Macron biðlar til lestarstarfsmanna að spilla ekki hátíðunum Kjartan Kjartansson skrifar 22. desember 2019 08:07 Margt var um manninn á Norðurlestarstöðinni í París á föstudag enda ætla margir sér að eyða jólum með vinum og ættingjum annars staðar. Vísir/EPA Búist er við því að verkföll verkalýðsfélaga samgöngustarfsfólks setji strik í reikninginn fyrir marga Frakka sem þurfa að leggja land undir fót fyrir jólin. Emmanuel Macron forseti biðlar til félaganna að fresta verkfallsaðgerðum sínum af virðingu við fjölskyldur landsins. Verkföll hafa staðið yfir gegn fyrirhuguðum breytingum á lífeyriskerfinu undanfarnar tvær vikur og valdið nokkrum usla í frönsku samfélagi. Lestarfyrirtækið SNCF varar við því „veruleg röskun“ verði á ferðum þess yfir jólin vegna aðgerðanna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Helmingi færri háhraðalestir voru í umferð í gær en vanalega og í París var helmingur neðanjarðarlestarleiða lokaður. Einnig hefur fjölda flugferða verið aflýst. Fjöldi Frakka sem hugðist eyða jólunum við ættingjum og vinum situr því eftir með sárt ennið. Macron, sem staddur er í ferðalagi á Fílabeinsströndinni, hvatti verkfallsfólk til þess eyðileggja ekki jólin fyrir samlöndum sínum. „Verkfallsaðgerðir eru réttlætanlegar og varðar af stjórnarskránni en ég tel að það séu stundir í lífi þjóðarinnar þar sem er líka gott að boða til vopnahlés til að virða fjölskyldur og líf fjölskyldna,“ sagði Macron í Abidjan. Verkalýðsfélögin mótmæla umbótum sem Macron vill ráðast í á lífeyriskerfi Frakklands. Forsetinn vill taka upp eitt lífeyriskerfi fyrir alla í stað þeirra 42 mismunandi kerfa sem nú eru í gangi í landinu. Það segja verkalýðsfélögin muna leiða til þess að félagsmenn þeirra þurfi að vinna lengur eða fá minna fyrir sinn snúð en ella. Frakkland Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Búist er við því að verkföll verkalýðsfélaga samgöngustarfsfólks setji strik í reikninginn fyrir marga Frakka sem þurfa að leggja land undir fót fyrir jólin. Emmanuel Macron forseti biðlar til félaganna að fresta verkfallsaðgerðum sínum af virðingu við fjölskyldur landsins. Verkföll hafa staðið yfir gegn fyrirhuguðum breytingum á lífeyriskerfinu undanfarnar tvær vikur og valdið nokkrum usla í frönsku samfélagi. Lestarfyrirtækið SNCF varar við því „veruleg röskun“ verði á ferðum þess yfir jólin vegna aðgerðanna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Helmingi færri háhraðalestir voru í umferð í gær en vanalega og í París var helmingur neðanjarðarlestarleiða lokaður. Einnig hefur fjölda flugferða verið aflýst. Fjöldi Frakka sem hugðist eyða jólunum við ættingjum og vinum situr því eftir með sárt ennið. Macron, sem staddur er í ferðalagi á Fílabeinsströndinni, hvatti verkfallsfólk til þess eyðileggja ekki jólin fyrir samlöndum sínum. „Verkfallsaðgerðir eru réttlætanlegar og varðar af stjórnarskránni en ég tel að það séu stundir í lífi þjóðarinnar þar sem er líka gott að boða til vopnahlés til að virða fjölskyldur og líf fjölskyldna,“ sagði Macron í Abidjan. Verkalýðsfélögin mótmæla umbótum sem Macron vill ráðast í á lífeyriskerfi Frakklands. Forsetinn vill taka upp eitt lífeyriskerfi fyrir alla í stað þeirra 42 mismunandi kerfa sem nú eru í gangi í landinu. Það segja verkalýðsfélögin muna leiða til þess að félagsmenn þeirra þurfi að vinna lengur eða fá minna fyrir sinn snúð en ella.
Frakkland Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira