Einstæð móðir frá Nígeríu fær efnismeðferð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. desember 2019 13:43 Mál konunnar fær nú efnismeðferð hjá Útlendingastofnun. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í morgun að íslenska ríkið hefði brotið gegn rannsóknarreglu stjórnsýslulaga í máli rúmlega þrítugrar einstæðrar nígerískrar móður sem sótt hefur um alþjóðlega vernd á Íslandi fyrir sig og barn sitt. Með dómnum var ógiltur úrskurður kærunefndar útlendingamála að synja konunni og barni hennar um efnismeðferð. Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður konunnar, staðfestir niðurstöðuna í samtali við Vísi. Að mati dómsins braut kærunefnd útlendingamála gegn rannsóknarreglu stjórnsýslulaga með því að kveða upp úrskurð án þess að fullnægjandi gögn um andlegt heilsufar lægju fyrir þrátt fyrir að frekari gagnaframlagning hafði verið boðuð af fyrrum talsmanns konunnar. Í dómi héraðsdóms segir að með engu móti verði séð hvers vegna kærunefnd útlendingamála hefði ekki talið unnt að bíða gagnanna í ljósi þess að nefndin hefði sjálf komist að þeirri niðurstöðu að konan væri í sérlega viðkvæmri stöðu. Eignaðist barn í maí Konan kom ólétt hingað til Íslands fyrir tíu mánuðum og eignaðist hér barn í maí. Fjallað var um mál hennar í Mannlífi á dögunum þar sem vísað var í gögn málsins. Þar kemur fram að konan hafi misst foreldra sína ung og að systkini hennar hafi viljað gifta hana sem fyrst. Eftir mótmæli hafi hún flúið til Ítalíu en þar hafi henni verið þrýst út í vændi. Hún hafi upplifað mikla fordóma á Ítalíu, verið grítt og hrækt á hana. Þá segist hún hafa verið látin drekka vökva sem átti að koma í veg fyrir þungun. Varð hún ólétt af tvíburum en missti annað fóstrið. Á meðan umsókn hennar um alþjóðlega vernd var til meðferðar var búið að boða framlagningu frekari heilsufarsgagna. Áður en þau voru send var kveðinn upp úrskurður þess efnis að senda ætti hana aftur til Ítalíu. Bjartsýnn á framhaldið Var þessi úrskurður kærður og kveðinn upp dómur í héraði í morgun. Niðurstaðan er sú að íslenska ríkið hafi brotið gegn fyrrnefndum lögum og taka eigi málið til efnismeðferðar. Þá segir Magnús að því miður séu brot af þessu tagi ekki einsdæmi hjá kærunefnd útlendingamála. Svipuð mál annarra umbjóðenda hans séu þegar komin fyrir dóm þótt niðurstaða liggi ekki fyrir. „Ég bind vonir við að þessi dómur marki upphafið að bættri málsmeðferð hjá kærunefnd útlendingamála, sérstaklega þegar um er að ræða börn og einstaklinga í viðkvæmri stöðu. Stjórnvöld hafi iðulega verið gagnrýnd fyrir skort á mannúðlegri nálgun í málum er snúa að börnum á flótta en þessi dómur staðfestir að slík gagnrýni er á rökum reist.“ Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í morgun að íslenska ríkið hefði brotið gegn rannsóknarreglu stjórnsýslulaga í máli rúmlega þrítugrar einstæðrar nígerískrar móður sem sótt hefur um alþjóðlega vernd á Íslandi fyrir sig og barn sitt. Með dómnum var ógiltur úrskurður kærunefndar útlendingamála að synja konunni og barni hennar um efnismeðferð. Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður konunnar, staðfestir niðurstöðuna í samtali við Vísi. Að mati dómsins braut kærunefnd útlendingamála gegn rannsóknarreglu stjórnsýslulaga með því að kveða upp úrskurð án þess að fullnægjandi gögn um andlegt heilsufar lægju fyrir þrátt fyrir að frekari gagnaframlagning hafði verið boðuð af fyrrum talsmanns konunnar. Í dómi héraðsdóms segir að með engu móti verði séð hvers vegna kærunefnd útlendingamála hefði ekki talið unnt að bíða gagnanna í ljósi þess að nefndin hefði sjálf komist að þeirri niðurstöðu að konan væri í sérlega viðkvæmri stöðu. Eignaðist barn í maí Konan kom ólétt hingað til Íslands fyrir tíu mánuðum og eignaðist hér barn í maí. Fjallað var um mál hennar í Mannlífi á dögunum þar sem vísað var í gögn málsins. Þar kemur fram að konan hafi misst foreldra sína ung og að systkini hennar hafi viljað gifta hana sem fyrst. Eftir mótmæli hafi hún flúið til Ítalíu en þar hafi henni verið þrýst út í vændi. Hún hafi upplifað mikla fordóma á Ítalíu, verið grítt og hrækt á hana. Þá segist hún hafa verið látin drekka vökva sem átti að koma í veg fyrir þungun. Varð hún ólétt af tvíburum en missti annað fóstrið. Á meðan umsókn hennar um alþjóðlega vernd var til meðferðar var búið að boða framlagningu frekari heilsufarsgagna. Áður en þau voru send var kveðinn upp úrskurður þess efnis að senda ætti hana aftur til Ítalíu. Bjartsýnn á framhaldið Var þessi úrskurður kærður og kveðinn upp dómur í héraði í morgun. Niðurstaðan er sú að íslenska ríkið hafi brotið gegn fyrrnefndum lögum og taka eigi málið til efnismeðferðar. Þá segir Magnús að því miður séu brot af þessu tagi ekki einsdæmi hjá kærunefnd útlendingamála. Svipuð mál annarra umbjóðenda hans séu þegar komin fyrir dóm þótt niðurstaða liggi ekki fyrir. „Ég bind vonir við að þessi dómur marki upphafið að bættri málsmeðferð hjá kærunefnd útlendingamála, sérstaklega þegar um er að ræða börn og einstaklinga í viðkvæmri stöðu. Stjórnvöld hafi iðulega verið gagnrýnd fyrir skort á mannúðlegri nálgun í málum er snúa að börnum á flótta en þessi dómur staðfestir að slík gagnrýni er á rökum reist.“
Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira