Fjórða konan tilkynnti meint kynferðisbrot Kristjáns Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. desember 2019 19:00 Fjórða konan hefur tilkynnt lögreglu um meint kynferðisbrot Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, lektors við Háskóla Íslands. Kristjáni var sleppt úr haldi lögreglu í dag eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir honum. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar sem tekur hann að öllum líkindum ekki fyrir fyrr en á nýju ári. Kristján Gunnar var látinn laus eftir hádegi í dag eftir að héraðsdómur hafnaði kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir honum. Hann hefur verið í haldi síðan á jólanótt grunaður um kynferðisbrot, líkamsáras og um að hafa svipt þrjár konur frelsi sínu. Niðurstaða héraðsdóms um að aflétta gæsluvarðhaldi var samstundis kærð til Landsréttar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki vilja veita fréttastofu viðtal vegna málsins í dag en ætla má að niðurstaða héraðsdóms hafi komið lögreglu á óvart. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að málið væri litið mjög alvarlegum augum. Farið hefði verið fram á varðhald til að koma í veg fyrir áframhaldandi brot. Þá var krafan einnig lögð fram á grundvelli rannsóknarhagsmuna, en yfirheyrslum er til að mynda enn ólokið og málið enn á viðkvæmu stigi. Málið hefur vakið mikla athygli en Kristján er lektor við Háskóla Íslands og einn helsti skattasérfræðingur landsins. Kristján var fyrst handtekinn á heimili sínu á aðfangadag vegna gruns um frelsissviptingu og fíkniefnabrot. Honum var sleppt samdægurs að lokinni yfirheyrslu. Hann var síðan handtekinn aftur að morgni jóladags, þá vegna gruns um að hafa brotið gegn tveimur öðrum konum á jólanótt. Landsréttur mun að öllum líkindum ekki ná að fjalla um kæru á úrskurði héraðsdóms fyrr en á nýju ári. Kæra á úrskurði héraðsdóms hafði ekki borist Landsrétti síðdegis í dag samkvæmt upplýsingum frá réttinum en það er héraðsdómur sem sendir kæruna áfram. Eftir að kæran berist hefst sólarhringsfrestur málsaðila til að skila inn greinargerð og að þeim fresti liðnum sé málið tekið til úrskurðar. Venja sé sú að ekki sé úrskurðað á gamlárs- og nýársdag og líklegt megi telja að niðurstaða liggi því ekki fyrir fyrr en 2 janúar. Eins og fram hefur komið hafa þrjár konur kært Kristján. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögreglan fengið tilkynningu frá fjórðu konunni vegna meints kynferðisbrots sem á að hafa átt sér stað á heimili Kristjáns. Konan er erlendis en hefur óskað eftir því að gefa skýrslu í málinu. Kynferðisofbeldi Lektor handtekinn á Aragötu Lögreglan Tengdar fréttir Kröfu lögreglu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir lektornum hafnað Kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um að Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor vi HÍ, verði áfram í gæsluvarðhaldi var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur nú rétt fyrir hádegi. 30. desember 2019 11:57 Lektorinn að öllum líkindum laus yfir áramótin Landsréttur tekur líklega kæru lögreglu fyrir í upphafi nýs árs. 30. desember 2019 14:29 Ákvörðun um áframhaldandi varðhald tekin í dag Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur mun í dag taka ákvörðun um það hvort Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, muni áfram sæta gæsluvarðhaldi. 30. desember 2019 07:03 Var vikið úr kennslu við Háskóla Íslands í haust Mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar sem hefur gegnt 30% stöðu sem lektor við Háskóla Íslands hefur verið til umfjöllunar þar í nokkra mánuði og var honum honum vikið úr kennslu í haust samkvæmt upplýsingum fréttastofu. 30. desember 2019 15:06 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Sjá meira
Fjórða konan hefur tilkynnt lögreglu um meint kynferðisbrot Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, lektors við Háskóla Íslands. Kristjáni var sleppt úr haldi lögreglu í dag eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir honum. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar sem tekur hann að öllum líkindum ekki fyrir fyrr en á nýju ári. Kristján Gunnar var látinn laus eftir hádegi í dag eftir að héraðsdómur hafnaði kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir honum. Hann hefur verið í haldi síðan á jólanótt grunaður um kynferðisbrot, líkamsáras og um að hafa svipt þrjár konur frelsi sínu. Niðurstaða héraðsdóms um að aflétta gæsluvarðhaldi var samstundis kærð til Landsréttar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki vilja veita fréttastofu viðtal vegna málsins í dag en ætla má að niðurstaða héraðsdóms hafi komið lögreglu á óvart. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að málið væri litið mjög alvarlegum augum. Farið hefði verið fram á varðhald til að koma í veg fyrir áframhaldandi brot. Þá var krafan einnig lögð fram á grundvelli rannsóknarhagsmuna, en yfirheyrslum er til að mynda enn ólokið og málið enn á viðkvæmu stigi. Málið hefur vakið mikla athygli en Kristján er lektor við Háskóla Íslands og einn helsti skattasérfræðingur landsins. Kristján var fyrst handtekinn á heimili sínu á aðfangadag vegna gruns um frelsissviptingu og fíkniefnabrot. Honum var sleppt samdægurs að lokinni yfirheyrslu. Hann var síðan handtekinn aftur að morgni jóladags, þá vegna gruns um að hafa brotið gegn tveimur öðrum konum á jólanótt. Landsréttur mun að öllum líkindum ekki ná að fjalla um kæru á úrskurði héraðsdóms fyrr en á nýju ári. Kæra á úrskurði héraðsdóms hafði ekki borist Landsrétti síðdegis í dag samkvæmt upplýsingum frá réttinum en það er héraðsdómur sem sendir kæruna áfram. Eftir að kæran berist hefst sólarhringsfrestur málsaðila til að skila inn greinargerð og að þeim fresti liðnum sé málið tekið til úrskurðar. Venja sé sú að ekki sé úrskurðað á gamlárs- og nýársdag og líklegt megi telja að niðurstaða liggi því ekki fyrir fyrr en 2 janúar. Eins og fram hefur komið hafa þrjár konur kært Kristján. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögreglan fengið tilkynningu frá fjórðu konunni vegna meints kynferðisbrots sem á að hafa átt sér stað á heimili Kristjáns. Konan er erlendis en hefur óskað eftir því að gefa skýrslu í málinu.
Kynferðisofbeldi Lektor handtekinn á Aragötu Lögreglan Tengdar fréttir Kröfu lögreglu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir lektornum hafnað Kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um að Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor vi HÍ, verði áfram í gæsluvarðhaldi var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur nú rétt fyrir hádegi. 30. desember 2019 11:57 Lektorinn að öllum líkindum laus yfir áramótin Landsréttur tekur líklega kæru lögreglu fyrir í upphafi nýs árs. 30. desember 2019 14:29 Ákvörðun um áframhaldandi varðhald tekin í dag Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur mun í dag taka ákvörðun um það hvort Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, muni áfram sæta gæsluvarðhaldi. 30. desember 2019 07:03 Var vikið úr kennslu við Háskóla Íslands í haust Mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar sem hefur gegnt 30% stöðu sem lektor við Háskóla Íslands hefur verið til umfjöllunar þar í nokkra mánuði og var honum honum vikið úr kennslu í haust samkvæmt upplýsingum fréttastofu. 30. desember 2019 15:06 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Sjá meira
Kröfu lögreglu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir lektornum hafnað Kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um að Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor vi HÍ, verði áfram í gæsluvarðhaldi var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur nú rétt fyrir hádegi. 30. desember 2019 11:57
Lektorinn að öllum líkindum laus yfir áramótin Landsréttur tekur líklega kæru lögreglu fyrir í upphafi nýs árs. 30. desember 2019 14:29
Ákvörðun um áframhaldandi varðhald tekin í dag Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur mun í dag taka ákvörðun um það hvort Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, muni áfram sæta gæsluvarðhaldi. 30. desember 2019 07:03
Var vikið úr kennslu við Háskóla Íslands í haust Mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar sem hefur gegnt 30% stöðu sem lektor við Háskóla Íslands hefur verið til umfjöllunar þar í nokkra mánuði og var honum honum vikið úr kennslu í haust samkvæmt upplýsingum fréttastofu. 30. desember 2019 15:06