Rukkuð um lokagreiðslu fyrir draumaferðina tveimur dögum áður en starfsemin var stöðvuð Sylvía Hall skrifar 23. desember 2019 21:00 Farvel hafði beðið um lokagreiðslu fyrir ferðalag hjónanna aðeins tveimur dögum áður en starfsemin var stöðvuð. Samsett Sigríður Pálsdóttir og eiginmaður hennar höfðu samband við ferðaskrifstofuna Farvel fyrir um það bil ári síðan í því skyni að skipuleggja draumaferðina. Brottför var áætluð þann 4. janúar næstkomandi en nú virðist vera úti um mánaðarlangt draumafrí eftir skyndilega lokun ferðaskrifstofunnar Farvel. Ferðaskrifstofuleyfi Farvel var fellt úr gildi eftir að fyrirtækið skilaði ekki inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif félagsins. Talið er að lokunin hafi áhrif á ferðaplön 100-200 manns samkvæmt upplýsingum á vef Ferðamálastofu.Sjá einnig: Fjöldi Íslendinga í sárum eftir skyndilega lokun íslenskrar lúxusferðaþjónustu Aðeins tveimur dögum áður en þau fengu tilkynningu um lokun ferðaskrifstofunnar hafði Viktor Heiðdal Sveinsson, forsvarsmaður fyrirtækisins, samband við eiginmann Sigríðar og bað um að þau myndu leggja inn lokagreiðslu fyrir fyrirhugað ferðalag. Hún segir ólíklegt að hann hafi ekki vitað í hvað stefndi þá. „Þegar maður starfar við svona veit maður alveg í hvað stefnir nokkrum dögum fyrr,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Hún segist ekkert hafa gengið að ná í Viktor eftir að þau fengu upplýsingar um lokun skrifstofunnar. „Hann lætur bara ekki ná í sig.“ Rúm vika er síðan haustferð 2020 til Balí var auglýst á Facebook-síðu Farvel.Farvel Engin svör og ólíklegt að kröfur verði greiddar að fullu Sigríður segist verulega ósátt við vinnubrögð Farvel, enda hafi þau skipulagt fríið með ferðaskrifstofunni í um það bil heilt ár. Þau hafi greitt þær greiðslur sem beðið var um og gert viðeigandi ráðstafanir og komin með frí frá vinnu í janúar. Hún segir þau tvímælalaust ætla að leita réttar síns vegna málsins og hafa haft samband við lögfræðing. Það sé eina leiðin þar sem engin svör fást frá forsvarsmönnum Farvel sem hafa ekki svarað fyrirspurnum þeirra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þeirra.Á vef Ferðamálastofu er fólk hvatt til að kanna rétt sinn hjá tryggingarfélögum og kortafyrirtækjum. Þeir sem hafi greitt inn á pakkaferð geti sett fram kröfu í tryggingarfé Farvel hjá Ferðamálastofu en fyrir liggur að kröfur verði ekki greiddar að fullu. Gjaldþrot Neytendur Tengdar fréttir Fjöldi Íslendinga í sárum eftir skyndilega lokun íslenskrar lúxusferðaþjónustu Ferðaskrifstofuleyfi Farvel, sem sérhæft hefur sig í lúxusferðalögum á borð við safaríferðir til Afríku og mótorhjólaferðir um Víetnma, hefur verið fellt úr gildi þar sem fyrirtækið hefur ekki skilað inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif félagsins. 20. desember 2019 15:07 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg á byrjunarreit“ Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Sjá meira
Sigríður Pálsdóttir og eiginmaður hennar höfðu samband við ferðaskrifstofuna Farvel fyrir um það bil ári síðan í því skyni að skipuleggja draumaferðina. Brottför var áætluð þann 4. janúar næstkomandi en nú virðist vera úti um mánaðarlangt draumafrí eftir skyndilega lokun ferðaskrifstofunnar Farvel. Ferðaskrifstofuleyfi Farvel var fellt úr gildi eftir að fyrirtækið skilaði ekki inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif félagsins. Talið er að lokunin hafi áhrif á ferðaplön 100-200 manns samkvæmt upplýsingum á vef Ferðamálastofu.Sjá einnig: Fjöldi Íslendinga í sárum eftir skyndilega lokun íslenskrar lúxusferðaþjónustu Aðeins tveimur dögum áður en þau fengu tilkynningu um lokun ferðaskrifstofunnar hafði Viktor Heiðdal Sveinsson, forsvarsmaður fyrirtækisins, samband við eiginmann Sigríðar og bað um að þau myndu leggja inn lokagreiðslu fyrir fyrirhugað ferðalag. Hún segir ólíklegt að hann hafi ekki vitað í hvað stefndi þá. „Þegar maður starfar við svona veit maður alveg í hvað stefnir nokkrum dögum fyrr,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Hún segist ekkert hafa gengið að ná í Viktor eftir að þau fengu upplýsingar um lokun skrifstofunnar. „Hann lætur bara ekki ná í sig.“ Rúm vika er síðan haustferð 2020 til Balí var auglýst á Facebook-síðu Farvel.Farvel Engin svör og ólíklegt að kröfur verði greiddar að fullu Sigríður segist verulega ósátt við vinnubrögð Farvel, enda hafi þau skipulagt fríið með ferðaskrifstofunni í um það bil heilt ár. Þau hafi greitt þær greiðslur sem beðið var um og gert viðeigandi ráðstafanir og komin með frí frá vinnu í janúar. Hún segir þau tvímælalaust ætla að leita réttar síns vegna málsins og hafa haft samband við lögfræðing. Það sé eina leiðin þar sem engin svör fást frá forsvarsmönnum Farvel sem hafa ekki svarað fyrirspurnum þeirra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þeirra.Á vef Ferðamálastofu er fólk hvatt til að kanna rétt sinn hjá tryggingarfélögum og kortafyrirtækjum. Þeir sem hafi greitt inn á pakkaferð geti sett fram kröfu í tryggingarfé Farvel hjá Ferðamálastofu en fyrir liggur að kröfur verði ekki greiddar að fullu.
Gjaldþrot Neytendur Tengdar fréttir Fjöldi Íslendinga í sárum eftir skyndilega lokun íslenskrar lúxusferðaþjónustu Ferðaskrifstofuleyfi Farvel, sem sérhæft hefur sig í lúxusferðalögum á borð við safaríferðir til Afríku og mótorhjólaferðir um Víetnma, hefur verið fellt úr gildi þar sem fyrirtækið hefur ekki skilað inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif félagsins. 20. desember 2019 15:07 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg á byrjunarreit“ Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Sjá meira
Fjöldi Íslendinga í sárum eftir skyndilega lokun íslenskrar lúxusferðaþjónustu Ferðaskrifstofuleyfi Farvel, sem sérhæft hefur sig í lúxusferðalögum á borð við safaríferðir til Afríku og mótorhjólaferðir um Víetnma, hefur verið fellt úr gildi þar sem fyrirtækið hefur ekki skilað inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif félagsins. 20. desember 2019 15:07