Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 31. desember 2019 12:15 Fylgið stjórnmálaflokkanna hefur breyst mikið frá síðustu kosningum. Samfylkingin mælist stærst allra flokka samkvæmt nýjustu könnun. Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn á Alþingi samkvæmt nýrri könnun. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei verið minna. Maskína gerði könnunina á dögunum 12. til 20 desember og um sextíu prósent af 914 svarendum tóku afstöðu til spurningarinnar: „Ef kosið yrði til Alþingis í dag hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa?“. Samkvæmt henni mælist Samfylkingin stærst allra flokka á þingi; með nítján prósenta fylgi. „Þetta er auðvitað stórmerkilegt og það eru mjög mikil tíðindi að Sjálfstæðisflokkurinn mælist ekki lengur stærsti flokkur landsins, sem hann er yfirleitt. Það hefur gerst bara örsjaldan í sögunni að hann hafi mælst minni en aðrir," segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Eiríkur segir Samfylkinginuna virðast vera ná vopnum sínum á ný. Fylgið hrinur hins vegar af Sjálfstæðisflokknum. Það fer úr 25 prósentum í síðustu kosningum og niður í 17,6 prósent. Það hefur aldrei mælst lægra Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Vísir Fylgi ríkisstjórnarinnar dregst saman og mælist einungis um 37 prósent. Eiríkur segir ríkisstjórnarflokka vanalega ekki halda fylgi sínu inn í kjörtímabilið. „Hins vegar hefði maður haldið að þessi ríkisstjórn væri í betri stöðu til þess en þær fyrri, bara vegna þess að það er meiri ró í stjórnvmálum núna. En vantraustið í íslenskum stjórnmálum er bara það mikið að ríkisstjórnir halda ekki fylgi," segir hann. Staða flokkanna er jafnari en áður og Viðreisn og Píratar bæta við sig. Eiríkur segir að dregið hafi verulega úr flokkshollustu og að fjórflokkurinn svokallaði hafi misst sína yfirburðarstöðu. „Þetta voru flokkar sem skiptust einfaldlega á völdum og höfðu um 90 prósent fylgisins í landinu. Núna eru þessir fjórir flokkar bara á pari við aðra og nýrri flokka," segir hann. Þetta sé gjörbreyting á flokkakerfinu í landinu. „Kannski má segja að loksins sé kominn eiginlegur kjósendamarkaður á Íslandi þar sem kjósendur eru einfaldlega tilbúnir að velja sér flokk í hvert sinn. Og þarna er þá kominn markaður sem stjórnmálaflokkar geta raunverulega boðið í; þar sem fylgi er á ferð. Það er gjörbreyting," segir Eiríkur. Alþingi Samfylkingin Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn á Alþingi samkvæmt nýrri könnun. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei verið minna. Maskína gerði könnunina á dögunum 12. til 20 desember og um sextíu prósent af 914 svarendum tóku afstöðu til spurningarinnar: „Ef kosið yrði til Alþingis í dag hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa?“. Samkvæmt henni mælist Samfylkingin stærst allra flokka á þingi; með nítján prósenta fylgi. „Þetta er auðvitað stórmerkilegt og það eru mjög mikil tíðindi að Sjálfstæðisflokkurinn mælist ekki lengur stærsti flokkur landsins, sem hann er yfirleitt. Það hefur gerst bara örsjaldan í sögunni að hann hafi mælst minni en aðrir," segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Eiríkur segir Samfylkinginuna virðast vera ná vopnum sínum á ný. Fylgið hrinur hins vegar af Sjálfstæðisflokknum. Það fer úr 25 prósentum í síðustu kosningum og niður í 17,6 prósent. Það hefur aldrei mælst lægra Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Vísir Fylgi ríkisstjórnarinnar dregst saman og mælist einungis um 37 prósent. Eiríkur segir ríkisstjórnarflokka vanalega ekki halda fylgi sínu inn í kjörtímabilið. „Hins vegar hefði maður haldið að þessi ríkisstjórn væri í betri stöðu til þess en þær fyrri, bara vegna þess að það er meiri ró í stjórnvmálum núna. En vantraustið í íslenskum stjórnmálum er bara það mikið að ríkisstjórnir halda ekki fylgi," segir hann. Staða flokkanna er jafnari en áður og Viðreisn og Píratar bæta við sig. Eiríkur segir að dregið hafi verulega úr flokkshollustu og að fjórflokkurinn svokallaði hafi misst sína yfirburðarstöðu. „Þetta voru flokkar sem skiptust einfaldlega á völdum og höfðu um 90 prósent fylgisins í landinu. Núna eru þessir fjórir flokkar bara á pari við aðra og nýrri flokka," segir hann. Þetta sé gjörbreyting á flokkakerfinu í landinu. „Kannski má segja að loksins sé kominn eiginlegur kjósendamarkaður á Íslandi þar sem kjósendur eru einfaldlega tilbúnir að velja sér flokk í hvert sinn. Og þarna er þá kominn markaður sem stjórnmálaflokkar geta raunverulega boðið í; þar sem fylgi er á ferð. Það er gjörbreyting," segir Eiríkur.
Alþingi Samfylkingin Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira