Tugmilljónatjón Samherja í óveðrinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. desember 2019 11:12 Húsnæði Samherja á Dalvík. Vísir/Sigurjón Óveðrið sem gekk yfir landið fyrr í mánuðinum olli milljónatjóni hjá starfsemi Samherja á Norðurlandi. Þetta kemur fram í Þorláksmessupistli Björgólfs Jóhannssonar starfandi forstjóra Samherja sem hann birti á vef fyrirtækisins í dag. Samherji er með umfangsmikla starfsemi á Norðurlandi en Björgólfur segir að rafmagnsleysið í landshlutanum hafi orðið þess valdandi að vinnsla Samherja á Dalvík hafi legið niðri í fimm daga. Tjón vegna þess hlaupi á tugum milljóna króna. Þó hafi tekist að afstýra tjóni vegna hráefnis og hluti starfsmanna á Dalvík hafi fært sig yfir til Akureyrar tímabundið. Vinnsla hófst svo aftur á Dalvík á þriðjudag. Þá hafi blessunarlega ekki orðið tjón á tækjabúnaði og skipum. Björgólfur þakkar viðbragsaðilum fyrir starf sitt í rafmagnsleysinu, sem og starfsmönnum Samherja sem færðu sig tímabundið til Akureyrar. Viðgerðum á Dalvíkurlínu lauk loks á miðvikudaginn síðasta en hún skemmdist mikið í aftakaveðrinu sem gekk yfir landið. Varðskipið Þór var sent til Dalvíkur til að sjá bænum tímabundið fyrir rafmagni og var ástandið einnig afar slæmt víðar í landshlutanum. Tjón á Norðurlandi vegna óveðursins er talið hlaupa á milljörðum. Óveður 10. og 11. desember 2019 Sjávarútvegur Tengdar fréttir Bóndi í Svarfaðardal lýsir ástandinu sem skapaðist í óveðrinu sem hryllingi Ágústa Ágústsdóttir, bóndi á Reistarnesi á Melrakkasléttu, og Bjarni Óskarsson, bóndi á Völlum í Svarfaðardal, gagnrýna stjórnvöld fyrir það ástand sem skapaðist á Norðurlandi í síðustu viku í óveðrinu sem þá gekk yfir landið. 19. desember 2019 13:15 Óboðlegt að íbúar verði innlyksa án rafmagns og hita sólarhringum saman Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, eða SSNV, segir það ástand sem hafi skapast í landshlutanum í óveðrinu fyrr í mánuðinum, vera óviðunandi. Stjórnvöld, stofnanir og aðrir sem eigi hlut að máli verði að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja ástand sem þetta skapist ekki aftur. 21. desember 2019 10:00 Ríkisstjórnin samþykkir fimmtán milljóna króna styrk til björgunarsveitanna Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita Slysavarnafélaginu Landsbjörg 15 milljóna króna fjárstyrk af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu. 20. desember 2019 13:14 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Óveðrið sem gekk yfir landið fyrr í mánuðinum olli milljónatjóni hjá starfsemi Samherja á Norðurlandi. Þetta kemur fram í Þorláksmessupistli Björgólfs Jóhannssonar starfandi forstjóra Samherja sem hann birti á vef fyrirtækisins í dag. Samherji er með umfangsmikla starfsemi á Norðurlandi en Björgólfur segir að rafmagnsleysið í landshlutanum hafi orðið þess valdandi að vinnsla Samherja á Dalvík hafi legið niðri í fimm daga. Tjón vegna þess hlaupi á tugum milljóna króna. Þó hafi tekist að afstýra tjóni vegna hráefnis og hluti starfsmanna á Dalvík hafi fært sig yfir til Akureyrar tímabundið. Vinnsla hófst svo aftur á Dalvík á þriðjudag. Þá hafi blessunarlega ekki orðið tjón á tækjabúnaði og skipum. Björgólfur þakkar viðbragsaðilum fyrir starf sitt í rafmagnsleysinu, sem og starfsmönnum Samherja sem færðu sig tímabundið til Akureyrar. Viðgerðum á Dalvíkurlínu lauk loks á miðvikudaginn síðasta en hún skemmdist mikið í aftakaveðrinu sem gekk yfir landið. Varðskipið Þór var sent til Dalvíkur til að sjá bænum tímabundið fyrir rafmagni og var ástandið einnig afar slæmt víðar í landshlutanum. Tjón á Norðurlandi vegna óveðursins er talið hlaupa á milljörðum.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Sjávarútvegur Tengdar fréttir Bóndi í Svarfaðardal lýsir ástandinu sem skapaðist í óveðrinu sem hryllingi Ágústa Ágústsdóttir, bóndi á Reistarnesi á Melrakkasléttu, og Bjarni Óskarsson, bóndi á Völlum í Svarfaðardal, gagnrýna stjórnvöld fyrir það ástand sem skapaðist á Norðurlandi í síðustu viku í óveðrinu sem þá gekk yfir landið. 19. desember 2019 13:15 Óboðlegt að íbúar verði innlyksa án rafmagns og hita sólarhringum saman Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, eða SSNV, segir það ástand sem hafi skapast í landshlutanum í óveðrinu fyrr í mánuðinum, vera óviðunandi. Stjórnvöld, stofnanir og aðrir sem eigi hlut að máli verði að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja ástand sem þetta skapist ekki aftur. 21. desember 2019 10:00 Ríkisstjórnin samþykkir fimmtán milljóna króna styrk til björgunarsveitanna Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita Slysavarnafélaginu Landsbjörg 15 milljóna króna fjárstyrk af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu. 20. desember 2019 13:14 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Bóndi í Svarfaðardal lýsir ástandinu sem skapaðist í óveðrinu sem hryllingi Ágústa Ágústsdóttir, bóndi á Reistarnesi á Melrakkasléttu, og Bjarni Óskarsson, bóndi á Völlum í Svarfaðardal, gagnrýna stjórnvöld fyrir það ástand sem skapaðist á Norðurlandi í síðustu viku í óveðrinu sem þá gekk yfir landið. 19. desember 2019 13:15
Óboðlegt að íbúar verði innlyksa án rafmagns og hita sólarhringum saman Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, eða SSNV, segir það ástand sem hafi skapast í landshlutanum í óveðrinu fyrr í mánuðinum, vera óviðunandi. Stjórnvöld, stofnanir og aðrir sem eigi hlut að máli verði að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja ástand sem þetta skapist ekki aftur. 21. desember 2019 10:00
Ríkisstjórnin samþykkir fimmtán milljóna króna styrk til björgunarsveitanna Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita Slysavarnafélaginu Landsbjörg 15 milljóna króna fjárstyrk af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu. 20. desember 2019 13:14