Næsta ár verði krefjandi á sviði efnahagsmála Nadine Guðrún Yaghi og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 31. desember 2019 13:14 Forsætisráðherra segir að næsta ár verði krefjandi á sviði efnahagsmála. Þá eru loftlagsmál henni ofarlega í huga. Venju samkvæmt á gamlársdag kom ríkisráð saman til fundar á Bessastöðum í morgun. Það rigndi á ráðherranna þegar þeir mættu einn af öðrum til fundarins á Bessastöðum í morgun. Fundurinn hófst klukkan ellefu í morgun en venjan er að hann byrji klukkan tíu. „Það var nú bara þannig að það urðu tafir á flugi sem ég átti að koma með í morgun, það var einhver bilun,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. En, hvað stendur upp úr á árinu að mati fjármálaráðherra?„Við vorum að ljúka einu afkastamesta þingi sögunnar. Og skattalækkanir því sem næst um 98 prósent framteljenda sjá skattalækkun núna um áramótin,“ segir Bjarni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir árið hafa verið viðburðaríkt. „Þetta var auðvitað viðburðaríkt ár. Lífkjarasamningarnir sem voru undirritaðir í apríl eru mér auðvitað ofarlega í huga því á bak við þá var mikil vinna hjá aðilum vinnumarkaðarins og stjórnvöldum. Ég tel að það sem við höfum séð af ári, í kjölfarið, sé gott merki um það að við getum náð árangri í hagstjórn með því að láta vinnumarkaðsstefnu, peningastefnu og ríkisfjármálastefnu spila saman,“ segir Katrín. Hún bætir við að loftslagsmálin hafi einnig verið ofarlega á baugi. Mikilvægt sé að aðgerðir stjórnvalda í þeim efnum skili árangri sem fyrst. Katrín segir að árið 2020 verði krefjandi ár á sviði efnahagsmála. „Það skiptir máli núna að við höldum sjó, að við styrkjum opinbera fjárfestingu og tryggjum það að við náum bata í efnahagslífinu, stöðugum og jöfnum,“ segir Katrín að lokum. Alþingi Efnahagsmál Loftslagsmál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Þingið að hefjast og málum fjölgað: Umdeild mál á dagskrá Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
Forsætisráðherra segir að næsta ár verði krefjandi á sviði efnahagsmála. Þá eru loftlagsmál henni ofarlega í huga. Venju samkvæmt á gamlársdag kom ríkisráð saman til fundar á Bessastöðum í morgun. Það rigndi á ráðherranna þegar þeir mættu einn af öðrum til fundarins á Bessastöðum í morgun. Fundurinn hófst klukkan ellefu í morgun en venjan er að hann byrji klukkan tíu. „Það var nú bara þannig að það urðu tafir á flugi sem ég átti að koma með í morgun, það var einhver bilun,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. En, hvað stendur upp úr á árinu að mati fjármálaráðherra?„Við vorum að ljúka einu afkastamesta þingi sögunnar. Og skattalækkanir því sem næst um 98 prósent framteljenda sjá skattalækkun núna um áramótin,“ segir Bjarni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir árið hafa verið viðburðaríkt. „Þetta var auðvitað viðburðaríkt ár. Lífkjarasamningarnir sem voru undirritaðir í apríl eru mér auðvitað ofarlega í huga því á bak við þá var mikil vinna hjá aðilum vinnumarkaðarins og stjórnvöldum. Ég tel að það sem við höfum séð af ári, í kjölfarið, sé gott merki um það að við getum náð árangri í hagstjórn með því að láta vinnumarkaðsstefnu, peningastefnu og ríkisfjármálastefnu spila saman,“ segir Katrín. Hún bætir við að loftslagsmálin hafi einnig verið ofarlega á baugi. Mikilvægt sé að aðgerðir stjórnvalda í þeim efnum skili árangri sem fyrst. Katrín segir að árið 2020 verði krefjandi ár á sviði efnahagsmála. „Það skiptir máli núna að við höldum sjó, að við styrkjum opinbera fjárfestingu og tryggjum það að við náum bata í efnahagslífinu, stöðugum og jöfnum,“ segir Katrín að lokum.
Alþingi Efnahagsmál Loftslagsmál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Þingið að hefjast og málum fjölgað: Umdeild mál á dagskrá Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira