið góður í slíkum spyrnum en í vetur hefur hann skipt yfir í annan gír. Leyndarmál Messi er að hann gerði meira en að æfa sjálfar aukaspyrnurnar. Lionel Messi skoraði 6 mörk úr 41 aukaspyrnu á síðasta tímabili en er þegar búinn að skora fjögur aukaspyrnumörk út tólf spyrnum í spænsku deildinni á þessu tímabili. Það efast enginn um að náttúrulegir hæfileikar Messi hafi mest um þetta að segja en þegar þetta skoðað aðeins betur kemur í ljós að Messi vinnur líka heimavinnuna sína. Messi says studying GK movement has lead to his recent set-piece successhttps://t.co/EuwndVhgcR— beIN SPORTS USA (@beINSPORTSUSA) December 26, 2019 „Undanfarið þá hef ég verið að skoða hreyfingar markvarða betur og þá sérstaklega í aukaspyrnum. Ég hef verið að skoða hvort þeir hreyfa sig fyrir spyrnuna eða ekki en líka hvernig þeir staðsetja sig og vegginn,“ sagði Lione Messi í viðtali við LaLiga í tilefni af 90 ára afmæli deildarinnar. „Það er rétt að ég er að skoða þetta meira en áður. Allt snýst þetta þó um vinnusemi og æfingar. Ég hef verið að bæta mínar spyrnur með meiri æfingu,“ sagði Messi. Messi er markahæsti leikmaður spænsku deildarinnar frá upphafi með 432 mörk. „Það er mjög sérstækt fyrir mig að vera markahæsti leikmaður sögunnar. Ef ég segi alveg eins og er þá er það líklega besta metið sem ég á,“ sagði Messi. „Í hvert skiptið sem ég fer út á völlinn í dag þá hugsa ég minna um mörk og meira um leikinn sjálfan,“ sagði Messi sem viðurkennir smá erfiðleika í byrjun ferilsins. „Fyrstu árin þá var það erfitt fyrir mig að skora mörk. Annaðhvort klikkaði ég á færum eða að heppnin var ekki með mér,“ sagði Messi og rifjar upp að Samuel Eto'o hafi þá stappað stálinu í hann. Samuel Eto'o spáði því að flóðgáturnar myndu opnast: „Af því að þú ert að fá fullt af færum sem þú ert ekki að klára,“ segir Messi að Eto'o hafi sagt við sig. „Einn dag fór þetta að smella hjá mér og boltinn fór að fara í markið,“ sagði Messi og það er óhætt að segja að hann hafi hætt að skora síðan. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sjá meira
Lionel Messi hefur raðað inn mörkum úr aukaspyrnum á þessu tímabili. Messi hefur oft verið góður í slíkum spyrnum en í vetur hefur hann skipt yfir í annan gír. Leyndarmál Messi er að hann gerði meira en að æfa sjálfar aukaspyrnurnar. Lionel Messi skoraði 6 mörk úr 41 aukaspyrnu á síðasta tímabili en er þegar búinn að skora fjögur aukaspyrnumörk út tólf spyrnum í spænsku deildinni á þessu tímabili. Það efast enginn um að náttúrulegir hæfileikar Messi hafi mest um þetta að segja en þegar þetta skoðað aðeins betur kemur í ljós að Messi vinnur líka heimavinnuna sína. Messi says studying GK movement has lead to his recent set-piece successhttps://t.co/EuwndVhgcR— beIN SPORTS USA (@beINSPORTSUSA) December 26, 2019 „Undanfarið þá hef ég verið að skoða hreyfingar markvarða betur og þá sérstaklega í aukaspyrnum. Ég hef verið að skoða hvort þeir hreyfa sig fyrir spyrnuna eða ekki en líka hvernig þeir staðsetja sig og vegginn,“ sagði Lione Messi í viðtali við LaLiga í tilefni af 90 ára afmæli deildarinnar. „Það er rétt að ég er að skoða þetta meira en áður. Allt snýst þetta þó um vinnusemi og æfingar. Ég hef verið að bæta mínar spyrnur með meiri æfingu,“ sagði Messi. Messi er markahæsti leikmaður spænsku deildarinnar frá upphafi með 432 mörk. „Það er mjög sérstækt fyrir mig að vera markahæsti leikmaður sögunnar. Ef ég segi alveg eins og er þá er það líklega besta metið sem ég á,“ sagði Messi. „Í hvert skiptið sem ég fer út á völlinn í dag þá hugsa ég minna um mörk og meira um leikinn sjálfan,“ sagði Messi sem viðurkennir smá erfiðleika í byrjun ferilsins. „Fyrstu árin þá var það erfitt fyrir mig að skora mörk. Annaðhvort klikkaði ég á færum eða að heppnin var ekki með mér,“ sagði Messi og rifjar upp að Samuel Eto'o hafi þá stappað stálinu í hann. Samuel Eto'o spáði því að flóðgáturnar myndu opnast: „Af því að þú ert að fá fullt af færum sem þú ert ekki að klára,“ segir Messi að Eto'o hafi sagt við sig. „Einn dag fór þetta að smella hjá mér og boltinn fór að fara í markið,“ sagði Messi og það er óhætt að segja að hann hafi hætt að skora síðan.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sjá meira