„Jólin koma þegar lyktin kemur“ Sylvía Hall skrifar 23. desember 2019 21:15 Skötuát er langt frá því að vera deyjandi siður. Fjöldi fólks lagði sér þetta sjávarfang til munns í dag og tók fréttastofa nokkra þeirra tali. Hér á öldum áður var til siðs að fasta fyrir jólin. Sem mestur munur átti að vera á föstumat og jólakræsingum. Aðalreglan var að borða lélegt fiskmeti á Þorláksmessu og í því sambandi skötuát borist víða um land frá Vestfjörðum. Á Hrafnistu lagði á annað hundrað manns sér skötu til munns og lét vel að. Á Ölveri komu saman íbúar Laugardals og létu ekki sitt eftir liggja í að viðhalda þessum sið. „Á þessum degi finnst mér mjög skemmtilegt að fara og fá mér skötuna,“ sagði Laufey Björg Sigurðardóttir arkitekt sem var ein þeirra sem gæddi sér á skötu í dag. Feðginin Bjarni og Hulda voru hæstánægð með skötuna.Vísir Hulda Bjarnadóttir, fyrrum útvarpskona og skötuunnandi, tók í sama streng og sagði skötuna góða svo lengi sem það væri nóg af kartöflum með. Faðir hennar, Bjarni Sveinsson, var hæstánægður með veitingarnar. „Þetta er algjörlega frábært. Tindabikkjan, skatan, saltfiskurinn, rúgbrauðið – þetta er allt saman fyrsta klassa.“ Hann gefur lítið fyrir tal um vonda lykt sem fylgir skötuveislum og segir margt verra en skötulykt. „Bara sætta sig við það. Það er ólykt víðar heldur en af skötunni í umhverfinu,“ sagði Bjarni. Rakel Garðarsdóttir var einnig á meðal þeirra sem fengu sér skötu í tilefni dagsins og var hæstánægð. Hún segir einfalt að forðast það að lykta eins og skata allan daginn. „Maður bara mætir í skötufötum, svo fer maður heim í kjólinn og fær sér jólabjórinn í kvöld.“ Þá var handboltakempan Sigurður Sveinsson svo sannarlega kominn í jólaskapið eftir skötuveisluna á Ölver í dag, þá sérstaklega út af lyktinni. „Þetta er yndisleg lykt, það er ekkert að henni. Jólin koma þegar lyktin kemur, það er málið.“ Jól Jólamatur Matur Reykjavík Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Skötuát er langt frá því að vera deyjandi siður. Fjöldi fólks lagði sér þetta sjávarfang til munns í dag og tók fréttastofa nokkra þeirra tali. Hér á öldum áður var til siðs að fasta fyrir jólin. Sem mestur munur átti að vera á föstumat og jólakræsingum. Aðalreglan var að borða lélegt fiskmeti á Þorláksmessu og í því sambandi skötuát borist víða um land frá Vestfjörðum. Á Hrafnistu lagði á annað hundrað manns sér skötu til munns og lét vel að. Á Ölveri komu saman íbúar Laugardals og létu ekki sitt eftir liggja í að viðhalda þessum sið. „Á þessum degi finnst mér mjög skemmtilegt að fara og fá mér skötuna,“ sagði Laufey Björg Sigurðardóttir arkitekt sem var ein þeirra sem gæddi sér á skötu í dag. Feðginin Bjarni og Hulda voru hæstánægð með skötuna.Vísir Hulda Bjarnadóttir, fyrrum útvarpskona og skötuunnandi, tók í sama streng og sagði skötuna góða svo lengi sem það væri nóg af kartöflum með. Faðir hennar, Bjarni Sveinsson, var hæstánægður með veitingarnar. „Þetta er algjörlega frábært. Tindabikkjan, skatan, saltfiskurinn, rúgbrauðið – þetta er allt saman fyrsta klassa.“ Hann gefur lítið fyrir tal um vonda lykt sem fylgir skötuveislum og segir margt verra en skötulykt. „Bara sætta sig við það. Það er ólykt víðar heldur en af skötunni í umhverfinu,“ sagði Bjarni. Rakel Garðarsdóttir var einnig á meðal þeirra sem fengu sér skötu í tilefni dagsins og var hæstánægð. Hún segir einfalt að forðast það að lykta eins og skata allan daginn. „Maður bara mætir í skötufötum, svo fer maður heim í kjólinn og fær sér jólabjórinn í kvöld.“ Þá var handboltakempan Sigurður Sveinsson svo sannarlega kominn í jólaskapið eftir skötuveisluna á Ölver í dag, þá sérstaklega út af lyktinni. „Þetta er yndisleg lykt, það er ekkert að henni. Jólin koma þegar lyktin kemur, það er málið.“
Jól Jólamatur Matur Reykjavík Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira