Byrjað að opna vegi og jólaveðrið lítur vel út Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. desember 2019 06:54 Frá Ljósavatnsskarði í vikunni. Lögreglan Búið er að opna þjóðveg 1 um Ljósavatnsskarð samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Veginum var lokað í gær vegna snjóflóðahættu. Þá er nú verið að moka allar helstu leiðir og gert er ráð fyrir að víðast hvar verði hægt að opna fyrir umferð upp úr klukkan átta. Þá er tekið að lægja eftir vindasama daga og von á góðu jólaveðri. Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar er enn lokað um Þverárfjall, Siglufjarðarveg og Víkurskarð nú á sjöunda tímanum. Vegfarendum er jafnframt bent á að víðast hvar er vetrarfærð á Norðurlandi. Þá er verið að moka yfir Mýtvatns- og Möðrudalsöræfi en vegurinn um Hólasand er lokaður. Á Austurlandi er víða vetrarfærð en greiðfært sunnan Reyðarfjarðar. Þá er vegfarendum á Suðausturlandi bent á að klæðning hafi fokið af kafla af veginum við Lómagnúp og þeir beðnir að fara varlega.Töluvert snjóflóð féll á veginn um Ljósavatnsskarð á fimmtudagskvöld en það var hreinsað upp í fyrradag. Vegurinn var opinn yfir daginn í gær en vegfarendur hafa verið beðnir um að fara varlega vegna snjóflóðahættu. Stórhríð var á svæðinu nú fram undir morgun en Vegagerðin hætti að þjónusta veginn frá og með klukkan tíu í gærkvöldi. Upplýsingar um færð og veður má nálgast á vef Vegagerdarinnar. Útlitið gott fyrir þá sem óska sér hvítra jóla Eftir vindasama daga er nú búið að lægja víðast hvar á landinu og í dag verður austan og norðaustan 3-10 m/s, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings. Áfram mun þó blása á Vestfjörðum en þar verða 8-15 m/s fram á kvöld. Þá verður snjókoma eða él viðloðandi við noðurströndina og Vestfirði en annars þurrt og bjart með köflum. „Jólaveðrið lítur vel út um allt land, en útlit er fyrir hæga breytilega átt og stöku él eða slydduél, einkum á Norðaustur- og Suðvesturlandi og útlitið því gott í flestum landshlutum fyrir þá sem óska sér hvítra jóla. Milli jóla og nýárs er síðan aftur von á umhleypingum en að þessu sinni sunnanátt með hækkandi hita og rigningu,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veður Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Búið er að opna þjóðveg 1 um Ljósavatnsskarð samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Veginum var lokað í gær vegna snjóflóðahættu. Þá er nú verið að moka allar helstu leiðir og gert er ráð fyrir að víðast hvar verði hægt að opna fyrir umferð upp úr klukkan átta. Þá er tekið að lægja eftir vindasama daga og von á góðu jólaveðri. Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar er enn lokað um Þverárfjall, Siglufjarðarveg og Víkurskarð nú á sjöunda tímanum. Vegfarendum er jafnframt bent á að víðast hvar er vetrarfærð á Norðurlandi. Þá er verið að moka yfir Mýtvatns- og Möðrudalsöræfi en vegurinn um Hólasand er lokaður. Á Austurlandi er víða vetrarfærð en greiðfært sunnan Reyðarfjarðar. Þá er vegfarendum á Suðausturlandi bent á að klæðning hafi fokið af kafla af veginum við Lómagnúp og þeir beðnir að fara varlega.Töluvert snjóflóð féll á veginn um Ljósavatnsskarð á fimmtudagskvöld en það var hreinsað upp í fyrradag. Vegurinn var opinn yfir daginn í gær en vegfarendur hafa verið beðnir um að fara varlega vegna snjóflóðahættu. Stórhríð var á svæðinu nú fram undir morgun en Vegagerðin hætti að þjónusta veginn frá og með klukkan tíu í gærkvöldi. Upplýsingar um færð og veður má nálgast á vef Vegagerdarinnar. Útlitið gott fyrir þá sem óska sér hvítra jóla Eftir vindasama daga er nú búið að lægja víðast hvar á landinu og í dag verður austan og norðaustan 3-10 m/s, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings. Áfram mun þó blása á Vestfjörðum en þar verða 8-15 m/s fram á kvöld. Þá verður snjókoma eða él viðloðandi við noðurströndina og Vestfirði en annars þurrt og bjart með köflum. „Jólaveðrið lítur vel út um allt land, en útlit er fyrir hæga breytilega átt og stöku él eða slydduél, einkum á Norðaustur- og Suðvesturlandi og útlitið því gott í flestum landshlutum fyrir þá sem óska sér hvítra jóla. Milli jóla og nýárs er síðan aftur von á umhleypingum en að þessu sinni sunnanátt með hækkandi hita og rigningu,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.
Veður Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Sjá meira