Frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs sett á ís Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. maí 2020 13:00 Þórhildur Sunna segist vona að það takist að ljúka frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs fyrir þinglok í sumar. Vísir/samsett mynd Frumkvæðisathugun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á hæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna Samherjamálsins hefur verið sett á ís vegna kórónuveirufaraldursins. Formaður nefndarinnar segir málinu þó hvergi lokið. Kórónuveirufaraldurinn hefur tafið afgreiðslu nokkurra mála í nefndinni að sögn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata og formanns nefndarinnar. „Við vorum með frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sem sjávarútvegsráðherra vegna Samherjamálsins og svo erum við með frumkvæðisathugun um hvernig það kemur eiginlega til að við erum á gráum lista FATF (Financial Action Task Force) Þessi mál eru bara þannig stödd að við erum aðeins búin að setja þau aðeins upp í hillu núna á meðan þetta ástand gengur yfir. Þetta er kannski þess eðlis að við viljum geta verið inni í sama rými til þess að tala saman um framhald þessara mála,“ segir Þórhildur Sunna og vísar til þess að flestir nefndafundir hafa að undanförnu farið fram í gegnum fjarfundabúnað. Sjá einnig: Hefur fleiri spurningar um framkvæmd hagsmunamats Stefnt sé þó að því að halda málinu áfram og helst ljúka því fyrir þinglok í sumar. Nefndin hafði kallað eftir frekari gögnum frá sjávarútvegsráðuneytinu en Þórhildur Sunna segir margt áhugavert í þeim gögnum. Kristján Þór Júlíusson kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í janúar þar sem hann svaraði spurningum nefndarinnar.Vísir/Vilhelm „Til dæmis það að sjávarútvegsráðherra álíti sig hæfan í málefnum Síldarvinnslunnar. Hann er búinn að slá á frest núna að laga lög um hlutdeild í sjávarútvegsfyrirtækjum. En þar var reyndar ekkert verið að taka á því sem er kannski hvað umdeildast og það er að Samherji á 49,9% hlut í Síldarvinnslunni en telst samt sem áður ekki tengdur aðili. Þetta virðist ráðherra vera að nýta sér með því að telja sig ekki þurfa að pæla í sínu hæfi gagnvart Síldarvinnslunni,“segir Þórhildur Sunna. Þótt frumkvæðisathuganir hafi verið settar á ís liggja þó fjölmörg önnur verkefni fyrir nefndinni. „Fyrir okkur liggja náttúrlega stór verkefni önnur sem að er líka brýnt að leysa úr. Þetta er búið að hlaðast duglega upp svona á meðan við vorum í hálfgerðu frostmarki í nefndastarfi sem ekki tengdist covid þannig að það er kominn tími til að taka á þeim málum líka.“ Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Frumkvæðisathugun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á hæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna Samherjamálsins hefur verið sett á ís vegna kórónuveirufaraldursins. Formaður nefndarinnar segir málinu þó hvergi lokið. Kórónuveirufaraldurinn hefur tafið afgreiðslu nokkurra mála í nefndinni að sögn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata og formanns nefndarinnar. „Við vorum með frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sem sjávarútvegsráðherra vegna Samherjamálsins og svo erum við með frumkvæðisathugun um hvernig það kemur eiginlega til að við erum á gráum lista FATF (Financial Action Task Force) Þessi mál eru bara þannig stödd að við erum aðeins búin að setja þau aðeins upp í hillu núna á meðan þetta ástand gengur yfir. Þetta er kannski þess eðlis að við viljum geta verið inni í sama rými til þess að tala saman um framhald þessara mála,“ segir Þórhildur Sunna og vísar til þess að flestir nefndafundir hafa að undanförnu farið fram í gegnum fjarfundabúnað. Sjá einnig: Hefur fleiri spurningar um framkvæmd hagsmunamats Stefnt sé þó að því að halda málinu áfram og helst ljúka því fyrir þinglok í sumar. Nefndin hafði kallað eftir frekari gögnum frá sjávarútvegsráðuneytinu en Þórhildur Sunna segir margt áhugavert í þeim gögnum. Kristján Þór Júlíusson kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í janúar þar sem hann svaraði spurningum nefndarinnar.Vísir/Vilhelm „Til dæmis það að sjávarútvegsráðherra álíti sig hæfan í málefnum Síldarvinnslunnar. Hann er búinn að slá á frest núna að laga lög um hlutdeild í sjávarútvegsfyrirtækjum. En þar var reyndar ekkert verið að taka á því sem er kannski hvað umdeildast og það er að Samherji á 49,9% hlut í Síldarvinnslunni en telst samt sem áður ekki tengdur aðili. Þetta virðist ráðherra vera að nýta sér með því að telja sig ekki þurfa að pæla í sínu hæfi gagnvart Síldarvinnslunni,“segir Þórhildur Sunna. Þótt frumkvæðisathuganir hafi verið settar á ís liggja þó fjölmörg önnur verkefni fyrir nefndinni. „Fyrir okkur liggja náttúrlega stór verkefni önnur sem að er líka brýnt að leysa úr. Þetta er búið að hlaðast duglega upp svona á meðan við vorum í hálfgerðu frostmarki í nefndastarfi sem ekki tengdist covid þannig að það er kominn tími til að taka á þeim málum líka.“
Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira