Fjórða konan tilkynnti meint kynferðisbrot Kristjáns Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. desember 2019 19:00 Fjórða konan hefur tilkynnt lögreglu um meint kynferðisbrot Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, lektors við Háskóla Íslands. Kristjáni var sleppt úr haldi lögreglu í dag eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir honum. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar sem tekur hann að öllum líkindum ekki fyrir fyrr en á nýju ári. Kristján Gunnar var látinn laus eftir hádegi í dag eftir að héraðsdómur hafnaði kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir honum. Hann hefur verið í haldi síðan á jólanótt grunaður um kynferðisbrot, líkamsáras og um að hafa svipt þrjár konur frelsi sínu. Niðurstaða héraðsdóms um að aflétta gæsluvarðhaldi var samstundis kærð til Landsréttar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki vilja veita fréttastofu viðtal vegna málsins í dag en ætla má að niðurstaða héraðsdóms hafi komið lögreglu á óvart. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að málið væri litið mjög alvarlegum augum. Farið hefði verið fram á varðhald til að koma í veg fyrir áframhaldandi brot. Þá var krafan einnig lögð fram á grundvelli rannsóknarhagsmuna, en yfirheyrslum er til að mynda enn ólokið og málið enn á viðkvæmu stigi. Málið hefur vakið mikla athygli en Kristján er lektor við Háskóla Íslands og einn helsti skattasérfræðingur landsins. Kristján var fyrst handtekinn á heimili sínu á aðfangadag vegna gruns um frelsissviptingu og fíkniefnabrot. Honum var sleppt samdægurs að lokinni yfirheyrslu. Hann var síðan handtekinn aftur að morgni jóladags, þá vegna gruns um að hafa brotið gegn tveimur öðrum konum á jólanótt. Landsréttur mun að öllum líkindum ekki ná að fjalla um kæru á úrskurði héraðsdóms fyrr en á nýju ári. Kæra á úrskurði héraðsdóms hafði ekki borist Landsrétti síðdegis í dag samkvæmt upplýsingum frá réttinum en það er héraðsdómur sem sendir kæruna áfram. Eftir að kæran berist hefst sólarhringsfrestur málsaðila til að skila inn greinargerð og að þeim fresti liðnum sé málið tekið til úrskurðar. Venja sé sú að ekki sé úrskurðað á gamlárs- og nýársdag og líklegt megi telja að niðurstaða liggi því ekki fyrir fyrr en 2 janúar. Eins og fram hefur komið hafa þrjár konur kært Kristján. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögreglan fengið tilkynningu frá fjórðu konunni vegna meints kynferðisbrots sem á að hafa átt sér stað á heimili Kristjáns. Konan er erlendis en hefur óskað eftir því að gefa skýrslu í málinu. Kynferðisofbeldi Lektor handtekinn á Aragötu Lögreglan Tengdar fréttir Kröfu lögreglu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir lektornum hafnað Kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um að Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor vi HÍ, verði áfram í gæsluvarðhaldi var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur nú rétt fyrir hádegi. 30. desember 2019 11:57 Lektorinn að öllum líkindum laus yfir áramótin Landsréttur tekur líklega kæru lögreglu fyrir í upphafi nýs árs. 30. desember 2019 14:29 Ákvörðun um áframhaldandi varðhald tekin í dag Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur mun í dag taka ákvörðun um það hvort Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, muni áfram sæta gæsluvarðhaldi. 30. desember 2019 07:03 Var vikið úr kennslu við Háskóla Íslands í haust Mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar sem hefur gegnt 30% stöðu sem lektor við Háskóla Íslands hefur verið til umfjöllunar þar í nokkra mánuði og var honum honum vikið úr kennslu í haust samkvæmt upplýsingum fréttastofu. 30. desember 2019 15:06 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Sjá meira
Fjórða konan hefur tilkynnt lögreglu um meint kynferðisbrot Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, lektors við Háskóla Íslands. Kristjáni var sleppt úr haldi lögreglu í dag eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir honum. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar sem tekur hann að öllum líkindum ekki fyrir fyrr en á nýju ári. Kristján Gunnar var látinn laus eftir hádegi í dag eftir að héraðsdómur hafnaði kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir honum. Hann hefur verið í haldi síðan á jólanótt grunaður um kynferðisbrot, líkamsáras og um að hafa svipt þrjár konur frelsi sínu. Niðurstaða héraðsdóms um að aflétta gæsluvarðhaldi var samstundis kærð til Landsréttar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki vilja veita fréttastofu viðtal vegna málsins í dag en ætla má að niðurstaða héraðsdóms hafi komið lögreglu á óvart. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að málið væri litið mjög alvarlegum augum. Farið hefði verið fram á varðhald til að koma í veg fyrir áframhaldandi brot. Þá var krafan einnig lögð fram á grundvelli rannsóknarhagsmuna, en yfirheyrslum er til að mynda enn ólokið og málið enn á viðkvæmu stigi. Málið hefur vakið mikla athygli en Kristján er lektor við Háskóla Íslands og einn helsti skattasérfræðingur landsins. Kristján var fyrst handtekinn á heimili sínu á aðfangadag vegna gruns um frelsissviptingu og fíkniefnabrot. Honum var sleppt samdægurs að lokinni yfirheyrslu. Hann var síðan handtekinn aftur að morgni jóladags, þá vegna gruns um að hafa brotið gegn tveimur öðrum konum á jólanótt. Landsréttur mun að öllum líkindum ekki ná að fjalla um kæru á úrskurði héraðsdóms fyrr en á nýju ári. Kæra á úrskurði héraðsdóms hafði ekki borist Landsrétti síðdegis í dag samkvæmt upplýsingum frá réttinum en það er héraðsdómur sem sendir kæruna áfram. Eftir að kæran berist hefst sólarhringsfrestur málsaðila til að skila inn greinargerð og að þeim fresti liðnum sé málið tekið til úrskurðar. Venja sé sú að ekki sé úrskurðað á gamlárs- og nýársdag og líklegt megi telja að niðurstaða liggi því ekki fyrir fyrr en 2 janúar. Eins og fram hefur komið hafa þrjár konur kært Kristján. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögreglan fengið tilkynningu frá fjórðu konunni vegna meints kynferðisbrots sem á að hafa átt sér stað á heimili Kristjáns. Konan er erlendis en hefur óskað eftir því að gefa skýrslu í málinu.
Kynferðisofbeldi Lektor handtekinn á Aragötu Lögreglan Tengdar fréttir Kröfu lögreglu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir lektornum hafnað Kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um að Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor vi HÍ, verði áfram í gæsluvarðhaldi var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur nú rétt fyrir hádegi. 30. desember 2019 11:57 Lektorinn að öllum líkindum laus yfir áramótin Landsréttur tekur líklega kæru lögreglu fyrir í upphafi nýs árs. 30. desember 2019 14:29 Ákvörðun um áframhaldandi varðhald tekin í dag Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur mun í dag taka ákvörðun um það hvort Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, muni áfram sæta gæsluvarðhaldi. 30. desember 2019 07:03 Var vikið úr kennslu við Háskóla Íslands í haust Mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar sem hefur gegnt 30% stöðu sem lektor við Háskóla Íslands hefur verið til umfjöllunar þar í nokkra mánuði og var honum honum vikið úr kennslu í haust samkvæmt upplýsingum fréttastofu. 30. desember 2019 15:06 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Sjá meira
Kröfu lögreglu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir lektornum hafnað Kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um að Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor vi HÍ, verði áfram í gæsluvarðhaldi var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur nú rétt fyrir hádegi. 30. desember 2019 11:57
Lektorinn að öllum líkindum laus yfir áramótin Landsréttur tekur líklega kæru lögreglu fyrir í upphafi nýs árs. 30. desember 2019 14:29
Ákvörðun um áframhaldandi varðhald tekin í dag Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur mun í dag taka ákvörðun um það hvort Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, muni áfram sæta gæsluvarðhaldi. 30. desember 2019 07:03
Var vikið úr kennslu við Háskóla Íslands í haust Mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar sem hefur gegnt 30% stöðu sem lektor við Háskóla Íslands hefur verið til umfjöllunar þar í nokkra mánuði og var honum honum vikið úr kennslu í haust samkvæmt upplýsingum fréttastofu. 30. desember 2019 15:06