Fólk á vesturhluta landsins má eiga von á vestan golu framan af degi, skýjuðu veðri og dálítilli vætu, en austantil verður bjart með köflum.
Í hugleiðingum veðurfræðings segir að seint í dag snúist í norðlæga átt, 5 til 13 metra á sekúndu, .ar sem mun þykkna upp með dálitlum éljum um landið norðan- og austanvert. Hins vegar léttir til suðvestan- og vestanlands.
„Hitinn verður 5 til 14 stig fyrri part dags, hlýjast á Suðausturlandi, en það kólnar norðanlands með deginum.
Norðaustan gola eða kaldi á morgun, bjartviðri suðvestan- og vestanlands, og það styttir upp með morgninum fyrir norðan. Eftir hádegi þykknar upp syðst á landinu með skúrum eða éljum. Hiti nálægt frostmarki norðaustantil, en það verður áfram milt sunnanlands yfir hádaginn,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.
Veðurhorfur næstu daga
Á föstudag: Norðlæg átt, 5-10 m/s og dálítil él um landið N- og A-vert, en yfirleitt bjart SV- og V-lands. Hiti um og yfir frostmarki N- og A-lands, en að 9 stigum syðra. Lægir um kvöldið og frystir víða.
Á laugardag: Hæg norðlæg átt og bjartviðri, en 5-10 m/s og dálítil él um landið SA- og A-vert. Hiti um og undir frostmarki norðaustantil, en 4 til 9 stig á Suður- og Vesturlandi að deginum.
Á sunnudag: Vestan og suðvestan 5-13 m/s. Skýjað með köflum um landið vestanvert, en víða bjartviðri austantil. Hlýnar í veðri, hiti 5 til 10 stig síðdegis.
Á mánudag: Suðvestlæg eða breytileg átt, víða dálítil rigning með köflum, en slydduél NA-til. Lengst af þurrt SA-lands. Hiti 4 til 9 stig, en nálægt frostmarki um landið NA-vert.
Á þriðjudag: Suðvestlæg átt og víða rigning eða súld með köflum. Hiti 5 til 10 stig.
Á miðvikudag: Suðlæg átt og lítilsháttar væta S- og V-til, en bjartviðri NA-lands. Fremur hlýtt í veðri.