Segir Play reyna að sækja fjármagn á gaddfreðnum markaði Birgir Olgeirsson skrifar 20. desember 2019 19:12 Snorri Jakobsson, forstöðumaður Capacent vísir/vilhelm Illa hefur gengið að koma nýjum flugfélögum á koppinn hér á landi. Greinandi segir algjört frost á fjármálamarkaði og afar erfitt að sækja fé í rekstur. Enn hefur ekki orðið að fyrstu ferð endurreists WOW Air, sem var boðuð í október. Talsmenn félagsins segja nú vikur fremur en mánuði í fyrstu ferðina. Flóknari hafi reynst að endurreisa félagið og sviptingar á flugmarkaði erlendis kalli á endurskoðun. Verkefnið sé þó að fullu fjármagnað. Sömu sögu er ekki að segja af nýja flugfélaginu Play. Miðasala átti að hefjast í nóvember en ekki hafin enn. Leitað er eftir 1.700 milljónum frá fjárfestum sem hefur ekki náðst að fullu. Greinandi segir að tekju- og rekstraráætlanir Play hafi virkað full bjartsýnar á sig. „Tekjuáætlanir og rekstraráætlanir, ég hef ekki séð þær nákvæmlega, en þær virkuðu svolítið í bjartsýnni kantinum. Svo held ég að þetta sé allt spurning um fjármögnun. Það er þrjátíu stiga gaddur á fjármagnsmarkaði. Það er allt frosið. Bankarnir eru jafnvel að draga úr útlánum. Ef við skoðum bankana á síðustu árum hefur ekki verið hagnaður á fyrirtækjalánum vegna bankaskatts og sértækra gjalda á bankanna. Það eru þá helst lífeyrissjóðirnir sem vilja örugg veð ef þeir eiga að lána. Það er rosalega þungt og erfitt að sækja sér fjármagn. Í þriðja lagi eru einstaklingarnir sem eru mikið á innlánum. Innlánsvextir eru nánast engir og erfitt fyrir einstaklinga að treysta aftur skuldabréfasjóðum eða hlutabréfamarkaðinum eins og þeir gerðu áður,“ segir Snorri Jakobsson, forstöðumaður hjá Capacent. Bankarnir dragi saman útlánin og tapið á þeim að stórum hluta vegna sértækra álaga sem lögð eru á bankanna. „Þetta ígildir 0,7 til 0,8 prósenta í vaxtamun sem er mjög mikið. Þeir þurfa því að halda því sem nemur hærri vaxtamun en aðrir. Það dregur úr hagkvæmum lánum og útlánum þeirra. Þessar eiginfjárkröfur til útlána sem eru hærri hér og draga ennþá úr hvata bankana til að lána út. Svo að ná í fjármagn er gríðarlega erfitt. Seðlabankinn hefur verið að lækka vexti en það hefur haft sáralítil áhrif. Út af því að það hefur verið enginn hagnaður og jafnvel tap á fyrirtækjaútlánum.“ Hann segir möguleika á innspýtingu á næsta ári með lækkun bankaskatts og mögulegri stýrivaxtalækkun Seðlabankans. „Grunnvextir eru þrjú prósent á Íslandi en 2,5 prósent í Bandaríkjunum. Vaxtamunurinn er nær enginn. Útlánsvextir eru mun hærri einfaldlega út af þessum sérstöku kröfum og sköttum á Íslandi. Leiðnin er því mjög lök miðað við það sem við sjáum erlendis. “ Hann gengur þó ekki svo langt að kalla ástandið kreppu. Forvitnilegir tímar séu þó framundan þar sem atvinnuleysi nálgast 5 prósent, verðbólgan er tvö prósent og það verður áhugavert að sjá hvort fasteignamarkaðurinn haldi. Fréttir af flugi Markaðir Play Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Illa hefur gengið að koma nýjum flugfélögum á koppinn hér á landi. Greinandi segir algjört frost á fjármálamarkaði og afar erfitt að sækja fé í rekstur. Enn hefur ekki orðið að fyrstu ferð endurreists WOW Air, sem var boðuð í október. Talsmenn félagsins segja nú vikur fremur en mánuði í fyrstu ferðina. Flóknari hafi reynst að endurreisa félagið og sviptingar á flugmarkaði erlendis kalli á endurskoðun. Verkefnið sé þó að fullu fjármagnað. Sömu sögu er ekki að segja af nýja flugfélaginu Play. Miðasala átti að hefjast í nóvember en ekki hafin enn. Leitað er eftir 1.700 milljónum frá fjárfestum sem hefur ekki náðst að fullu. Greinandi segir að tekju- og rekstraráætlanir Play hafi virkað full bjartsýnar á sig. „Tekjuáætlanir og rekstraráætlanir, ég hef ekki séð þær nákvæmlega, en þær virkuðu svolítið í bjartsýnni kantinum. Svo held ég að þetta sé allt spurning um fjármögnun. Það er þrjátíu stiga gaddur á fjármagnsmarkaði. Það er allt frosið. Bankarnir eru jafnvel að draga úr útlánum. Ef við skoðum bankana á síðustu árum hefur ekki verið hagnaður á fyrirtækjalánum vegna bankaskatts og sértækra gjalda á bankanna. Það eru þá helst lífeyrissjóðirnir sem vilja örugg veð ef þeir eiga að lána. Það er rosalega þungt og erfitt að sækja sér fjármagn. Í þriðja lagi eru einstaklingarnir sem eru mikið á innlánum. Innlánsvextir eru nánast engir og erfitt fyrir einstaklinga að treysta aftur skuldabréfasjóðum eða hlutabréfamarkaðinum eins og þeir gerðu áður,“ segir Snorri Jakobsson, forstöðumaður hjá Capacent. Bankarnir dragi saman útlánin og tapið á þeim að stórum hluta vegna sértækra álaga sem lögð eru á bankanna. „Þetta ígildir 0,7 til 0,8 prósenta í vaxtamun sem er mjög mikið. Þeir þurfa því að halda því sem nemur hærri vaxtamun en aðrir. Það dregur úr hagkvæmum lánum og útlánum þeirra. Þessar eiginfjárkröfur til útlána sem eru hærri hér og draga ennþá úr hvata bankana til að lána út. Svo að ná í fjármagn er gríðarlega erfitt. Seðlabankinn hefur verið að lækka vexti en það hefur haft sáralítil áhrif. Út af því að það hefur verið enginn hagnaður og jafnvel tap á fyrirtækjaútlánum.“ Hann segir möguleika á innspýtingu á næsta ári með lækkun bankaskatts og mögulegri stýrivaxtalækkun Seðlabankans. „Grunnvextir eru þrjú prósent á Íslandi en 2,5 prósent í Bandaríkjunum. Vaxtamunurinn er nær enginn. Útlánsvextir eru mun hærri einfaldlega út af þessum sérstöku kröfum og sköttum á Íslandi. Leiðnin er því mjög lök miðað við það sem við sjáum erlendis. “ Hann gengur þó ekki svo langt að kalla ástandið kreppu. Forvitnilegir tímar séu þó framundan þar sem atvinnuleysi nálgast 5 prósent, verðbólgan er tvö prósent og það verður áhugavert að sjá hvort fasteignamarkaðurinn haldi.
Fréttir af flugi Markaðir Play Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira