Gáfu frá sér meira en 50 þúsund byssur Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2019 09:09 Flestar tegundir hálf-sjálfvirkra byssa voru bannaðar og hefur lögregla Nýja Sjálands á undanförnum sex mánuðum keypt slík vopn af íbúum. AP/Nick Perry Íbúar Nýja-Sjálands hafa gefið frá sér meira en 50 þúsund byssur eftir að skotvopnalög landsins voru hert í kjölfar þess að 51 var myrtur í tveimur moskum í Christchurch í mars. Flestar tegundir hálf-sjálfvirkra byssa voru bannaðar og hefur lögregla Nýja Sjálands á undanförnum sex mánuðum keypt slík vopn af íbúum. Frumvarpið var samþykkt á sínum tíma af 119 þingmönnum landsins og einungis einn var andsnúinn því. Verkefni þessu lauk á föstudaginn og í nótt var árangurinn tíundaður af yfirvöldum landsins. 33 þúsund manns skiluðu inn 51 þúsund byssum sem voru gerðar ólöglegar. Þar að auki var fimm þúsund byssum skilað inn vegna verkefnis þar sem lögreglan lofaði því að spyrja engra spurninga um þær en greiddi ekki fyrir vopnin. Eigendur 2.700 byssa breyttu þeim svo þær stönguðust ekki á við lögin og lögreglan segist hafa tekið um 1.600 byssur af glæpasamtökum frá því í mars. New Zealand Herald hefur eftir Mike Clement, yfirmanni lögreglunnar, að ljóst sé að íbúar skilji tilgang laganna.„Við vonumst til þess að upplifa aldrei aftur árás eins og þá sem átti sér stað í Christchurch,“ sagði Clement. Hann viðurkenndi ferlið hafi verið mörgum erfitt Gagnrýnendur segja lögin þó gölluð og fjölmargir byssueigendur hafi einfaldlega falið vopn sín. NZ Herald hefur eftir formanni samtaka byssueigenda í Nýja-Sjálandi samtökin áætli að um 170 þúsund byssur séu nú ólöglegar í landinu. Þannig sé ljóst að 50 þúsund sé ekki tala sem yfirvöld eigi að stæra sig af.AP fréttaveitan hefur einnig eftir henni að fólki hafi ekki verið greitt nægjanlega fyrir byssur sínar. Þá hafi byssueigendur misst trúna á yfirvöld og þeim finnist þeim sjálfum hafa verið kennt um hryðjuverkaárásina. Yfirvöld undirbúa frekari aðgerðir eins og það að stofna skrá yfir byssur landsins. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Sjá meira
Íbúar Nýja-Sjálands hafa gefið frá sér meira en 50 þúsund byssur eftir að skotvopnalög landsins voru hert í kjölfar þess að 51 var myrtur í tveimur moskum í Christchurch í mars. Flestar tegundir hálf-sjálfvirkra byssa voru bannaðar og hefur lögregla Nýja Sjálands á undanförnum sex mánuðum keypt slík vopn af íbúum. Frumvarpið var samþykkt á sínum tíma af 119 þingmönnum landsins og einungis einn var andsnúinn því. Verkefni þessu lauk á föstudaginn og í nótt var árangurinn tíundaður af yfirvöldum landsins. 33 þúsund manns skiluðu inn 51 þúsund byssum sem voru gerðar ólöglegar. Þar að auki var fimm þúsund byssum skilað inn vegna verkefnis þar sem lögreglan lofaði því að spyrja engra spurninga um þær en greiddi ekki fyrir vopnin. Eigendur 2.700 byssa breyttu þeim svo þær stönguðust ekki á við lögin og lögreglan segist hafa tekið um 1.600 byssur af glæpasamtökum frá því í mars. New Zealand Herald hefur eftir Mike Clement, yfirmanni lögreglunnar, að ljóst sé að íbúar skilji tilgang laganna.„Við vonumst til þess að upplifa aldrei aftur árás eins og þá sem átti sér stað í Christchurch,“ sagði Clement. Hann viðurkenndi ferlið hafi verið mörgum erfitt Gagnrýnendur segja lögin þó gölluð og fjölmargir byssueigendur hafi einfaldlega falið vopn sín. NZ Herald hefur eftir formanni samtaka byssueigenda í Nýja-Sjálandi samtökin áætli að um 170 þúsund byssur séu nú ólöglegar í landinu. Þannig sé ljóst að 50 þúsund sé ekki tala sem yfirvöld eigi að stæra sig af.AP fréttaveitan hefur einnig eftir henni að fólki hafi ekki verið greitt nægjanlega fyrir byssur sínar. Þá hafi byssueigendur misst trúna á yfirvöld og þeim finnist þeim sjálfum hafa verið kennt um hryðjuverkaárásina. Yfirvöld undirbúa frekari aðgerðir eins og það að stofna skrá yfir byssur landsins.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent