Margir fegnir að fá loksins að komast inn á Vog um jólin Birgir Olgeirsson skrifar 22. desember 2019 19:00 Á sjöunda hundrað manns bíða eftir að komast í meðferð á Vogi og vantar stofnunina um 200 milljónir til að stytta þann lista. Skrefin inn á stofnunina eru þung fyrir jólin en margir taka því þó fagnandi að fá loksins tækifæri til að komast í meðferð. Nú þegar hátíð ljóss og friðar er fyrir höndum er eflaust flestum efst í huga samverustundir með fjölskyldu og vinum. Sá veruleiki á þó ekki við alla því fjöldi verður í meðferð hjá SÁÁ yfir jólin. „Það verða 130 manns í meðferð hér yfir jólin ef við teljum með Vog, eftir meðferðina á Vík og búsetuúrræðið Vin,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi. Skrefin inn á Vog um jólin geta verið þung. „Fyrir marga eru þetta þung skref. En kannski er samt ekki annað í stöðunni. Erfiðleikar og mikil neysla og nauðsynlegt fyrir fjölskylduna að viðkomandi fari í meðferð. Og svo eru aðrir sem kæra sig kollótta um hvaða dagar eru. Þeir láta þetta ganga fyrir því það er mikilvægt að taka sig á og nú er tíminn til þess.“ Á milli sex og sjö hundruð manns eru á biðlista eftir að komast í meðferð á Vogi. „Sumir þurfa að bíða mjög lengi. Þeir sem lögðu beiðni inn í vor eru sumir hverjir að koma inn núna. Það er alltof langt. Sumir eru að koma fyrr inn vegna aðstæðna sinna, líkamleg veikindi eða barnaverndarmál, það eru ekki allir sem bíða í marga marga mánuði en sumir eru þar.“ Hún segir biðina hafa lengst statt og stöðugt síðastliðin ár. „Kannski helst það í hendur við það neyslumynstur sem er. Það er mikið um kókaín, ópíóðaefni koma inn. Þetta er hættuleg neysla og keyrir fólk í kaf mjög fljótt.“ Valgerður segir að vinna þyrfti hraðar á þessum lista. Til þess þurfi stofnunin 200 milljónir krónir til að geta ráðið þann fjölda starfsfólks sem til þarf. „Þetta er þannig vandi að það er skynsamlegast og best að grípa inn í fljótt. Auðvitað er eðlilegt að sumir bíði af eðlilegum ástæðum. Ég held að það sé bara skynsamlegt að gera það á allra handa máta.“ Áfengi og tóbak Fíkn Heilbrigðismál Jól Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Á sjöunda hundrað manns bíða eftir að komast í meðferð á Vogi og vantar stofnunina um 200 milljónir til að stytta þann lista. Skrefin inn á stofnunina eru þung fyrir jólin en margir taka því þó fagnandi að fá loksins tækifæri til að komast í meðferð. Nú þegar hátíð ljóss og friðar er fyrir höndum er eflaust flestum efst í huga samverustundir með fjölskyldu og vinum. Sá veruleiki á þó ekki við alla því fjöldi verður í meðferð hjá SÁÁ yfir jólin. „Það verða 130 manns í meðferð hér yfir jólin ef við teljum með Vog, eftir meðferðina á Vík og búsetuúrræðið Vin,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi. Skrefin inn á Vog um jólin geta verið þung. „Fyrir marga eru þetta þung skref. En kannski er samt ekki annað í stöðunni. Erfiðleikar og mikil neysla og nauðsynlegt fyrir fjölskylduna að viðkomandi fari í meðferð. Og svo eru aðrir sem kæra sig kollótta um hvaða dagar eru. Þeir láta þetta ganga fyrir því það er mikilvægt að taka sig á og nú er tíminn til þess.“ Á milli sex og sjö hundruð manns eru á biðlista eftir að komast í meðferð á Vogi. „Sumir þurfa að bíða mjög lengi. Þeir sem lögðu beiðni inn í vor eru sumir hverjir að koma inn núna. Það er alltof langt. Sumir eru að koma fyrr inn vegna aðstæðna sinna, líkamleg veikindi eða barnaverndarmál, það eru ekki allir sem bíða í marga marga mánuði en sumir eru þar.“ Hún segir biðina hafa lengst statt og stöðugt síðastliðin ár. „Kannski helst það í hendur við það neyslumynstur sem er. Það er mikið um kókaín, ópíóðaefni koma inn. Þetta er hættuleg neysla og keyrir fólk í kaf mjög fljótt.“ Valgerður segir að vinna þyrfti hraðar á þessum lista. Til þess þurfi stofnunin 200 milljónir krónir til að geta ráðið þann fjölda starfsfólks sem til þarf. „Þetta er þannig vandi að það er skynsamlegast og best að grípa inn í fljótt. Auðvitað er eðlilegt að sumir bíði af eðlilegum ástæðum. Ég held að það sé bara skynsamlegt að gera það á allra handa máta.“
Áfengi og tóbak Fíkn Heilbrigðismál Jól Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira