Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Stefnt er að því að létta frekar á samkomubanninu 25. maí en þá verða líkamsræktarstöðvar meðal annars opnaðar. Þrátt fyrir að ekkert smit hafi greinst síðustu þrjá daga segir sóttvarnalæknir óraunhæft að halda að veiran sé horfin. Fjallað verður nánar um þetta í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Við skoðum líka verkfallsmálin, en skólahald lá niðri eða var skert í nokkrum leik- og grunnskólum í Kópavogi í dag vegna verkfalls Eflingar og hefur enginn fundur verið boðaður í deilunni.

Loks sjáum við fallegt myndefni frá Hrafnseyrarheiði en þar stendur nú yfir líklega síðasti snjómoksturinn á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöngin verða opnuð.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×