Atvinnuleysi 28% í Reykjanesbæ þar sem veiran bætir gráu ofan á svart Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. maí 2020 14:49 Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að byggja verði fjölbreyttara atvinnulíf á svæðinu. Vísir/EinarÁ Ástand atvinnumála í Reykjanesbæ er alvarlegt en kórónuveirufaraldurinn og aðgerðir ríkja heims til að stemma stigu við honum, hefur bætt gráu ofan á svart. Atvinnuleysi í Reykjanesbæ nam í apríl 28 prósentum, þar af er 16,1 prósent í hlutabótaleiðinni svokölluðu. Á Suðurnesjunum nam atvinnuleysi 25,2 prósentum. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, segir þetta gríðarlega háar tölur. Aðspurður hvort höggið sé sérstaklega þungt í ljósi þess að Reykjanesbær byggir sína afkomu að miklu leyti á ferðaþjónustutengdum greinum segir Kjartan. „Ferðaþjónustan vegur mjög þungt hjá okkur, það er rétt. En fyrst og fremst eru þetta áhrif af engri flugumferð um Keflavíkurflugvöll núna sem telst víst til samgangna en ekki ferðaþjónustu. Flugvöllurinn er bara svo gríðarlega stór vinnuveitandi á þessu svæði. Hjartað okkar slær algjörlega í takt við það sem er að gerast þar.“ Kjartan segir að rekja megi upphaf samdráttarins til gjaldþrots flugfélagsins WOW Air í fyrra. „Þá jókst atvinnuleysi hér talsvert.“ Kjartan segir að framtíðarsýnin nú felist í því að byggja upp fjölbreyttara atvinnulíf til að lágmarka skaðann þegar áföll dynja á. „Við, sveitarfélögin og Reykjanesbær erum fyrst og fremst að reyna að átta okkur á þeim úrræðum sem eru í boði til fjölgunar starfa, bæði til skamms tíma og til lengri tíma, það sem ríkið er að kynna og leggja fram. Nú erum við til skamms tíma að horfa til aukinna starfa fyrir ungt fólk sem er að koma úr námi og treystir á sumarvinnu, til dæmis. Svo til lengri tíma erum við að vinna í að laða hingað að fólk til að stofna fyrirtæki sem skapar þá ný atvinnutækifæri og þá fjölbreyttari atvinnutækifæri en það sem nú er. Það er hluti af stöðunni hjá okkur. Við verðum að vera með eggin í fleiri körfum. Það hefur svolítið einkennt þetta svæði hér að á sínum tíma hversu sjávarútvegur var stór og svo hversu stór vinnuveitandi varnarliðið var og svo núna hversu stór vinnustaður Keflavíkurflugvöllur er, þetta hefur alltaf einkennt okkar svolítið undanfarna áratugi hvað það eru yfirgnæfandi stórir vinnustaðir sem síðan þegar þar verður samdráttur þá hefur það svo ofboðsleg áhrif á atvinnulífið og atvinnuþátttöku fólks.“ Kjartan segir að stjórnvöld verði að ráðstafa fjármunum þar sem þörfin sé mest. „Ríkisvaldið hefur nefnt mögulega fjárveitingu til sveitarfélaga, heilt yfir á landinu. Það eru skiptar skoðanir um það innan sveitarfélaganna hvernig slíkum fjármunum skuli dreift; hvort það eigi að dreifa þeim jafnt miðað við íbúafjölda óháð því hvort atvinnuleysi sé mikið eða hvort staðan í sveitarfélögunum sé slæm. Við, og mörg önnur sveitarfélög úti á landi, sem treysta mjög á ferðaþjónustu og samgöngur segjum að það eigi að dreifa eigi þessu fjármagni þar sem þörfin er mest. Ef það verður gert þá erum við mjög ofarlega á þeim lista en það eru líka önnur svæði eins og Mývatnssveit og Mýrdalur og víða þar sem atvinnuleysi er í fleiri fleiri tugum prósenta því þau treysta svo mikið á ferðaþjónustuna.“ Reykjanesbær Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Ástand atvinnumála í Reykjanesbæ er alvarlegt en kórónuveirufaraldurinn og aðgerðir ríkja heims til að stemma stigu við honum, hefur bætt gráu ofan á svart. Atvinnuleysi í Reykjanesbæ nam í apríl 28 prósentum, þar af er 16,1 prósent í hlutabótaleiðinni svokölluðu. Á Suðurnesjunum nam atvinnuleysi 25,2 prósentum. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, segir þetta gríðarlega háar tölur. Aðspurður hvort höggið sé sérstaklega þungt í ljósi þess að Reykjanesbær byggir sína afkomu að miklu leyti á ferðaþjónustutengdum greinum segir Kjartan. „Ferðaþjónustan vegur mjög þungt hjá okkur, það er rétt. En fyrst og fremst eru þetta áhrif af engri flugumferð um Keflavíkurflugvöll núna sem telst víst til samgangna en ekki ferðaþjónustu. Flugvöllurinn er bara svo gríðarlega stór vinnuveitandi á þessu svæði. Hjartað okkar slær algjörlega í takt við það sem er að gerast þar.“ Kjartan segir að rekja megi upphaf samdráttarins til gjaldþrots flugfélagsins WOW Air í fyrra. „Þá jókst atvinnuleysi hér talsvert.“ Kjartan segir að framtíðarsýnin nú felist í því að byggja upp fjölbreyttara atvinnulíf til að lágmarka skaðann þegar áföll dynja á. „Við, sveitarfélögin og Reykjanesbær erum fyrst og fremst að reyna að átta okkur á þeim úrræðum sem eru í boði til fjölgunar starfa, bæði til skamms tíma og til lengri tíma, það sem ríkið er að kynna og leggja fram. Nú erum við til skamms tíma að horfa til aukinna starfa fyrir ungt fólk sem er að koma úr námi og treystir á sumarvinnu, til dæmis. Svo til lengri tíma erum við að vinna í að laða hingað að fólk til að stofna fyrirtæki sem skapar þá ný atvinnutækifæri og þá fjölbreyttari atvinnutækifæri en það sem nú er. Það er hluti af stöðunni hjá okkur. Við verðum að vera með eggin í fleiri körfum. Það hefur svolítið einkennt þetta svæði hér að á sínum tíma hversu sjávarútvegur var stór og svo hversu stór vinnuveitandi varnarliðið var og svo núna hversu stór vinnustaður Keflavíkurflugvöllur er, þetta hefur alltaf einkennt okkar svolítið undanfarna áratugi hvað það eru yfirgnæfandi stórir vinnustaðir sem síðan þegar þar verður samdráttur þá hefur það svo ofboðsleg áhrif á atvinnulífið og atvinnuþátttöku fólks.“ Kjartan segir að stjórnvöld verði að ráðstafa fjármunum þar sem þörfin sé mest. „Ríkisvaldið hefur nefnt mögulega fjárveitingu til sveitarfélaga, heilt yfir á landinu. Það eru skiptar skoðanir um það innan sveitarfélaganna hvernig slíkum fjármunum skuli dreift; hvort það eigi að dreifa þeim jafnt miðað við íbúafjölda óháð því hvort atvinnuleysi sé mikið eða hvort staðan í sveitarfélögunum sé slæm. Við, og mörg önnur sveitarfélög úti á landi, sem treysta mjög á ferðaþjónustu og samgöngur segjum að það eigi að dreifa eigi þessu fjármagni þar sem þörfin er mest. Ef það verður gert þá erum við mjög ofarlega á þeim lista en það eru líka önnur svæði eins og Mývatnssveit og Mýrdalur og víða þar sem atvinnuleysi er í fleiri fleiri tugum prósenta því þau treysta svo mikið á ferðaþjónustuna.“
Reykjanesbær Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira