Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar

Fimm þingmenn sem aka meira en fimmtán þúsund kílómetra á ári eru með bílaleigubíla til umráða. Setja þarf skýrari reglur um aksturskostnað að mati Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Rætt verður við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Einnig verður rætt við forstjóra Fjármálaeftirlitsins sem segir athugun á vörnum stóru bankanna gegn peningaþvætti ekki hafa komið gífurlega illa út fyrir þá. Hún bendir þó á að lengi geti gott batnað en að vera á gráum lista hafi ekki reynst eins skaðleg og óttast hafði verið.

Í fréttatímanum verðum við í beinni útsendingu frá miðborginni. Heyrum í kaupmönnum á Laugaveginum, spáum í jólaveðrið og förum í friðargöngu.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×